Skessuhorn


Skessuhorn - 16.11.2022, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 16.11.2022, Blaðsíða 6
MIÐVIKUDAGUR 16. NÓVEMBER 20226 Verslun stendur í stað á milli ára LANDIÐ: Heildar greiðslu- kortavelta í októbermánuði nam tæpum 104 milljörðum króna og jókst um 10% á milli ára miðað við breytilegt verðlag. Þetta kemur fram í saman tekt Rannsókna seturs verslunarinnar. Greiðslu- kortavelta innlendra korta í verslun innan lands í október stóð nánast í stað á milli ára miðað við breytilegt verð- lag. Velta jókst þó á milli ára í stórmörkuðum og dagvöru- verslunum, verslunum með heimilisbúnað, bóka,- blaða- og hljómplötuverslunum og tollfrjáls verslun jókst um rúm 58%. Aðrir flokkar verslunar drógust saman á milli ára. Greiðslukortavelta erlendra ferðamanna hérlendis í október jókst um 38,4% frá fyrra ári miðað við breytilegt verðlag. Veltan í október er að raunvirði svipuð því sem hún var í október 2016. -mm Þorrablót Skaga­ manna 2023 AKRANES: Á fundi bæjar- ráðs Akraneskaupstaðar 10. nóvember síðastliðinn var tekið fyrir erindi frá árgangi 1979 vegna Þorrabóts Skaga- manna á næsta ári. Bæjar- ráð samþykkti að styðja hið árlega Þorrablót Skagamanna með sambærilegum hætti og undanfarin ár með endur- gjaldslausum afnotum af íþróttahúsinu á Vesturgötu en viðburðurinn verður 21. jan- úar 2023. Bæjarráð áréttaði að skipuleggjendur myndu gæta sem fyrr að því að fylgja gild- andi áfengislöggjöf hvort sem það liti að þátttöku ungmenna í viðburðinum sjálfum eða við afgreiðslu veitinga til gesta. -vaks Íbúakosning í samráðsgátt LANDIÐ: Drög að reglugerð um íbúakosningar sveitar félaga hafa verið birt í samráðsgátt stjórnvalda til umsagnar. Allir hafa tækifæri til að senda inn umsögn eða ábendingar en frestur til að skila umsögn er til og með 28. nóvember nk. Í reglugerðinni eru sett fram lágmarksatriði sem fram þurfa að koma í reglum sveitar félaga um íbúakosningar. Helsti munurinn á íbúakosningum sveitar félaga og kosningum sem fram fara á grundvelli kosningalaga eru þær að íbúa- kosningar fara fram á ákveðnu tímabili og ekki er hefðbund- inn kjördagur. Tímabilið getur verið minnst 2 vikur og að hámarki 4 vikur. Gert er ráð fyrir að ekki fari fram utan- kjörfundaratkvæðagreiðsla við íbúakosningar sveitarfélaga. Þess í stað er gert ráð fyrir að sveitarfélög hafi póstkosningu sem mælt er fyrir um í reglu- gerðinni. Mismunandi kröfur eru gerðar til íbúakosningar sem er bindandi og ráðgefandi íbúakosningar. -mm Ók á bíl og stakk af AKRANES: Rétt fyrir hádegi síðasta föstudag kom ökumaður bifreiðar og til- kynnti að keyrt hefði verið á bílinn hans við Krón- una á Dalbraut. Var bílnum lagt næst fjölskyldustæðinu eins og hann orðaði það og hafði einhver ekið á bílinn hans og síðan farið í burtu. Svo kom í ljós að vitni var að atburðinum og náði viðkom- andi númeri bílsins. Haft var samband við eiganda bílsins og er málið upplýst, að sögn lögreglu. -vaks Leituðu að mjálmandi ketti AKRANES: Hringt var í Neyðarlínuna síðasta fimmtudagsmorgun og til- kynnt um mjálmandi kött í ruslagámi við Háholt. Lög- regla fór á staðinn en fann ekki kisu þrátt fyrir mikla leit í ruslagámi og ruslatunnum í grenndinni. -vaks Spónaplata fauk á bíl SNÆFELLSN: Síðast- liðinn fimmtudagsmorgun var ökumaður á bifreið sinni í vesturátt á Snæfells- nesvegi þegar flutningabif- reið tók fram úr honum og fauk spónaplata af henni og beint framan á bílinn. Platan beyglaði topp bifreiðar- innar og brotnaði framrúða bílsins við atganginn. Öku- maður slapp með skrekk- inn og haft var samband við ökumann flutningabifreiðar- innar. -vaks Nýverið hljóp á snærið hjá Björgunar sveitinni Brák í Borg- arnesi. Sveitinni var afhent til frjálsra afnota fjölnota björgunartæki sem gefur, að sögn Elínar Matthildar Kristinsdóttur formanns sveitar- innar, mikla möguleika til leitar og björgunar við erfiðustu aðstæður. Um er að ræða „All terrain“ snjóbíl af gerðinni Hägglund, sem gerður hefur verið upp frá A til Ö. „Þessi bíll er í raun einstakur,“ segir Elín Matthildur. „Hann var gerður upp í þeim tilgangi að vera notaður í leiðangur Ragnars Axels- sonar ljósmyndara til Síberíu, en sú ferð átti að vera hluti af Norður- slóðaverkefninu. Bíllinn er inn- réttaður þannig að fjögur sæti eru í fremri vagninum og tveir bekkir í þeim aftari, sem einnig er hægt að nota undir börur, jafnvel fjórar ef við setjum kojurnar upp. Bíll af þessari gerð þolir afar mikið frost og í rauninni er hægt að fara út á honum í öllum veðrum. Hægt er að aka honum yfir jökla og mýrar og raunar einnig sigla honum á vatni. Eftir að Úkraínustríðið braust út varð ekkert af ferð Ragnars til Síberíu. Ólafur Ólafsson er eigandi bílsins og vinur Raxa, en Ólafur er eins og kunnugt er uppalinn í Borgarnesi og var auk þess sjálfur félagi í Björgunarsveitinni Brák á sínum tíma. Ólafur ákvað að leggja sveitinni til bílinn til frjálsra afnota og erum við honum afar þakklát fyrir,“ segir Elín Matthildur. Nú mun hópur björgunarsveitar- fólks í Brák taka bílinn að sér, læra á allan búnað og hefja æfingar. Bíllinn fær pláss í nýju björgunarmiðstöð- inni við Fitja. „Þessi bíll er búinn ótrúlegustu tækjum og búnaði og er í raun lúxus útgáfa af Hägglund sem almennt gengur undir nafn- inu All terrain, því þeir nýtast við fjölbreyttar aðstæður. Bíllinn er búinn ótrúlegasta búnaði á borð við gervihnattatæki, kaffikönnu og bara nefndu það. Hann er með gott leiðsögutæki og við munum auk þess bæta við tetrastöð og loft- neti. Yfirbyggingin er öll nýupp- gerð að innan með bólstruðum innréttingum, öflugum hiturum og úrvals aðstöðu, þannig að hann er talsvert ólíkur gamla Hrolli, snjó- bílnum sem Brák átti fyrir nokkuð löngu síðan. „Við sjáum fyrir okkur að þetta björgunartæki muni nýtast vel þegar sinna þarf leit og björgun við erfiðustu veðuraðstæður. Við getum farið með bílinn upp á jökla, út í verstu veður þar sem jafnvel ekki er hægt að koma við öðrum bílum eða tækjum. Þá fylgir einnig með vörubíll sem notaður verður til flutnings nær vettvangi leitar eða björgunar,“ segir Elín Matthildur. mm Brák afhent fjölnota björgunartæki til frjálsra afnota Björgunartækið á palli vörubílsins sem jafnframt fylgir með í lánssamningnum. Ljósm. emk.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.