Fréttablaðið - 29.03.2023, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 29.03.2023, Blaðsíða 4
Það finnast dæmi um að Íslendingar viti ekkert meira um staðhætti en útlend- ingar. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmda- stjóri SAF N Ý F O R M h ú s g a g n a v e r s l u n h ú s g a g n av e r s l u n Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is Mikið úrval af borðstofuborðum frá CASÖ Embla hrinborð 120 cm og 140 cm reykt eik og nature eik. bth@frettabladid.is Náttúruvá Sérfræðingar og stjórn­ málamenn eru á einu máli um að bæta þurfi snjóf lóðavarnir á landinu. Flóðin fyrir austan vekja spur ningar um nauðsy nlegar úrbætur. Óliver Hilmarsson, sérfræðingur á sviði snjóflóða hjá Veðurstofunni, segir að flóðin hafi fallið mjög víða. Sum fallið utan þekktra farvega. Að sögn Ólivers er hluti snjóflóða­ varna landsins barn síns tíma. Elstu flóðavarnir hafi verið hannaðar og reistar á forsendum sem nú þyki úreltar. „Við þurfum sem dæmi að endur­ meta hættu fyrir ákveðna gerð af varnargörðum,“ segir Óliver. Þar sem flóðin féllu í Neskaup­ stað áður en kom til rýmingar segir Óliver að Veðurstofunni hafi aug­ ljóslega ekki tekist að spá nógu vel og ekki nægilega snemma um það sem á eftir kom. „Maður hefði viljað að húsin hefðu verið rýmd kvöldið áður,“ segir Óliver. Hann bætir við að málið muni fá sérstaka skoðun. „Það var mikill snjór í fjöllunum fyrir og það kom meiri úrkoma en spáð var,“ segir Óliver. „Svo varð örlítið breyting á vindátt og margt sem spilar inn í.“ Ekki er líklegt að allir íbúar sem hafa þurft að yfirgefa heimili sín fyrir austan vegna flóðahættu fái að snúa aftur heim strax. Spáð er mik­ illi ofankomu og svipaðri vindátt og þegar flóðin féllu. „Það gæti snjóað mjög mikið í fjöll á fimmtudag og föstudag. Það er ekki útlit fyrir að þessu linni strax,“ segir Óliver. n Hefði viljað að húsin hefðu verið rýmd kvöldið fyrir flóðið Flóðin fyrir austan eru miklar hamfarir. Mynd/Haraldur Egilsson Dæmi eru um að 80 prósent starfsmanna séu af erlendu bergi brotin. Sum hótel gæta að íslenskukunnáttu. Ríkið sogar til sín fólk úr greininni. bth@frettabladid.is FerðaþjóNusta Þriðjungur starfs­ fólks í ferðaþjónustunni verður á sumri komanda af erlendu bergi brotinn. Þetta segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Sam­ taka ferðaþjónustunnar. Mjög er mismunandi eftir fyrir­ tækjum og landshlutum hve hátt hlutfall útlendinga er að störfum. Sums staðar allt að 80 prósent að sögn Jóhannesar. Hluti þeirra útlendinga sem starfa í greininni býr á Íslandi allt árið um kring. „Við höfum undanfarið séð töluvert af Íslendingum hverfa frá okkur yfir til hins opinbera,“ segir Jóhannes Þór. „Fólk kemur hægt til baka, þörfin fyrir erlent starfsfólk er því meiri en oft áður en á móti kemur að fyrir­ tækin ráða í færri stöður í sumar vegna rekstrarvandkvæða sem þau eru að vinna sig út úr.“ Heildarf jöldi starfa í ferða­ þjónustu hér á landi er áætlaður 23.000–25.000 störf í sumar. Má vænta að um 8.000 útlendingar verði að störfum, stór hluti farand­ verkamenn sem er flogið til lands­ ins í vertíðina. Í Fréttablaðinu í gær var haft eftir Færeyingum að staðkunnugt starfs­ fólk væri líklegra til að veita betri þjónustu þar sem það eigi ekki í vandræðum með að svara spurn­ ingum gesta. Vitnað var til þess að ferðamaður gæti gist á tíu hótelum hérlendis en aldrei hitt Íslending að störfum. Jóhannes segir að kunnátta tryggi meiri gæði. Nýlokið sé fundaher­ ferð um allt land þar sem Samtök ferðaþjónustunnar, Hæfni setur og áfangastofur landshlutanna stóðu fyrir fræðsluátaki til að bæta gæði ferðaþjónustu með markvissari upplýsingagjöf. Margt erlent starfsfólk sem kemur til starfa á Íslandi er með menntun í ferðamálafræði og ekki „pikkað upp af götunni“, að sögn Jóhannesar. „Ef við horfum á starfsfólk í lobbíum verðum við líka að muna að það finnast dæmi um að Íslendingar viti ekkert meira um staðhætti en útlendingar.“ Samtök ferðaþjónustunnar benda á að miklu varði hvernig fyrirtæki taki á móti nýju starfsfólki. Sum standi sig mjög vel, sendi fyrir fram upplýsingar, haldi námskeið og séu með eigin myndbandskennslu. „Við höfum hvatt fyrirtæki til að vinna vel að þessum málum og deila árangri með öðrum,“ segir Jóhannes. Fréttablaðið hringdi í nokkur hótel innanlands. Mjög er upp og ofan hvort starfsmaður talar íslensku ef bóka á herbergi. Sum hótel leggja upp úr að alltaf sé starfsmaður til svara sem talar íslensku. Sú stefna er meðal annars sögð byggð á að Íslendingar eigi skilið í eigin landi að þeir fái svör við spurn­ ingum sínum á móðurmálinu. n Útlendingur verði í þriðja hverju starfi í ferðaþjónustunni hér í sumar Með stórfjölgun ferðamanna þarf margt nýtt starfsfólk. Fréttablaðið/anton brink birnadrofn@frettabladid.is skagaFjörður Silfrastaðakirkja í Skagafirði hlaut fimm milljóna króna styrk úr Húsafriðunarsjóði fyrir árið 2023. Alls bárust sjóðnum 232 umsóknir en styrkir voru veittir til 207 verkefna að þessu sinni, að heildarupphæð 308.600.000 krónur. Fjórar aðrar kirkjur á Norður­ landi vestra hlutu styrk úr sjóðnum, samtals 6,9 milljónir. Hæsta styrk úr sjóðnum hlaut elsta skólahúsið á Bifröst, sjö milljónir króna. n Fimm milljónir í Silfrastaðakirkju ninarichter@frettabladid.is Heilbrigðismál Ung móðir á Seyð­ isfirði sem komin er 30 vikur á leið með sitt annað barn segir þjónustu­ stigið við verðandi mæður á Austur­ landi ólíðandi. Mínútur geti skipt máli þegar meðganga og fæðing sé annars vegar. Urður Arna Ómarsdóttir er förð­ unarfræðingur, búsett á Seyðis­ firði. Hún er komin 30 vikur á leið og hefur ekki tök á því að sækja sér viðunandi læknisþjónustu ef eitt­ hvað skyldi koma upp á meðan lok­ anir eru viðvarandi. Urður lýsir ástandinu sem óþægi­ legu og að hún hafi ekkert aðgengi að sjúkrahúsi sem stendur. „Ég veit að Norðfjarðargöngin eru enn þá lokuð. Fjarðarheiðin er vissulega opin í dag en er ekki sú skemmtilegasta. Ef eitthvað myndi koma fyrir mig núna. Þetta er spurning um mínútur í þessu ástandi,“ segir Urður Arna. Sömuleiðis er heilsugæslan á Seyðisfirði lokuð í dag. Hún segir að mögulega sé læknir eða ljósmóðir til taks en ófullbúin aðstaða sé á svæð­ inu til að fæða barn. Þá sé ekki um að ræða neina sértæka upplýsinga­ gjöf til þungaðra kvenna meðan á lokunum stendur. „Þetta er bara venjuleg mæðra­ vernd. Við erum ekki að fá neina spes upplýsingagjöf núna. Við þurfum að sækja okkur hana sjálfar. Ég veit að það er ljósmóðir hérna, en það er ekki nóg ef eitthvað skyldi koma fyrir.“ Urður Arna segist vilja sjá breyt­ ingar á skipulagi þjónustu við þungaðar konur á Austurlandi. „Við eigum skilið sömu þjónustu og aðrar konur á landinu,“ segir hún. „Ef maður myndi fara af stað í dag þyrfti maður að keyra á Akureyri eða taka sjúkraflug til Reykjavíkur,“ segir Urður Arna. n Móðurhjartanu líður ekki vel Urður Arna Ómarsdóttir er förð- unarfræðingur, búsett á Seyðisfirði. bene diktarnar@fretta bladid.is veður Bæta mun í snjóinn á Aust­ fjörðum í nótt og á morgun, en óljóst er hvort það hlýni fyrir viku­ lok. „Í dag hlýnar sunnan og vestan til á landinu. Það verður mjög hvasst frá Eyja fjöllum og austur í Öræfi,“ segir Birgir Örn Höskuldsson veður­ fræðingur á Veðurstofu Íslands. „Svo er ó vissa með hvað gerist í lok vikunnar hvort það haldi á fram að snjóa eða hvort það hlýni með rigningu, en þá yrði hlákan vanda­ málið,“ segir Birgir. n Bætir í snjó komu á Austfjörðum Búist er við meiri snjó á Austurlandi. Mynd/kristín Hávarðsdóttir 4 Fréttir FRÉTTABLAÐIÐ 29. mARs 2023 MiÐViKUDAGUr
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.