Fréttablaðið - 29.03.2023, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 29.03.2023, Blaðsíða 52
Gallinn við að gera hryllingsmyndir er að þær eru svo tæknilega erfiðar. Tölvuleikir Pizza Tower Leikjatölva: PC Arnar Tómas Valgeirsson Pizza Tower er nýútgefinn indí- leikur sem hefur verið í töluverðan tíma í ofninum. Leikurinn byggist á hoppi og skoppi og dregur mikinn innblástur frá klassíkerum á borð við Sonic the Hedgehog og Wario- land án þess þó að af baka eitt né neitt. Hér bregða leikmenn sér í hlut- verk skapmikla pítsukokksins Peppino sem þarf að bjarga veit- ingastaðnum sínum frá tortímingu af hálfu vonda kallsins. Það er ekki mikið lagt upp úr sögunni enda engin ástæða til. Það er nefnilega spilunin sem skiptir höfuðmáli og þar er ekk- ert til sparað. Þótt hægt sé að taka hlutunum temmilega rólega og fara í gegnum leikinn á töltinu þá er leikurinn skemmtilegastur þegar maður fer sér að voða. Það er unaðsleg tilfinning að komast í gegnum borð leiksins á ofsahraða og uppskera fyrir vikið hærri ein- kunn. Yfirborð leiksins, sem dregur innblástur í snarbrenglaðan teikni- myndaheim tíunda áratugarins, gæti virkað ófágað, en í rauninni hefur þvílík natni verið lögð í handgerðar teikningarnar sem gera heiminn kvikan og lifandi. Þá er tónlistin einnig upp á tíu og mótar sig að því sem er í gangi í leiknum hverju sinni, sér í lagi þegar allt fer í bál og brand. Þótt margir tölvuleikir eigi það til að missa sig í nostalgíunni þá er Pizza Tower lifandi sönnun þess að það sé hægt að taka klassíska uppskrift og uppfæra hana. Það kæmi ekki á óvart að sjá leikinn valinn sem indí-leik ársins síðar meir enda eitthvað það besta tvívíða hopp og skopp sem sést hefur á undanförnum árum. n NiðursTaða: Brakandi góður leikur fyrir alla aðdáendur hopps og skopps og tónlistin ein og sér er strax orðin sígild. Indí-leikur ársins kominn úr ofninum Íslenska hryllingsmyndin Óráð kemur í kvikmyndahús næsta föstudag. Leikstjórinn Arró Stefánsson segir mynd- ina hafa kraumað innra með sér í þónokkurn tíma. arnartomas@frettabladid.is Í kvöld fer fram hátíðarfrumsýning í Smárabíói á hryllingsmyndinni Óráði sem er jafnframt fyrsta mynd leikstjórans Arrós Stefánssonar. Það er full ástæða til að skjálfa á bein- unum, enda ekki á hverjum degi sem íslensk hryllingsmynd dúkkar upp, en Arró segist hafa verið með myndina lengi í maganum. „Ég held þetta hafi ábyggilega byrjað fyrir svona tuttugu árum síðan,“ segir Arró um tilurð mynd- arinnar. „Þetta var þegar Quentin Tarantino og Eli Roth heimsóttu Ísland. Þá sagði ég við Roth að ég myndi senda honum fyrstu mynd- ina mína.“ Lífið hélt áfram og Arró kom sér út í kvikmyndabransann þar sem hann hefur sinnt hinum ýmsu verk- efnum í gegnum árin. „Það var svo fyrir svona þremur árum að ég ákvað að gera þessa mynd, en gallinn við að gera hryllingsmyndir er að þær eru svo tæknilega erfiðar,“ segir hann. „Myndatakan þarf að vera full- komin, tónlistin þarf að vera full- komin og svo framvegis. Ég var ekki að ráðast á garðinn þar sem hann var lægstur.“ Í fyrstu hugsaði Arró með sér hvort hann ætti ekki að vinna að einhverju örlítið meðfærilegra sem sinni fyrstu mynd en hugsaði svo aftur til loforðs síns til Roth sem hafði verið að krauma innra með honum í öll þessi ár. Ertu búinn að heyra í Roth? „Nei, ég þarf að klára myndina fyrst, svo sendi ég honum!“ Uppgangur í hrollvekjum Óráð fjallar um Inga, ungan fjöl- skylduföður sem er að reyna koma undir sig fótunum að nýju eftir að hafa orðið valdur að hræðilegu slysi. Þegar hann finnur leigjanda látinn í Airbnb-íbúð sinni fer að halla undan fæti hjá honum. Dul- arfullir hlutir fara að gerast þegar Ingi reynir að púsla saman fortíð mannsins á sama tíma og hann forðast að gera upp sína eigin. „Þetta er strangheiðarleg hryll- ingsmynd,“ svarar Arró, aðspurður um hvernig hann myndi lýsa myndinni. Eru einhverjir leikstjórar sem hafa verið þér sérstakur innblástur í hryllingsgeiranum? „Fyrir utan Roth? Þá myndi ég segja Mike Flanagan sem hefur verið að gera geggjaða hluti,“ svarar Arró. „Svo eru það bara gömlu meistararnir eins og John Carpenter, Ridley Scott og þessir gömlu góðu.“ Hrollvekjur hafa verið í þónokkr- um uppgangi á undanförnum árum og tekur Arró undir að þær njóti almennt meiri viðurkenningar í dag en áður fyrr. „Það er oft verið að taka áhættur í hryllingsmyndum í dag og verið að fara aðrar leiðir en fólk er vant. Það er mjög spennandi.“ Vannýttur vettvangur Áskoranir við gerð myndarinnar voru ýmsar. „Þetta var drulluerf itt enda vorum við að skjóta í miðju Covid. Þar opnaðist einhver smá gluggi þar sem maður hafði tækifæri til að gera mynd og allir ákváðu að gera myndir á sama tíma,“ segir Arró og bætir við að það hafi verið erfitt að finna tökustaði. „Fólk var auðvitað ekki spennt að fá ókunnuga inn til sín í faraldrinum. En ég held samt sem áður að við séum með algjört dúndurefni.“ Óráð verður frumsýnd næsta föstudag. n Strangheiðarleg hryllingsmynd Arró lofaði Eli Roth að hann myndi senda honum sína fyrstu mynd þegar hún væri tilbúin. fréttabLaðið/ vaLLi Hjörtur Jóhann Jónsson og Heiðdís Chadwick fara með aðalhlutverkin í Óráði. Mynd/aðsend 20 lífið FRÉTTABLAÐIÐ 29. mARS 2023 MiðViKUDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.