Fréttablaðið - 29.03.2023, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 29.03.2023, Blaðsíða 28
 Vonandi taka fyrir- tæki í íslenskum sjávarút- vegi vel í að byrja að innleiða lífdísil- blandað eldsneyti á skip sín. Jóhanna Helga Viðarsdóttir fer fyrir nýju sviði sjálfbærni og stafrænnar þróunar hjá Skeljungi. Hún segir verk- efnin stór, spennandi og ögr- andi en að félagið sé þegar byrjað að gera sig gildandi í sjálfbærum rekstri. „Okkur hefur fundist vanta í umræðuna um orkuskiptin á Íslandi að milliskrefið í átt að orkuskiptum verði blanda af mis- munandi orkugjöfum. Í umræð- unni er rafmagn jafnan í brenni- depli, en á þessari vegferð koma fleiri grænir orkugjafar við sögu, svo sem rafeldsneyti, vetni, amm- óníak, metanól eða metan, sem allt eru umhverfisvænni valkostir og munu draga úr þeirri losun sem jarðefnaeldsneyti veldur óneitan- lega í dag.“ Þetta segir Jóhanna Helga Viðarsdóttir, framkvæmdastjóri sjálfbærni og stafrænnar þróunar hjá nýja Skeljungi. Nýi Skeljungur er ekki sá sami og gamli Skeljungur var í áranna rás. Í kjölfar uppskiptingar Skelj- ungs hf. þann 1. desember 2021 var Skeljungur ehf. stofnað og er nú gamli Skeljungur orðin Skel fjár- festingarfélag. Forstjóri Skeljungs ehf. er Þórður Guðjónsson. „Skeljungur hefur gengið í gegnum miklar umbreytingar í kjölfar uppskiptingarinnar á gamla Skeljungi og þar af leiðandi hafa fyrirtæki og almenningur kannski ekki uppgötvað fyrir hvað nýi Skeljungur stendur í dag. Okkur er stundum enn ruglað saman við bensínstöðvarekstur, eins og var aðalsmerki Skeljungs hér áður fyrr, og það ruglar fólk eðlilega í ríminu. Nú er búið að skipta gamla Skeljungi í þrjú félög: Gallon sem rekur tanka og aðra innviði, Orkuna sem rekur eldsneytisstöðvar, fjölda smávöru- verslana og fleira, og svo Skeljung sem starfar fyrst og fremst á fyrirtækjamarkaði og er með sitt eigið dreifikerfi fyrir eldsneyti. Við mætum því á olíubílnum beint til verktaka um gjörvallt landið, ef svo ber undir, og erum að auki með bátadælur víðs vegar um landið,“ útskýrir Jóhanna. Í kjölfar stofnunar nýja félagsins var unnið að endurmörkun fyrir nýja Skeljung. „Stefna okkar hjá Skeljungi er að þjóna orkuþörf fyrirtækja til framtíðar á hagkvæman og öruggan hátt, og í sátt við samfélag og umhverfi. Frá fyrsta degi stefnu- mótunar var ákveðið að sjálfbærni skyldi vera ein af meginstoðunum í stefnu félagsins og því var stofnað sérstakt svið tileinkað sjálfbærni og stafrænni þróun á liðnu ári,“ greinir Jóhanna frá. Fremst í grænum orkugjöfum Undir lok síðasta árs samþykkti stjórn Skeljungs nýja sjálfbærni- stefnu sem endurspeglar vilja félagsins til að hafa jákvæð áhrif á þróun samfélagsins og þess umhverfis sem félagið starfar í, ásamt því að draga úr neikvæðum áhrifum þess. „Við vitum að grænir orkugjafar munu verða í aðalhlutverki í orku- skiptum heimsins,“ segir Jóhanna. „Við tökum þeirri áskorun og stefnum að því að vera fremst í sölu og dreifingu á orkutengdum þjónustuþáttum til atvinnulífs- ins. Félagið vill vera drifkraftur í orkuskiptum með öflugri sölu- og viðskiptaþróun, framúrskarandi stafrænni tækni og vel samþættu þjónustuframboði.“ Jóhanna segir olíuiðnaðinn standa frammi fyrir miklum áskorunum þegar kemur að því að draga úr mengun, en mestu máli skipti hvernig tækniþróun verði á næstu árum. „Skeljungur er á fyrirtækja- markaði og þjónar stórum atvinnugreinum, svo sem flug- iðnaði, sjávarútvegi og landbúnaði. Það á eftir að koma í ljós hvaða græna eldsneyti verður ofan á. Að öllum líkindum verður það blanda af mörgum mismunandi lausnum, allt eftir því hvernig tækninni fleygir fram. Okkar áskorun er að þróa vöruframboð í takti við þá þróun sem mun eiga sér stað á næstu árum. Þar mun ólíklega verða til töfralausn sem kemur á orkuskiptum í íslenska atvinnugeiranum, heldur blanda af ýmsum orkugjöfum sem verða í senn grænni og umhverfisvænni. Allt tvinnast það inn í sjálfbærni- stefnuna okkar um að þróa vöru- framboð í átt að samdrætti í losun hjá viðskiptavinum félagsins og hjálpa þeim að innleiða nýja orku- gjafa hjá sér.“ Rafeldsneyti til Íslands Á sjálfbærnivegferð Skeljungs er lögð áhersla á markvissa þróun vöruframboðs með áherslu á gæði, umhverfisvænni valkosti, persónulega þjónustu, hraða og áreiðanleika. „Vöruframboð er einn lykilinn í að aðstoða viðskiptavini okkar við að draga úr sinni losun. Við höfum unnið markvisst að því að auka vægi orkugjafa, sem og annarra vara í vöruframboði Skeljungs, sem valda minni losun og við ætlum að halda áfram að þróa vöruframboð okkar í átt að sam- drætti í losun hjá viðskiptavinum félagsins,“ segir Jóhanna. Sem dæmi um slíkt verkefni má nefna viljayfirlýsingu við danska sjóðinn CI Energy Transition Fund I um að skoða möguleikann á að kaupa rafeldsneyti af sjóðnum og dreifa því og selja, meðal annars til íslenskra notenda. „Þetta eru fyrstu viljayfirlýsing- ar sinnar tegundar sem gerðar eru á Íslandi,“ segir Jóhanna. Skeljungur áætlar einnig að hefja sölu á E10 eldsneyti til heildsölu- viðskiptavina á fyrri hluta þessa árs. „Það er eldsneyti sem inniheldur 10 prósenta blöndu af etanóli á móti 90 prósenta hlutfalli jarð- efnaeldsneytis, eða svokallað E10 eldsneyti. Til samanburðar inni- heldur bensín sem selt er á bensín- stöðvum í dag 5 prósenta blöndu af etanóli á móti 95 prósenta hlutfalli af jarðefnaeldsneyti,“ upplýsir Jóhanna. „Etanól er framleitt úr korni og öðrum lífrænum úrgangi, en með því að blanda því saman við jarð- efnaeldsneyti má draga úr áhrifum útblásturs við brennslu eldsneytis- ins og draga þannig úr kolefnis- fótspori farartækja og vinnuvéla sem það nota. E10 mengar þar af leiðandi minna en E5 og flest ökutæki og vélar geta brennt E10 eldsneyti,“ útskýrir Jóhanna. Einnig er vert að geta þess að á næstu misserum verður Skeljungur fyrstur til að hefja innflutning á lífdísilblandaðri skipadísilolíu. „Allt eru þetta stór skref og það mun taka tímann sinn að koma Metnaðarfull, jákvæð og tilbúin í breytingarnar slíkum verkefnum á koppinn en vonandi taka fyrirtæki í íslenskum sjávarútvegi vel í að byrja að inn- leiða lífdísilblandað eldsneyti á skip sín,“ segir Jóhanna. Kolefnisspor óbeinnar losunar Fyrsta sjálfbærniskýrsla Skeljungs ehf. hefur nú litið dagsins ljós og er aðgengileg á vef félagsins, skeljungur.is/sjalfbaerni. Hún er metin út frá allri starfsemi félags- ins, umhverfisþáttum, félagslegum þáttum og stjórnarháttum. „Með því að birta sjálfbærni- skýrsluna samkvæmt GRI-staðl- inum og UFS-viðmiðum Nasdaq gefur Skeljungur hagsmunaaðilum skýrari mynd af starfsemi sinni og áhrifum félagsins á samfélagið,“ segir Jóhanna. Í ár steig Skeljungur það skref að birta kolefnisfótspor seldra vara í kolefnisbókhaldi sínu fyrst félaga á olíumarkaði. „Það er áskorun fyrir okkur að kortleggja kolefnisspor óbeinnar losunar í umfangi 3, en jafnframt nauðsynlegt skref á þeirri vegferð sem við erum á,“ segir Jóhanna. Jóhanna Helga Viðarsdóttir er framkvæmda- stjóri sjálfbærni og stafrænnar þróunar hjá Skeljungi. FRÉTTABLAÐIÐ/ ERNIR Skeljungur þjónustar nú mestmegnis fyrirtæki og er með sitt eigið dreifikerfi sem flytur eldsneyti um land allt. MYND/AÐSEND 14 kynningarblað 29. mars 2023 MIÐVIKUDAGURSjálfbærni í rekStri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.