Fréttablaðið - 29.03.2023, Blaðsíða 17
Með stafrænni þróun og
nútímavæðingu spilar Cont-
rolant lykilhlutverk í þeirri
umbyltingu sem fer nú fram
í aðfangakeðju lyfjaiðnaðar-
ins. Lausnir fyrirtækisins
stuðla að öruggari, traustari,
rekjanlegum og sjálfbærari
flutningi lyfja á heimsvísu.
„Okkar hlutverk er að hraða sjálf-
bærnivegferð Controlant og skapa
verðmæti fyrir viðskiptavini á
vegferðinni að kolefnishlutlausri
framtíð,“ segir Vicki Preibisch,
forstöðumaður sjálfbærni hjá
Controlant.
Áreiðanlegar upplýsingar um
staðsetningu og ástand lyfja í
f lutningi gerir lyfjafyrirtækjum
kleift að grípa inn í ef eitthvað fer
úrskeiðis og stýra betur flæði frá
framleiðslu til neytenda og draga
þannig úr sóun og kolefnislosun.
Rauntímavöktun tryggir
öruggan flutning til neytenda
„Það eru forréttindi að veita
sjálfbærnivegferð Controlant
forstöðu,“ segir Vicki, sem tók við
starfinu í lok síðasta árs. „Stjórn-
endur fyrirtækisins hafa tilgreint
sjálfbærni sem einn af lykilþáttum
að velgengi og vexti Controlant og
þetta er eitthvað sem kemur öllum
okkar hagaðilum við, hvort sem
það er starfsfólk, viðskiptavinir,
birgjar, fjárfestar eða samfélagið
þar sem við störfum.“
Ásamt Vicki, skipa Unnur Þórdís
Kristinsdóttir og Sigurður Pétur
Markússon, sérfræðingar í sjálf-
bærni, nýja teymið.
Auk þess að vera leiðandi
hátæknifyrirtæki á sviði rauntíma
vöktunarlausna fyrir alþjóðlega
lyfjaiðnaðinn, stefnir Controlant
á að vera leiðandi afl í sjálfbærni.
Félagið var stofnað árið 2007 og
hefur vaxið hratt undanfarin ár. Í
dag starfa 430 manns hjá Cont-
rolant og starfsstöðvarnar eru á
Íslandi, í Hollandi, Danmörku,
Póllandi og Bandaríkjunum.
Með hug- og vélbúnaði vaktar
fyrirtækið nú þegar gríðarlegt
magn lyfja í f lutningum um heim
allan og veitir stærstu lyfjarisum
heims þjónustu, þar á meðal
Pfizer, Roche, Teva, og Johnson &
Johnson.
20% allra lyfja sóast við flutninga
Sjálfbærniteymið hefur markað
skýra stefnu og hafist handa við
brýn verkefni. „Við byrjuðum á því
að rýna í forgangsverkefni Cont-
rolant til þess að skapa forskot
og skapa okkur leiðandi stöðu í
sjálfbærni. Við höfðum einnig að
leiðarljósi hvar við gætum haft
umfangsmestu áhrifin,“ segir
Vicki, sem hefur yfir 16 ára víð-
tæka reynslu af sjálfbærnimálum,
bæði á Íslandi en einnig í Bretlandi,
Hollandi, Þýskalandi og víðar og er
vottaður sérfræðingur á sviði sjálf-
bærni og loftslagsáhættu.
Tækifæri til þess að bæta
umhverfisspor lyfjaiðnaðar eru
gríðarleg, ekki síst þar sem þetta
er ein verðmætasta virðiskeðja
heims. Til þess að tryggja að lyf séu
aðgengileg neytendum framleiða
lyfjafyrirtæki talsvert umfram-
magn af birgðum. En á leið til
neytenda er talið að um 20% allra
lyfja sóist í f lutningum árlega. Sum
lyf spillast til að mynda vegna of
hás eða lágs hitastigs við flutning
og geymslu en fyrir mörg lyf eru
sett ströng skilyrði um æskilegt
hitastig til þess að þau séu talin
örugg.
Sjálfbærni skapar verðmæti
Nú þegar hafa mikilvæg skref verið
stigin á sjálfbærnivegferð Control-
ant. „Við höfum til að mynda skil-
greint hvað við ætlum að mæla og
hvernig, til dæmis kolefnisfótspor
okkar þvert á alla starfsemi. Slíkar
mælingar geta verið gífurlega
flóknar og krefjast upplýsinga frá
öllum sviðum fyrirtækisins, allt frá
kolefnislosun við viðamikla flutn-
inga lyfja á heimsvísu, og niður í
hvernig við hönnum tæknilausnir
okkar,“ segir Sigurður Pétur, en
hann hefur mikinn áhuga á að
sameina nýsköpun og sjálfbærni,
og hefur stundað nám í viðskipta-
fræði og stjórnun nýsköpunar.
„Við höfum innleitt kerfi til
skýrslugerðar sem gerir utanað-
komandi aðilum kleift að gera
úttekt á sjálfbærnivegferð okkar,
og þar af leiðandi tryggja gegnsæi
og áreiðanleika,“ segir Unnur Þór-
dís, en hún er viðskiptafræðingur
að mennt og hefur meðal annars
reynslu af verkefnum við fram-
kvæmd UFS áhættumats.
„Við munum svo sækjast eftir
staðfestingu á loftslagsmarkmið-
um með vísindalega samþykktum
hætti (e. Science Based Target
initiatives),“ segir Vicki. „Mælingar
eru vegvísir okkar í stefnumótun
og stöðugum umbótum sem stuðla
að sjálfbærni, bæði innan Control-
ant og þvert á aðfangakeðju lyfja.“
Heilbrigð aðfangakeðja
fyrir heilbrigt samfélag
Controlant leggur ríka áherslu á
vellíðan starfsfólks, bæði utan og í
vinnu. Starfsþróun er til að mynda
í forgrunni mannauðsstefnu
félagsins.
„Enginn dagur er eins. Í okkar
teymi byrjum við daginn á
stuttum stöðufundi þar sem við
stillum saman strengi. Gegnsæi
er eitt af gildum Controlant og ég
finn að stjórnendur deila upp-
lýsingum og eiga opið samtal við
starfsfólk,” segir Unnur Þórdís.
Sigurður Pétur tekur undir með
kollega sínum og bætir við: „Eftir
stöðufund taka verkefnin við en
þau geta verið allt frá samtali við
birgja og nýsköpunar- og innkaupa-
teymin okkar um umbótaverkefni,
rýna í gögn um kolefnisspor félags-
ins, spila einn billjarðleik eða önnur
skemmtileg samvera með vinnufé-
lögum, eða kynna vegferðina fram
undan í sjálfbærnimálum fyrir
stjórnendum.”
„Að skuldbinda sig til að stunda
ábyrg viðskipti er ein af öflugustu
skuldbindingum sem fyrirtæki
getur gert. Sterk og traust liðsheild
er forsenda þess að við tryggjum
forystu í sjálfbærnimálum. Allt
starfsfólk okkar, óháð starfi, teymi
eða deild, fer með hlutverk í sjálf-
bærnivegferð okkar, og getur haft
jákvæð áhrif með sínu framlagi.
Liðsheild, samtal og traust eru
lykilatriði,“ segir Vicki. n
Controlant tengir lyfjageirann grænni framtíð
Sigurður Pétur Markússon, Vicki Preibisch og Unnur Þórdís Kristinsdóttir skipa sjálfbærniteymi Controlant en það er öflug liðsheild og framlag allra 430
starfsmanna þvert á deildir og teymi sem mun skipa félaginu leiðandi stöðu í sjálfbærnimálum. MYNDIR/AÐSENDAR
Controlant gegndi lykilhlutverki í vöktun Covid-19 bóluefnis Pfizer-BioNTech í heimsfaraldri en í dag vaktar fyrir-
tækið gífurlegt magn lyfja á heimsvísu með rauntímavöktunarlausnum og veitir stærstu lyfjarisum heims þjónustu.
Við höfum innleitt
kerfi til skýrslu-
gerðar sem gerir utanað-
komandi aðilum kleift
að gera úttekt á sjálf-
bærnivegferð okkar, og
þar af leiðandi tryggja
gegnsæi og áreiðanleika.
Unnur Þórdís
Auk þess að vera
leiðandi hátækni-
fyrirtæki á sviði raun-
tíma vöktunarlausna
fyrir alþjóðlega lyfja-
iðnaðinn, stefnir Cont-
rolant á að vera leiðandi
afl í sjálfbærni.
Vicki Preibisch
kynningarblað 3MIÐVIKUDAGUR 29. mars 2023 Sjálfbærni í rekStri