Fréttablaðið - 29.03.2023, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 29.03.2023, Blaðsíða 37
Sjálfbærni virðist vera hluti af yfirskrift meirihluta við- burða í atvinnulífinu um þessar mundir. Gjarnan er verið að horfa til framtíðar og teiknuð upp glansmynd af því hvernig Ísland verði orðið fyrirmynd annarra þjóða, ýmist árið 2040 eða 2050. Kristrún Tinna Gunnarsdóttir er forstöðumaður á skrifstofu banka- stjóra Íslandsbanka og vinnur að innleiðingu á stefnu bankans. Hún hefur áður starfað meðal annars hjá ráðgjafarfyrirtækinu Oliver Wyman og sat í vinnuhópi um Hvítbók um framtíð fjármála- kerfisins. Hún segist sjálf alveg falla í það mót, að minnsta kosti á góðum dögum, að dreyma um og hafa trú á þessari íslensku fram- tíðarsýn, „Ég hóf störf hjá Íslandsbanka fyrir fjórum árum, sama dag og nýtt hlutverk Íslandsbanka var kynnt – að vera hreyfiafl til góðra verka. Ég tengi mjög sterkt við þennan tilgang og fátt gerir mig meira spennta en að fá tækifæri til að hafa jákvæð áhrif á umheiminn. Ég er ekki ein um það og við finn- um almennt gríðarlega mikinn jákvæðan meðbyr frá starfsfólki enda nær bankinn engum árangri nema allir starfsmenn leggist á eitt. Það er nefnilega þannig að framlínustarfsmaður sem hittir ótal fyrirtæki í viku hverri getur verið mesta hreyfiaflið einfaldlega með því að spyrja spurninga og sýna sjálfbærnivegferð fyrirtækja í viðskiptum áhuga. Í upphafi vorum við kannski ögn feimin við þetta og hrædd við að fá neikvæð viðbrögð en reynslan undanfarið hefur sýnt okkur að flestir taka mjög vel í samtal um sjálfbærni og eru oftast mjög stoltir að benda á ýmis konar áherslur og jákvæð skref hjá sér og sínum.“ Kristrún Tinna segir eðlilegt að banki leggi áherslu á svona áherslur við viðskiptavini sína. „Það getur hreinlega komið niður á fjármálahliðinni að huga ekki að sjálfbærni í rekstri fyrirtækja. Það gæti nefnilega hæglega skaðað samkeppnishæfni íslenskra fyrir- tækja að taka ekki sjálfbærnimálin alvarlega því þrýstingur frá neyt- endum um sjálfbærar vörur og lausnir er að aukast. Á heimsvísu segjast 44 prósent neytenda vera tilbúnir að breyta neysluvenjum til þess að draga úr umhverfisáhrif- um og mikill meirihluti neytenda í vestrænum löndum er farinn að kynna sér sjálfbærniframmi- stöðu þeirra vörumerkja sem þau versla við, samkvæmt greiningu frá Statista fyrir 2023. Ef við viljum til dæmis selja dýrasta fisk í heimi verður það jafnframt að vera sjálf- bærasti fiskur í heimi því að það er okkar tækifæri til að skara fram úr og aðgreina okkur frá öðrum,“ segir Kristrún Tinna. Hvað getur banki gert? Að sögn hennar felast bæði ógnir og tækifæri í sjálfbærni. Ógnir í formi aukinnar áhættu; t.d. gætu meiri ofsaveður haft slæmar afleiðingar fyrir greiðslu- getu viðskiptavina með beinum hætti. Stundum sé líka talað um umbreytingaáhættu sem sé óbein afleiðing af t.d. skattlagningu eða breyttum neysluvenjum, en slíkt geti hæglega komið fyrirtækjum í koll sem ekki hafa undirbúið sig vel undir breyttar aðstæður. „Mikilvægasta hlutverk banka er að stýra slíkri áhættu og vernda þannig þá fjármuni sem okkur er treyst fyrir hvort sem það eru inn- stæður eða annars konar sparn- aður og fjárfestingar.“ Kristrún Tinna segir tækifærin ekki síður vera spennandi því að fyrir liggi að verulega fjárfestingu þurfi að setja í innviði, þekkingu, tæki og tól til þess að ná markmið- um Íslands í loftlagsmálum. „Við erum nú þegar komin á fullt með að bjóða neytendum sjálfbærar fjármálalausnir. Þau sem vilja að sparnaður þeirra nýtist einkum í græn og sjálfbær fjárfestinga- verkefni geta kynnt sér sjálfbæran sparnað Íslandsbanka og grænan skuldabréfasjóð Íslandssjóða, IS græn skuldabréf, sem var fyrsti innlendi sjóðurinn í boði fyrir sparifjáreigendur sem vilja leggja áherslu á umhverfis- og samfélags- mál. Þá stendur viðskiptavinum til boða að skoða kolefnisspor byggt á kortafærslum í Íslandsbanka appinu en það hefur vakið lukku, sérstaklega meðal yngri aldurs- hópa.“ Kristrún Tinna segir Íslands- banka bjóða græna bílafjármögn- un með 0,75 prósentustiga afslætti. „Það jafngildir allt að 100 þúsund króna lægri heildarkostnaði af 3 milljón króna bílaláni til 5 ára. Við erum líka með afslátt af húsnæðis- lánum, ef eignin er vistvottuð, og betri kjör á ýmsum fyrirtækja- lánum sem uppfylla skilyrði um að teljast sjálfbær. Sem dæmi má nefna orkuskipti í samgöngum eða sjávarútvegi, hringrásartengdar vörur og ferla og vistvottaðar bygg- ingaframkvæmdir.“ Fjármálageirinn í heild sinni getur, að sögn Kristrúnar Tinnu, verið öflugt hreyfiafl til breytinga. Mikið hafi verið horft til fjármála- geirans varðandi fjármögnun þeirrar umbreytingar sem þurfi að eiga sér stað til þess að ná loftlags- markmiðum. „Staðreyndin er sú að þessa dagana er flöskuhálsinn ekki vilji fjármálastofnana til að fjármagna slík verkefni, oft og tíðum á betri vaxtakjörum en sambærileg verkefni sem ekki flokkast sem græn. Tregðan er að það eru ekki nægilega mörg slík verkefni í gangi.“ Er líklegt að fyrirheitið um Ísland sem fyrirmynd í sjálf bærni árið 2040 rætist? „Ísland er með yfirlýst mark- mið um kolefnishlutleysi árið 2040 og að við verðum orðin óháð jarðaefnaeldsneyti sem er metnaðarfyllra en hjá mörgum öðrum þjóðum. En framtíðarsýn Sjálfbærni snýst um samkeppnishæfni Kristrún Tinna Gunnarsdóttir, forstöðumaður hjá Íslands- banka, telur mikilvægt að bretta upp ermarnar ef Ísland á að geta orðið fyrirmynd í sjálfbærni. FRÉTTABLAÐIÐ/ ERNIR án markvissrar aðgerðaáætlunar er ekkert annað er tálsýn. Því miður er staðan sú að þrátt fyrir metnaðarfull markmið Íslands þá vantar upp á trúverðugt plan.“ segir Kristrún Tinna. Nýjasta skýrsla Milliríkja- nefndar Sameinuðu þjóðanna (IPCC) undirstrikar að það sem gerist næstu sjö árin verði afgerandi í baráttunni við hlýnun jarðar. Í skýrslunni kemur fram að loftslagsbreytingar hafa alvarlegar afleiðingar fyrir náttúru og íbúa um allan heim og leiða til verri heilsu, vatnsbúskapar og hnignun- ar þeirrar náttúru sem mannkynið byggir lífsviðurværi sitt á. „Það liggur fyrir að börnin okkar munu lifa í heitari og breyttum heimi – en ákvarðanir okkar á næstu mánuðum og misserum ráða því hversu ólíkur hann verður,“ segir hún. Finn Mortensen, framkvæmda- stjóri danska loftlagsvettvangsins State of Green, var hér í síðustu viku. Hann lagði mikla áherslu að sá árangur sem hefur náðst í Danmörku hvað varðar loftlags- málin hafi náðst með samstöðu – þvert á pólitíska flokka og þvert á atvinnulífið. „Ísland er lítið land og fyrir tilstilli smæðarinnar ætti að vera auðveldara fyrir okkur að snúa bökum saman og tækla málið, en því miður óttast ég suma daga að við séum þvert á móti að dragast aftur úr. Ég upplifi ekki í dag að víðtæk samstaða sé um næstu skref í loftslagsvegferð Íslands. Góðu fréttirnar eru þó að vinna við slíkt er í fullum gangi og ég ætla að leyfa mér að vera bjartsýn um framhaldið,“ segir Kristrún Tinna. „Hið opinbera vinnur að því að uppfæra aðgerðaáætlun í loftlags- málum, til samræmis við uppfærð markmið úr ríkisstjórnarsáttmála, og aðildarfélög Samtaka atvinnu- lífsins vinna að Loftlagsvegvísi atvinnulífsins (LVA). Við Íslending- ar erum úrræðagóð og getum svo sannarlega þjappað okkur saman og gert alveg hreint magnaða hluti þegar við tökum okkur til. Ég vona svo sannarlega að á sama tíma að ári verði aðgerðaáætlun ríkisins og atvinnulífsins orðin kýr-skýr og að við séum í sameiningu komin á fullt við að hrinda henni í fram- kvæmd. Framtíðin er handan við hornið og hún er í okkar höndum,“ segir Kristrún Tinna Gunnars- dóttir. n Það gæti nefnilega hæglega skaðað samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja að taka ekki sjálfbærni- málin alvarlega því þrýstingur frá neyt- endum um sjálfbærar vörur og lausnir er að aukast. Kristrún Tinna Gunnarsdóttir kynningarblað 23MIÐVIKUDAGUR 29. mars 2023 Sjálfbærni í rekStri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.