Fréttablaðið - 29.03.2023, Blaðsíða 27
BM Vallá framleiðir vist-
væna steinsteypu fyrir
mannvirkjagerð og stefnir á
að árið 2030 verði hún orðin
kolefnishlutlaus. Nú þegar
er hún með 40% minna
kolefnisspor en hefðbundin
steypa.
„Um 70% af byggingum á Íslandi
eru steinsteyptar og til að tækla
loftslagsmálin verðum við að
finna lausnir til að gera steypuna
umhverfisvænni. Og er það ein-
mitt forgangsverkefni okkar að
finna og þróa lausnir til að berjast
við loftslagsvána,“ segir Sigríður
Ósk Bjarnadóttir, framkvæmda-
stjóri umhverfis- og gæðamála.
„BM Vallá stefnir að kolefnis-
hlutlausri steinsteypu árið 2030
þannig að við höfum sjö ár til
þess að koma kolefnislosun frá
framleiðslu okkar niður í núll. Á
heimsvísu er steypa ábyrg fyrir
fimm til átta prósentum af allri
kolefnislosun þannig að þetta er
ansi umfangsmikið verk að vinna,“
segir Sigríður Ósk Bjarnadóttir,
framkvæmdastjóri umhverfis- og
gæðamála, eða Sirrý eins og hún er
alltaf kölluð, en hún fer fyrir gæða-,
umhverfis og sjálfbærnimálum hjá
Eignarhaldsfélaginu Hornsteini,
sem á og rekur BM Vallá, Sements-
verksmiðjuna og Björgun.
Steinsteypan skiptir máli
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun
gaf út skýrslu í fyrra, en kolefnis-
losun frá íslenskum byggingar-
iðnaði hafði verið metin í fyrsta
skipti, og kom í ljós að byggingar-
efnin sjálf eru ábyrg fyrir um það
bil 45% af kolefnisspori byggingar-
iðnaðarins. Um 70% af byggingum
á Íslandi eru steinsteyptar.
„Ef stjórnvöld, sveitarfélög og
aðrir hagaðilar ætla að ráðast í
aðgerðir í loftslagsmálum hvað
varðar byggingariðnaðinn þá
þarf að horfa til steinsteypunnar
og finna leiðir, til dæmis með
nýsköpun, til að gera hana
umhverfisvænni.
Berglind, vistvæna steypan
frá BM Vallá, er núna með allt að
40% lægra kolefnisspor heldur en
hefðbundin steinsteypa sem er á
markaði og erum við að þróa alls
konar lausnir sem miða að því
markmiði að bjóða kolefnishlut-
lausa steinsteypu. Hluti af því er
að nota minna sement í sements-
blöndur því sementið ber ábyrgð á
90% af kolefnisspori steypunnar.
Þar sem sement er ekki framleitt
lengur á Íslandi flytjum við inn
sement frá Noregi og vinnur sem-
entsbirgir okkar, Norcem, einnig
að margvíslegum aðgerðum til að
draga úr kolefnisspori sementsins.
Norcem er að notast við flugösku
sem hefur svipaða bindieiginleika
og sement til þess að draga úr
sementsmagni.
Meðal annarra metnaðarfullra
aðgerða er risavaxið verkefni á
sviði kolefnisföngunar og kolefnis-
förgunar,“ segir Sirrý. „Þetta eru
lausnir sem koma til með að skila
sér inn á íslenska markaðinn á
næstu árum.“
Draga úr sementsmagni
Hjá BM Vallá er unnið að margs
konar verkefnum í tengslum við
umhverfismál, sjálfbærni og
þróun nýrra vara sem hafa lægra
kolefnisspor.
„Við erum að skoða efni eins
og íslenska móbergið sem hefur
svipaða bindieiginleika og sement
og vonandi verður hægt að draga
enn frekar úr sementsmagni með
því að nota móberg í staðinn. Við
erum einnig að skoða Carbon
Cure-búnað í steypuframleiðsl-
unni sem miðar að því að dæla
kolefni inn í steypuna. Við erum
búin að setja hann upp í steypu-
framleiðslunni og erum að dæla
koltvíoxíði í blauta steypu þannig
að við erum að blanda kolefni frá
annarri framleiðslu í steypuna
sem gerir hana sterkari og þar
með er hægt að draga úr sements-
magni. Við erum í alls konar svona
nýsköpunarverkefnum og hægt
og rólega koma þessi stóru og litlu
verkefni okkur í átt að vistvænni
lausnum og að lokum að kol-
efnishlutleysi án þess að rýra gæði
steypunnar.“
Sirrý bendir á að farið hafi verið
að nota móberg í íslenskt sement
á sjöunda áratugnum þannig að
þetta er ekki nýtt af nálinni. „Þessu
var síðan hætt þegar við fórum að
flytja inn sement. Móbergsverk-
efnið getur haft víðtæk áhrif ann-
ars staðar í Evrópu. Flugaskan er
aukaafurð frá kolaframleiðslu en
kolabrennsla á að hætta árið 2040
sem þýðir að flugaskan verður ekki
lengur til en hún hefur þessa bindi-
eiginleika. Þannig að ég held að
móbergið eigi eftir að koma mjög
sterkt inn.“
Jarðefnagarður eflir
hringrásarhagkerfið
„Við, ásamt samstarfsaðilum, erum
líka að skoða uppbyggingu á jarð-
efnagarði til að nýta betur jarðveg,
steinefni og óvirkan úrgang frá
uppgreftri. Eins og staðan er núna
er 5-600.000 tonnum af jarðefnum
ekið frá höfuðborgarsvæðinu
og um 400.000 tonn fara núna í
Bolöldu. Þar er þeim komið fyrir
í gamalli námu en það er verið að
fylla hana upp. Miklu af gæða-
jarðvegsefni er ekið upp í Bolöldu
án þess að það sé endurnotað eða
endurnýtt þannig að við erum að
skoða hvort það sé grundvöllur
fyrir því að þróa jarðefnagarð, þar
sem hringrásarhugsun er útgangs-
punkturinn, og sjá hvort við
getum ekki búið til eitthvað sem
getur þá annaðhvort farið aftur
í steypuna eða er hægt að nota í
einhvern byggingariðnað. Með
þessu væri stigið mikilvægt skref
í eflingu hringrásarlausna og tel
ég að það eigi eftir að skila miklu
til samfélagsins og hafa jákvæðari
umhverfisáhrif.“
Fylgst með kolefnissporinu
Sirrý segir að hjá BM Vallá sé búið
að fylgjast með kolefnisspori í
framleiðslu síðan árið 2012 þannig
að hægt er að sjá á hverjum degi,
mánuði og ári hvert kolefnissporið
er á hvern rúmmetra af steypu.
„Við erum búin að vera að horfa
á þetta fara niður með nýjum
steypuuppskriftum og nýjum
blöndum. Við erum líka að nota
hugbúnaðarlausnir frá Klöppum
og fylgjumst vel með helstu ESG-
mælikvörðum tengdum sjálf-
bærni: efnahags-, umhverfis- og
samfélagsmælikvörðum. Við
mælum, fylgjumst með þróun og
setjum okkur mælanleg mark-
mið. Við erum að fara að gefa út
samfélagsskýrslu í annað sinn og
miðla þeim árangri, áskorunum og
markmiðum sem tengjast þessum
mælikvörðum. Á síðasta ári vorum
við með sérstaka aðgæslu varðandi
úrgangsmálin og höfum verið
í átaki gagnvart réttri úrgangs-
stýringu og flokkun. Þessi vegferð
hefur leitt til þess að frá árinu 2020
hefur BM Vallá tekist að lækka
kolefnisporið á hvern rúmmetra
af steypu um 14,3% og minnkað
þar með heildarlosun um rúm-
lega 5.200 tonn af kolefnisígildum
sem samsvarar losun frá yfir 3.200
fólksbílum sem ganga fyrir jarð-
efnaeldsneyti.“
Samstarf og vilji til
breytinga lykilatriði
Mikil vinna og gróska tengd
nýsköpun er í gangi og segir Sirrý
mörg samstarfsverkefni í gangi
varðandi umhverfismálin. „Ég
vil ítreka hversu mikilvægt þétt
samtal og gott samstarf milli allra
aðila í virðiskeðjunni er til þess að
sjá mælanlegan árangur í að gera
byggingariðnaðinn umhverfis-
vænni. Í dag bjóðum við upp á
Berglindi, vistvænni steypu sem
kemur með 40% minna kolefnis-
spor samanborið við hefðbundna
steypu, og verður alltaf meira og
meira vistvæn.
Samfélagið kallar á lausnir sem eru
umhverfisvænni og allar rann-
sóknir benda til þess að fólk vilji
vörur sem hafa jákvæðari umhverf-
isáhrif. Það er því lykil atriði að
hönnuðir, arkitektar, verkfræðingar
og framkvæmdaaðilar svari því
kalli og séu viljugir að stíga þetta
mikilvæga skref með okkur.
Hönnuðir þurfa að skrifa upp á
vistvæna steypu í verklýsingum
og allir aðilar tengdir byggingar-
framkvæmdum, þar með talið á
verkstað, þurfa að gera slíkt hið
sama. Þannig gerum við mann-
virki landsins umhverfisvænni og
drögum úr kolefnissporinu – því í
raun er ekkert annað val.“ n
Vistvæn steypa og vilji til breytinga
Sigríður Ósk Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri umhverfis- og gæðamála hjá BM Vallá. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Með Berglindi, vistvænni steypu, og öðrum aðgerðum hefur BM Vallá tekist að lækka kolefnisporið á hvern rúm-
metra af steypu um 14,3% .
Hönnuðir þurfa að
skrifa upp á vist-
væna steypu í verklýs-
ingum og allir aðilar
tengdir byggingarfram-
kvæmdum, þar með
talið á verkstað, þurfa að
gera slíkt hið sama.
Sigríður Ósk Bjarnadóttir
kynningarblað 13MIÐVIKUDAGUR 29. mars 2023 Sjálfbærni í rekStri