Fréttablaðið - 29.03.2023, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 29.03.2023, Blaðsíða 54
Það verða sko smyrsl og sprey og allur pakk- inn í bátnum. BÍÓBÆRINN MIÐVIKUDAGA KL. 20.00 Gunnar Anton og Árni Gestur fara yfir þær kvikmyndir sem eru væntanlegar í bíóhús landsmanna og dusta einnig rykið af gömlum gullmolum og fræða áhorfendur um leyndardóma kvikmyndaheimsins. arnartomas@frettabladid.is Vegfarendur í miðbænum eru var- aðir við ærandi hávaða frá hristum ís og kokteilskeiðum á harðasnún- ingi frá og með deginum í dag þegar Reykjavík Cocktail Weekend hefst og stendur yfir fram á sunnudag. Á hátíðinni er að vanda að finna upp- skeru úr kokteilamenningu Íslend- inga en þar ber einnig að fagna stórafmæli. „Þetta er í níunda skipti sem við höldum hátíðina en í ár er Barþjóna- klúbbur Íslands, sem stendur fyrir hátíðinni, sextíu ára svo að hátíða- höldin verða sérstaklega vegleg,“ segir Ómar Vilhelmsson, einn af skipuleggjendum hátíðarinnar. „Það eru yfir þrjátíu staðir sem taka þátt, hver með sinn sérútbúna kok- teilaseðil, á betri prísum en gengur og gerist, í boði um hátíðina.“ Barþjónaklúbburinn var stofn- aður þann 10. apríl 1963 á fundi í veitingahúsinu Nausti að við- stöddum forseta alþjóðasamtaka barþjóna, Kurt Sörensen. Starfandi barþjónar á Íslandi höfðu þá talið nauðsyn að koma á fót klúbbi hér á landi eftir að hafa fengið boð á mót alþjóðasamtakanna sem fór fram í Noregi tveimur árum áður. Stærsti viðburður hátíðarinnar verður svo á morgun þar sem Íslandsmót barþjóna og vörukynn- ingar helstu vínbirgja landsins fer fram í Gamla bíói. Þá geta metnaðarfyllri sötrarar einnig reynt að slípa sig í eigin kok- teilagerð. „Það er fullt af námskeiðum í gangi þar sem fólk getur farið og fræðst og smakkað sína eigin drykki,“ segir Ómar. „Þetta er ekki bara drykkja held- ur líka fróðleikur. Maður verður að passa upp á jafnvægið!“ n Kokteilar hristir og hrærðir enn á ný Þetta er í níunda skipti sem hátíðin er haldin, nú í enn veglegra formi. Veiga Grétarsdóttir undirbýr sig nú fyrir kajakróður í meira lagi þar sem hún mun sigla um þrjú þúsund kílómetra niður strandlengju Noregs. arnartomas@frettabladid.is Kajakræðarinn Veiga Grétars- dóttir vakti talsverða athygli fyrir nokkrum árum þegar hún reri kajak sínum umhverfis Ísland. Hún er nú í óðaönn að undirbúa sig fyrir aðra ferð í stærri kantinum þar sem hún mun sigla með fram strönd Noregs. „Þetta byrjaði allt í hringferðinni 2019. Þá var eitt sem setti skugga á ferðina en það var allt ruslið í kringum Ísland,“ segir Veiga. „Það var samt líka frábær ferð því maður fær að upplifa landið á svo einstak- an hátt að mig langaði að fara í aðra ferð.“ Veiga hefur sjálf sterkar taugar til Noregs því afi hennar var norskur auk þess sem hún bjó þar um tíma. Noregur varð því fyrir valinu og kom Veiga sér í samband við kvik- myndaframleiðandann Hrafnhildi Gunnarsdóttur og úr varð að fjórir heimildaþættir verða framleiddir þar sem Veiga mun róa í Noregi, Svíþjóð og Finnlandi auk þess sem hún hefur róið umhverfis hálft Ísland aftur. „Við ætlum að gera einn þátt um hvert land þar sem við munum fókusera á það einstaka sjónarhorn sem ég hef við róðurinn,“ segir hún. Þungur róður Í næstu viku tekur Veiga svo ferj- una til Noregs þar sem við tekur mikill undirbúningur. Þar sem að Veiga hefur þurft að fjármagna ferðalagið með fyrir- lestrum og öðru upp á síðkastið hefur ekki gefist jafnmikill tími til æfinga og hefði mátt vona. „Ég hef ekki farið á sjó núna í þrjár vikur en mun nota fyrstu dagana til að koma mér aftur í form,“ útskýrir hún. „Ég byrja þá bara rólega en gef svo í.“ Leiðin er alls um þrjú þúsund kílómetrar og hefst við landamæri Noregs og Rússlands í Jakobsá. Þaðan mun Veiga róa suður alla leið að landamærum Svíþjóðar og Noregs. „Ísland er talið með erfiðari lönd- um sem hægt er að róa í kringum og ég held að stærsta áskorunin verði nyrst í Noregi, frá landamærunum að Hammerfest,“ segir hún. „Eftir það geta tekið við harðir straumar og annað.“ Vængjaða váin Áskorunin sem Veiga kvíðir þó mest er flugur. „Það eru moskítóflugur þarna í norðurhluta Noregs og ég er mjög viðkvæm fyrir þeim út af ofnæmis- viðbrögðum,“ segir Veiga sem ætlar sér að vera vel búin smyrslum og öðrum vörnum gegn vængjuðu vánni. „Það verða sko smyrsl og sprey og allur pakkinn í bátnum.“ Veiga segist ekki geta sagt til um hversu langt verði róið á hverjum degi enda geti svona ferð ráðist að miklu leyti af veðráttu. Auk róð- ursins segist hún hlakka til að heim- sækja Noreg þar sem hún mun meðal annars hitta vini sína í Drammen þar sem hún átti heima í nokkur ár. „Svo hlakka ég til að róa í gegnum Álasund. Afi minn var fæddur og uppalinn þar og maður hefur heyrt ýmsar sögur af prakkarastrikum hans þar,“ segir Veiga. „Að róa á þessum slóðum þar sem hann var sem krakki verður frábært.“ n Kvíðir mest flugunum Veiga við Geldinganes í febrúar. Mynd/Aðsend 22 lífið FRÉTTABLAÐIÐ 29. mARs 2023 MiðViKUDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.