Fréttablaðið - 29.03.2023, Blaðsíða 19
Undanfarinn áratug hefur
hugbúnaðarfyrirtækið
Klappir grænar lausnir hf.
þróað lausnir sem styðja
sjálfbærnivegferð fyrirtækja
og samfélagsins í heild.
Margt hefur breyst frá stofnun
félagsins hvað varðar sjálf bærni,
aukin áhersla er lögð á sjálf bærni
í rekstri fyrirtækja og lagaum-
hverfið er í stöðugu þroskaferli
í átt að ítarlegri og samræmdari
upplýsingagjöf fyrirtækja um
umhverfismál og aðra ófjárhags-
lega þætti.
Á þessum árum hafa Klappir
unnið markvisst að því að byggja
upp öfluga innviði til þess að
styðja stafrænt samfélag við-
skiptavina sem styrkja hver
annan með frjálsu f læði sjálf-
bærnigagna sem eru undirstaða
upplýsingagjafar um sjálf bærni-
mál í nútíð og framtíð. Félagið
hefur starfað frá upphafi á Íslandi
en hefur undanfarið fært út
kvíarnar. Klappir grænar lausnir
hf. stofnuðu fyrir ári síðan dóttur-
félagið Nordic ApS í Danmörku
og opnuðu skrifstofu við Íslands-
bryggju í Kaupmannahöfn.
Áframhaldandi vöxtur
Hugbúnaðurinn hefur verið í
stöðugri þróun síðastliðin ár og
gerir fyrirtækjum og stofnunum
mögulegt að deila sjálf bærnigögn-
um sín á milli með sjálfvirkum
gagnatengingum og veitir
þeim nákvæma yfirsýn yfir
alla lykilþætti starfsem-
innar, svo sem útblástur
gróðurhúsalofttegunda,
vatns- og orkunotkun og
sorplosun.
Notendur hugbúnaðarins
geta átt í samskiptum við
önnur fyrirtæki í sínum virðis-
keðjum og sent þeim spurninga-
lista og gagnabeiðnir til þess að fá
nákvæma yfirsýn yfir sjálf bærni-
frammistöðu allra hagaðila.
„Við sjáum um að öll gögn sem
á þarf að halda séu aðgengileg á
einum stað. Sjálf bærnistjórar og
aðrir sem vinna með gögnin þurfa
ekki lengur að vinna í excelskjöl-
um, safna gögnum handvirkt og
kortleggja sjálfir
notkun á t.d. raf-
magni, vatni, hita og
eldsneyti,“ segir Anton
Birkir Sigfússon, framkvæmda-
stjóri vaxtar og sjálf bærni hjá
Klöppum. Með auknum fjölda
notenda að hugbúnaðinum hefur
stafrænt samfélag Klappa vaxið
töluvert og telur nú yfir 1.500
lögaðila í 41 landi.
Vaxtartækifæri erlendis
Fyrirtækið hefur nú komið sér vel
fyrir í Danmörku með sjálf bærni-
lausn sína. Klappir aðstoða dönsk
fyrirtæki og stofnanir að ná utan
um sjálf bærnigögnin sín og veita
ráðgjöf og stuðning við gerð sjálf-
bærniuppgjöra.
„Við erum að ná góðri fótfestu
í Danmörku, nálgunin okkar á
samvinnu fyrirtækja í sjálf bærni-
málum með stafrænni lausn
Klappa fellur vel að þörfum fyrir-
tækja þar í landi og meðbyrinn
er mikill,“ segir Anton Birkir
Sigfússon.
Ný tilskipun ESB markar
tímamót hjá Klöppum
Evrópusambandið ætlar sér
forystuhlutverk í baráttu heims-
byggðarinnar við loftslagsvána en
álfan hefur sett sér markmið um
kolefnishlutleysi árið 2050. Ný
tilskipun ESB um sjálfbærniupp-
lýsingagjöf fyrirtækja (e. Corpo-
rate Sustainability Reporting
Directive, CSRD) og staðlar um
form og efni sjálfbærniskýrslna
(European Sustainability Report-
ing Standard, ESRS) festir í sessi
lagalega umgjörð fyrir upplýsinga-
gjöf fyrirtækja um sjálfbærni í
víðum skilningi. CSRD-tilskipunin
er mikilvægur hluti af Græna
samfélagssáttmála ESB (EU Green
Deal).
Markmiðið er að stuðla að
auknu flæði fjármagns til sjálf-
bærra atvinnugreina og verkefna
á kostnað ósjálfbærra, en grund-
völlurinn fyrir slíkri þróun er góð
upplýsingagjöf. Ljóst er að evrópsk
þjóðríki og fyrirtæki þurfa að taka
höndum saman til þess að metn-
aðarfull markmið álfunnar í lofts-
lags- og sjálfbærnimálum verði að
veruleika. CSRD er Evróputilskip-
un sem aðildarríkjum ESB og EES,
m.a. Íslandi, er skylt að innleiða í
eigin landsrétt. Á næstu árum
kemur tilskipunin til með
að ná til um 50.000 fyrir-
tækja innan ESB og EES,
þar af hundruð fyrirtækja á
Íslandi. Gert er ráð fyrir að
stór fyrirtæki sem skráð eru
á markað hefji þessa vegferð
strax á næsta ári, 2024.
Hvað sem innleiðingu til-
skipunarinnar í íslenskan rétt
líður er ljóst að virðiskeðjunálg-
unin sem tilskipunin og staðlarnir
byggja á, mun knýja öll evrópsk
fyrirtæki, óháð stærð, til þátttöku
í sjálfbærnivegferðinni. Klappir
vinna nú hörðum höndum að því
að aðlaga eigin tækni og aðferða-
fræði að þessum nýja evrópska
veruleika.
„Við ætlum okkur að styðja vel
við okkar viðskiptavini og munum
bjóða upp á fræðsluefni, fundi og
vefkynningar um tilskipunina.
Við erum nú þegar byrjuð að taka
samtalið með okkar stærstu við-
skiptavinum og viljum eiga í nánu
samstarfi til þess að ná sem best
utan um það hvernig við getum
aðstoðað fyrirtæki á þessari veg-
ferð. Þetta er verðug áskorun en
ef vel gengur verður ávinningur
samfélagsins ómetanlegur,“ segir
Jón Ágúst Þorsteinsson, forstjóri
Klappa. n
Klappir drífa samfélagið í átt að sjálfbærni
Anton Birkir
Sigfússon,
framkvæmda-
stjóri vaxtar og
sjálfbærni hjá
Klöppum.
MYNDIR /
AÐSENDAR
Tækifæri
Klappa til
að vaxa erlendis
eru mikil þar sem
hugbúnaðurinn og að-
ferðafræðin er gerð
fyrir alþjóðlegan
markað.
Jón Ágúst Þor-
steinsson, forstjóri
Klappa, segir að miklar
breytingar séu fyrirhug-
aðar varðandi upplýs-
ingagjöf fyrirtækja.
kynningarblað 5MIÐVIKUDAGUR 29. mars 2023 Sjálfbærni í reKStri