Fréttablaðið - 29.03.2023, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 29.03.2023, Blaðsíða 20
Festa - miðstöð um sjálf- bærni eru frjáls félagasam- tök með það markmið að auðvelda og hraða þróun í átt að hringrásarhagkerfi og sjálfbæru atvinnulífi. Hlut- verk Festu er að auka þekk- ingu á sjálfbærni fyrirtækja, stofnana og hverskyns skipulagsheilda. Festa hefur alltaf lagt áherslu á öfluga miðlun og hefur nýlega ráðið til sín Ísabellu Ósk Másdóttur í nýtt starf miðlunarstjóra en áður voru starfsmenn Festu aðeins tveir. Miðlunarstjóri hefur það verkefni að fræða íslenskt samfélag um nýjustu vendingar í sjálfbærni­ málum á upplýstan og uppbyggi­ legan hátt. „Með miðluninni viljum við lyfta upp jákvæðum skrefum sem aðildarfélög okkar taka hvern einasta dag. Einnig viljum við segja almenningi hvað Festa er. Það er ekki alltaf einfalt því Festa er einstök á heimsvísu og á sér engar hliðstæður,“ útskýrir Ísabella. „Festa leiðir saman ólíka aðila ekki bara fyrirtæki, stór og smá, heldur líka stofnanir, eins og Umhverfisstofnun, Seðlabankann, háskóla og sveitarfélög svo eitthvað sé nefnt. Þetta er eitt af því sem gerir Festu að mögnuðum tengsla­ vettvangi. Við erum mjög virk á flestum samfélagsmiðlum, gefum út mánaðarleg fréttabréf, skrifum greinar og deilum því helsta sem er að gerast í heimi sjálfbærni. Við leggjum áherslu á skemmtilegt ein­ falt mál og litríka og skemmtilega miðlun.“ Festa hefur stækkað mjög hratt undanfarin ár en þegar samtökin voru stofnuð voru aðildarfélögin sex, í dag eru þau tæplega tvö hundruð. „Festa hefur í raun þrefaldast frá árinu 2019, þess vegna segjum við stundum að Festa sé lítil að innan en stór að utan. Ég geng stolt inn í teymið hjá Hörpu og Hrund sem hafa siglt þessari sjálfbærniskútu með miklum glæsibrag. Festa eru frjáls félagasamtök og okkar einu hagsmunir eru sjálfbærni. Festa hefur verið hreyfiafl til að koma á mikilvægum tengingum og koma sjálfbærni og henni tengd málefni á dagskrá í ólíkum geirum. Við tölum um að við séum brúarsmiður og leiðarljós því við tengjum saman þessa ólíku aðila, fyrirtæki, stofn­ anir og einstaklinga,“ segir Ísabella. Ísabella segir mjög alvarlegar áskoranir fram undan fyrir heim­ inn og auðvelt sé að missa vonina. sérstaklega þegar fréttir koma um nýjustu skýrslur frá vísindasam­ félaginu. „En svo fyllist ég von, þegar ég mæti í vinnuna og hitti fólk sem starfar í fyrirtækjum sem vinna að lausnum sem taka á þessum stærstu áskorunum okkar, en líka fólk sem vinnur hjá hefð­ bundnum fyrirtækjum og er að vinna að miklum kerfisbreytingum innanhúss og skapa vinnustaða­ menningu sem ýtir undir sjálfbæra hugsun.“ Auðlind af fólki „Það besta við að vinna hjá Festu er að hitta og vinna með öllu þessu metnaðarfulla fólki sem starfar hjá aðildarfélögunum okkar, mörg þeirra eru leiðandi fyrirtæki í sjálf­ bærni hér á Íslandi. Það er ótrúleg auðlind af fólki sem starfar hjá aðildarfélögunum. Þetta er fólk sem veitir okkur mikinn innblást­ ur, fólk sem lifir og hrærist í heimi sjálfbærni og veit líka einna best hversu alvarlegar þessar áskoranir eru sem við erum að takast á við,“ segir Ísabella. „Við finnum fyrir því að mjög mikill vilji er meðal sérfræðing­ anna í aðildarfélögunum okkar til að deila sinni reynslu til hinna aðildarfélaganna. Þannig að við búum til vettvanginn og þau hitt­ ast og deila sinni vegferð og sínum áskorunum.“ Stærsti viðburður Festu árlega er Janúarráðstefnan en Ísabella segir að aldrei hafi jafnmargir mætt á ráðstefnuna og í ár. „Í aðdraganda ráðstefnunnar tókum við púlsinn á stjórnendum aðildarfélaga Festu með könnun. Niðurstöðurnar sýndu að sífellt f leiri stjórnendur finna fyrir auknum þrýstingi til að bregðast við loftslagsbreytingum frá mis­ munandi hagaðilum. Meirihlutinn trúir því að við getum náð alþjóð­ legum hagvexti á sama tíma og við stöndum við loftslagsmarkmið en þau gera sér líka grein fyrir því að loftslagsbreytingar munu hafa áhrif á stefnu og rekstur fyrir­ tækisins,“ segir Ísabella. „Okkar tilfinning er sú að það hafi orðið stökk í vitundarvakn­ ingu um loftslagsmál. Fólk er að átta sig á því að hagkerfið gengur ekki upp nema það sé jafnvægi á milli þess sem við tökum og þess sem við gefum. Sífellt f leiri vilja vera hluti af breytingunni, sem stuðlar að jákvæðum áhrifum á fólk, jörð og hagsæld. Þetta eru þær þrjár stoðir sem mynda sjálfbærni og sem við í Festu horfum á öll verkefnin okkar út frá.“ n Við erum brúarsmiður og leiðarljós Ísabella segir að með miðluninni vilji Festa lyfta upp jákvæðum skrefum sem aðildarfélög þeirra taka daglega. FRÉTTBLAÐIÐ/ERNIR Okkar tilfinning er sú að það hafi orðið stökk í vitundarvakn- ingu um loftslagsmál. Fólk er að átta sig á því að hagkerfið gengur ekki upp nema það sé jafn- vægi á milli þess sem við tökum og þess sem við gefum. Fyrirtæki og stofn- anir sem eru aðilar að Festu eru að móta sér ákveðna sérstöðu með aðildinni. 6 kynningarblað 29. mars 2023 MIÐVIKUDAGURSjálfbærni í rekStri Harpa Júlíusdóttir heldur utan um verkefnastjórn hjá Festu - miðstöð um sjálf- bærni. Stór hluti þess starfs er að skipuleggja viðburði, ráðstefnur og fræðslufundi, og vinna markvisst að því að efla vettvang sjálfbærni á Íslandi. Á viðburðum Festu er blandað saman ólíkum röddum fólks sem vinnur að sjálfbærni hér á landi og fremstu sérfræðinga innan sjálf­ bærni á alþjóðavísu. „Það er mikilvægt í þessari vinnu okkar að vera framsýn og halda vel utan um þá viðburði sem við stöndum fyrir og þar vegur einna mest að undirbúa vel fólkið sem tekur þátt með okkur. Við gefum því rými til að deila af hreinskilni og draga ekkert undan þegar kemur að þeim áskorunum sem blasa við okkur sem samfélagi,“ segir Harpa. „Við erum alltaf með það mark­ mið að rýna til gagns, vera upp­ byggileg og draga það fram sem er til fyrirmyndar, það er af nógu að taka. Aðildarfélög okkar eru að vinna að mögnuðum hlutum þrátt fyrir miklar áskoranir. Við hjá Festu brennum fyrir því að byggja upp sjálfbært atvinnulíf á Íslandi sem auðgar bæði náttúru og samfélag, sem er að fullu samkeppnishæft og er að ganga í takt við það sem kemur frá alþjóðlegu umhverfi, bæði frá löggjafanum og markaðn­ um sjálfum,“ heldur hún áfram. „Leiðandi aðilar í atvinnulíf­ inu eru til að mynda að taka upp aðferðafræðina „Science Based Target Initiative“. Það þýðir að fyrirtæki eru markvisst að setja sér stefnu og nota mælanlega staðlaða aðferðafræði til að sanna að þau séu í raun og veru að vinna að 1,5 gráða takmarki Parísarsáttmálans.“ Gjörbreyta umhverfinu Harpa nefnir lagasetningar frá ESB sem taka gildi á næstunni hér á landi og munu gjörbreyta umhverf­ inu þegar kemur að sjálfbærum rekstri. „Núna eru fram undan gríðar­ legar breytingar á lögum og reglum hvað varðar sjálfbærniupplýsingar og hvernig við skilgreinum grænar fjárfestingar og rekstur. Allt mun þetta þá stuðla að því að koma í veg fyrir grænþvott ásamt því að veita fyrirtækjum stór tækifæri til að skapa sér sérstöðu á markaði ef þau bregðast hratt við.“ Harpa útskýrir að þau lög sem kallast Flokkunarkerfi ESB, tilgreini sex stólpa sem rekstraraðilar þurfa að huga að til að mega skilgreina rekstur sinn sem sjálfbæran. „Þú þarft að vera að vinna að þessum stólpum að hluta til eða sem heild, en þú þarft líka að sýna fram á að þú sért ekki að vinna gegn þeim í þínum rekstri. Til að mynda mun þá ekki duga að sýna fram á samdrátt í losun en vera á sama tíma að sóa auðlindum, ekki að vinna í hringrás eða brjóta á mann­ réttindum. Þessi nýju lög koma í veg fyrir slíkt,“ segir hún. „Það eru einnig að fara að ganga í gildi ný Evrópusambandslög um hvernig birta skal sjálfbærniupp­ lýsingar í ársskýrslu. Ein af þeim breytingum er að framvegis þurfa endurskoðendur að gefa áritun upp á að þær séu réttar hjá þeim fyrir­ tækjum sem lögin ná yfir. Núna eru þetta örfá fyrirtæki sem fá slíka áritun, en með breytingunum munu þessar kvaðir ná yfir mörg hundruð íslensk fyrirtæki.“ Harpa segir að eitt sé áhugavert í þessu samhengi, en það er að þó svo að flest íslensk fyrirtæki séu lítil á alþjóðlegum skala og falli því ekki undir þessi lög, þá komi krafa á þau frá atvinnulífinu sjálfu og stærri fyrirtækjum sem þau eiga í við­ skiptum við, um að þau greini sína framleiðslu. „Stóru fyrirtækin eru öll í þeirri vinnu að greina sína birgðakeðju út frá sjálfbærni og þau þurfa að greina sína birgja og hagaðila til að standast lögin. Þannig fer krafan yfir á minni fyrirtækin líka.“ Fræðslufundir og tengslamyndun Festa heldur reglulega fræðslufundi fyrir aðildarfélögin og fær þá sér­ fræðinga til að ræða ýmislegt sem snýr að sjálfbærni, meðal annars nýju lagabreytingarnar. Festa gaf út ítarlegan vegvísi um nýju lögin í janúar sem er aðgengilegur öllum. Einnig eru haldnir tengslafundir á vegum Festu. Þá hittast meðlimir hjá ólíkum aðildarfélögum og eiga heiðarlegt samtal. „Fyrirtæki og stofnanir sem eru aðilar að Festu eru að móta sér ákveðna sérstöðu með aðildinni, þar læra þau af öðrum og ekki síður mikilvægt; deila sinni vegferð,“ segir Harpa. „Með því að deila þinni reynslu og lausnum með öðrum á vett­ vangi Festu getur þú margfaldað áhrif þess sem þú ert að vinna að hjá þínu fyrirtæki. Þú ert að vinna að lausnum og aðferðum og með því að deila þeim til annarra innan atvinnulífsins hefur þú tækifæri til að margfalda samfélagsleg áhrif þess sem þú vinnur að. Það mætti segja að við séum ákveðið hreyfiafl þegar kemur að því að finna þennan samhljóm og margfeldis­ áhrif.“ n finnum samhljóm og margfeldisáhrif Harpa segir að markmið Festu sé alltaf að rýna til gagns. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.