Fréttablaðið - 29.03.2023, Blaðsíða 47

Fréttablaðið - 29.03.2023, Blaðsíða 47
Sem lista- maður þá er þetta rosalega spennandi verkefni, að vinna með safni og fá að velja algjörlega rýmið sem maður sýnir í. Gloría eftir Antonio Vivaldi var að líkind- um samin á barokk- tímabilinu árið 1715. Myndlistarmaðurinn Una Björg Magnúsdóttir opnar sýninguna Svikull silfurljómi í samkomuhúsi Súðavíkur laugardaginn 1. apríl. Una Björg Magnúsdóttir er fjórði listamaðurinn sem er valinn til þátttöku í sýningaröð Listasafns ASÍ þar sem skipulagðar eru einkasýn- ingar listamanna á tveimur stöðum á landinu, en í ljósi þess að safnið er ekki með fasta sýningaraðstöðu fá listamenn sjálfir að velja sýningar- rými. „Sem listamaður þá er þetta rosa- lega spennandi verkefni að vinna með safni og fá að velja algjörlega rýmið sem maður sýnir í. En þetta er bæði blessun og bölvun af því maður getur valið næstum hvað sem er og það er erfitt að velja. Ég lagði upp með að finna rými sem hefur einhvern ákveðinn tilgang, eins og bíósal, sundlaug eða sam- komuhús. En samkomuhús er öðru- vísi að því leyti að það er í sífelldri endurnýjun og fær að sinna mis- munandi hlutverkum,“ segir Una. Hún opnar sýninguna Svikull silf- urljómi í samkomuhúsi Súðavíkur næstkomandi laugardag, 1. apríl, en tekið er fram í sýningartexta að sýningin gæti allt eins verið plat. Ætlarðu að láta fólk hlaupa apríl alveg til Súðavíkur? „Já, en það verða allir útnefndir hetjur sem hlaupa 1. apríl alla leið til Súðavíkur,“ segir Una og hlær. Lítið breytt síðan 1930 Spurð um af hverju hún hafi valið Súðavík sem sýningarstað segist Una ekki hafa aðra tengingu við plássið en að hún hafi heillast af samkomuhúsinu sem sýningarstað. „Það sem er öðruvísi við þennan sal, hann er örugglega að mestu leyti búinn að vera svipaður frá 1930, er að það er búið að fjarlægja sviðið. Það hanga ennþá leikhús- tjöld en gólfið er bara aflíðandi inn í rýmið þar sem sviðið var. Þetta er svona rými sem getur breyst ennþá meira eða orðið partur af stóra rým- inu, þannig að ég er svolítið að vinna með það. Ég er með skúlptúr sem er í líki handriðs sem gengur inn úr því rými og inn í samkomusalinn sjálfan,“ segir hún. Þannig að þú ert beinlínis að vinna verkin út frá rýminu sjálfu? „Já, algjörlega. Þau spretta út frá þessu rými. Það er þannig sem ég vinn oft, jafnvel þótt ég sé að vinna inn í hefðbundna sýningarsali. Það er mjög spennandi að vera með sal sem jafnvel þótt hann sé tómur er með fullt í gangi. Til dæmis bara rispur og málningarf lögur frá 1930.“ Dúkkulísur í gamalli bók Una Björg vakti athygli fyrir sýn- ingu sína Mannfjöldi hverfur spor- laust um stund sem sýnd var í D-sal Hafnarhússins 2020 en þar notaði hún sýningarrýmið til að sviðsetja fjarveru meints mannfjölda. He f u r ð u á h u g a á r ý m u m almennt? „Já, það verður gjarnan þannig og líka einhvern veginn að spila á þessar væntingar eða fyrir fram ákveðnu hugmyndir hjá fólki um hvaða rými það er að ganga inn í. En svo verða einhverjar smá- vægilegar breytingar því það þarf svo lítið til að storka þessum hug- myndum.“ Á meðal þeirra verka sem Una sýnir í Súðavík eru fjórar gamlar dúkkulísur eða pappírspésar sem hún fann á milli blaðsíðna í spak- mælabók hjá ömmu sinni. „Ég var hjá ömmu minni og hún á þessa spakmælabók og allt í einu detta út úr bókinni svona dúkku- lísur sem eru örugglega 75 ára gamlar. Þær eru klipptar út í mask- ínupappír og líta þess vegna út eins og ég hefði getað gert þær í gær en eru búnar að liggja þarna á milli blaðsíðna í tugi ára. Það er ein- hvern veginn líka rými, þessi bók og plássið á milli þessara blaðsíðna þar sem þessir pésar eru búnir að liggja,“ segir Una. Ársdvöl í Berlín Til stendur að Una setji upp aðra sýningu á vegum Listasafns ASÍ í Mosfellsbæ næsta haust, spurð um hvers konar sýning það verði segir hún: „Þetta verður eitthvert svar eða framhald en á sama tíma önnur sýning. Það verða einhver verk sem fá að halda áfram þangað en rýmið verður allt öðruvísi. Við erum ekki búin að ákveða rými en það er ekkert rými líkt samkomu- húsinu í Mosó. En þótt ég myndi taka öll verkin og setja þau eins og þau koma fyrir í eitthvert annað rými þá verður það auðvitað önnur sýning. Það er mjög skemmtilegt þegar maður vinnur út frá rýmum að taka verk og setja þau í önnur rými en á sama tíma þurfa verkin líka að bregðast við rýminu sem verður fyrir valinu.“ Í byrjun maí heldur Una svo til ársdvalar í Berlín í listamiðstöðinni Kunstlerhaus Bethanien þangað sem hún var valin úr stórum hópi umsækjenda til að vinna í alþjóð- legri gestavinnustofu. „Myndlistarmiðstöð er með samstarf við Kunstlerhaus Bet- hanien og þetta er líka í fjórða sinn sem einhver héðan er valinn til að fara út. Ég fer eiginlega bara beint út eftir að ég er búin með þessa sýningu, 1. maí, og verð að vinna að næstu sýningu þar úti. En þetta er alveg ár þannig að ég þarf að koma heim til þess að sinna Mosósýning- unni,“ segir Una. Það hlýtur að vera gaman að fá svona tækifæri? „Já, það eru 25 listamenn sem eru í einu á sama stað. Maður er með íbúð sem er með stúdíói og svo er fólk að vinna og styðja við hvert annað, fá fólk í vinnustofuheim- sóknir, svo er verkstæði þarna og glæsilegir sýningarsalir þar sem allir sem taka þátt halda sýningu meðan á dvölinni stendur.“ n Hleypur apríl alla leið til Súðavíkur Eftir að Una klár- ar sýninguna í Súðavík leggur hún af stað í árs- dvöl til Berlínar í listamiðstöð- inni Kunstler- haus Bethanien. Myndir/AðsendAr Á meðal þess sem Una sýnir á Svik- ulum silfurljóma er þetta verk sem ber heitið 10+1 teningar. Þorvaldur S. Helgason tsh @frettabladid.is tsh@frettabladid.is Í tilefni 35 ára afmælis Fella- og Hólakirkju blæs kór kirkjunnar til glæsilegra kórtónleika á pálma- sunnudagsk völd, 2. apríl. Þar verður kórverkið Gloría eftir Ant- onio Vivaldi flutt í heild sinni af kór Fella- og Hólakirkju ásamt hljóð- færaleikurum. „Það var að líkindum árið 1715, á barokk-tímabilinu, sem hinn fjölhæfi tónlistarmaður Antonio Vivaldi frá Feneyjum samdi þessa Gloríu, kórverk í tólf, f lestum stutt- um, köf lum, byggt á fjórðu aldar bæninni Gloria in Excelsis Deo. Þetta sívinsæla kórverk er sungið víða um heim sérstaklega um jól og páska. Kór Fella- og Hólakirkju hefur nýtt veturinn í að læra þetta stórskemmtilega verk í tilefni 35 ára afmælis Fella- og Hólakirkju,“ segir Arnhildur Valgarðsdóttir, organisti og stjórnandi. Þýðing á latneska texta kór- verksins verður í tónleikaskrá til að áhorfendur geti glöggvað sig frekar á verkinu. Að sögn Arnhildar er Gloría þó fyrst og fremst ævintýra- lega skemmtilegt verk sem saman- stendur af mörgum stuttum en ólíkum köf lum sem fjalla meðal annars um frið á jörðu. „Öll ættu að hafa gaman af, burt- séð frá tónlistariðkun og tónlistar- smekk, þarna er á ferðinni mikil orka og fegurð. Við hlökkum öll mikið til,“ segir Arnhildur. Einsöngvarar úr röðum kórsins sem koma fram eru: Kristín Ragn- hildur Sigurðardóttir, Garðar Egg- ertsson, Laufey Egilsdóttir, Xu Wen og Inga Jónína Backman. Hljóðfæraleikarar eru: Guðný Einarsdóttir á flygil, Matthías Stef- ánsson á fiðlu og Jón Hafsteinn Guð- mundsson á trompet. Stjórnandi er Arnhildur Valgarðsdóttir, organisti kirkjunnar. Tónleikarnir hefjast klukkan 20.00 og er aðgangur ókeypis. Öll eru velkomin og boðið verður upp á veitingar í safnaðarheimili kirkj- unnar að tónleikum loknum. n Gloría í Fella- og Hólakirkju á pálmasunnudag Kór Fella- og Hólakirkju í ferð sem var farin til Dunkeld í hálöndum Skotlands í september síðastliðnum. Mynd/Aðsend Fréttablaðið menning 1529. marS 2023 miÐViKUDAgUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.