Fréttablaðið - 29.03.2023, Blaðsíða 39
Nótt Thorberg er forstöðu-
maður Grænvangs, sam-
starfsvettvangs stjórnvalda
og atvinnulífs í loftslagsmál-
um og grænum lausnum.
Nótt vinnur náið með Hall-
dóri Þorgeirssyni formanni
Loftslagsráðs og hann er
jafnframt stjórnarmaður hjá
Grænvangi.
Bæði brenna þau fyrir starfi
sínu og hlutverki og leggja sitt af
mörkum til að stuðla að því að
hlutverk Grænvangs nái fram
að ganga og að lögfest markmið
stjórnvalda verði að veruleika, sem
er að Ísland verði kolefnishlutlaust
árið 2040.
Grænvangur er samstarfsvett
vangur atvinnulífs og stjórn
valda um loftslagsmál og grænar
lausnir. Aðilar Grænvangs eru nú
31 talsins, fjölbreyttur hópur fyrir
tækja og samtaka úr atvinnulífinu
sem láta sig loftslagsmál varða,
auk þriggja ráðuneyta. Hlutverk
Grænvangs er að efla samstarf við
að draga úr losun gróðurhúsaloft
tegunda og styðja við markmið um
kolefnishlutlaust Ísland árið 2040.
Erlendis vinnur Grænvangur að
sameiginlegri markaðssetningu
grænnar orkuþekkingar og lausna,
undir merkjum Green by Iceland í
nánu samstarfi við Íslandsstofu.
Snýst um fólk
og framsýni leiðtoga
„Grænvangur snýst um fólk og
framsýni leiðtoga samtímans í
að skapa betra líf fyrir íslenskt
samfélag, komandi kynslóðir
og jörðina okkar. Verkefnið er
stórt, lögfest markmið Íslands eru
kolefnishlutlaust Ísland árið 2040.
Auk þess kveður stjórnarsátt
málinn á um að Ísland verði óháð
jarðefnaeldsneyti sama ár.
Stærsta verkefnið fram á veg eru
orkuskiptin. Það þarf að skipta út
þeirri rúmlega 1 milljón tonna,
sem við notum í samgöngur á
landi, sjó og í f lugi hérlendis,
fyrir vistvæna orkugjafa. En við
verðum líka að horfa til losunar
Íslands í heild sinni og þá telja
með alþjóðaflugið, stóriðjuna og
losun frá landi. Það þarf margt
að koma heim og saman svo að
það gangi upp og þess vegna
skiptir samstarf og áframhaldandi
nýsköpun og innleiðing nýrra
lausna höfuðmáli því tíminn er
knappur,“ segir Nótt og bætir við
að þetta verkefni sé stór áskorun.
„Við erum öll sammála um
hvert skuli stefna en þegar kemur
að því að varða veginn verður að
huga að mörgum þáttum,“ segir
Nótt og bendir á eftirfarandi
þætti:
„Atvinnugreinarnar eru f lestar
hverjar komnar vel á veg í að
setja sér sín markmið en til að
við náum að hraða þessari veg
ferð verður enn nánara samstarf
stjórnvalda og atvinnulífs þvert á
greinar enn mikilvægara svo raun
verulegur árangur náist sem fyrst.
Endurnýjanleg orka er lykil
þáttur í lausninni en Ísland hefur
farið í gegnum orkuskipti 1 og 2.
Nú líta aðrar þjóðir til okkar. Til
að ná markmiðum okkar um kol
efnishlutleysi ætlum við að klára
þriðju orkuskiptin.“
Aðspurð segir Nótt þetta vera í
raun nýja hugsun sem kalli á nýja
nálgun. „Við verðum að horfa á
öll tækifærin, allar mögulegar
víddir til að finna réttu lausnirnar
til framtíðar. Tæknin er til staðar
og þá snýst þetta núna um hvaða
tækni muni henta okkar umhverfi
hérna á Íslandi best og hvernig
við innleiðum hana með sem
skjótustum hætti – þannig að,
að stóru leyti snýst þetta líka um
ferlana og að undirbúa innviði og
fólkið okkar fyrir þær breytingar
sem við stöndum frammi fyrir í
tengslum við grænu umskiptin.“
Tækifæri fyrir Ísland
Nótt bendir jafnframt á að þetta sé
stærsta umbreyting sem við sem
samfélag höfum staðið frammi
fyrir og mikilvægt sé að gæta jafn
vægis og huga að öllum þremur
stoðunum í sjálfbærni: umhverfi,
samfélagi og efnahag.
„Það eru líka mikil tækifæri fyrir
Ísland og íslensk fyrirtæki til þess
að leiða þessa þróun á heimsvísu.
Við erum í lykilstöðu og getum
verið fyrirmynd annarra þjóða
þrátt fyrir smæð okkar.
Á Íslandi eru markmið stjórn
valda að draga 55% úr losun
gróðurhúsalofttegunda fyrir 2030
(miðað við 2005). Það jafngildir 1,3
milljónum tonna gróðurhúsaloft
tegunda á ári, sé horft til þeirrar
losunar sem Ísland ber beina
ábyrgð á.
Við erum öll að vinna að sama
markmiði, með hagsmuni Íslands
og heimsins alls í huga. Hvert og
eitt okkar þarf að líta í eigin barm.
Hvað getum við gert strax í dag
sem mun hjálpa okkur að ná mark
miðum okkar á morgun?
Hvernig getum við hrifið aðra
með okkur í þessa vegferð til sam
tals og samstarfs um leiðirnar?
Við þurfum öll að verða lofts
lagssendiherrar og gera það sem
við getum í okkar rekstri og starf
semi til þess að draga úr losun
koltvísýrings svo markmið um
kolefnishlutleysi árið 2040 geti
náðst,“ segir Nótt og er sannfærð
um að með samtakamætti allra sé
hægt að ná þessu markmiði.
Staðan grafalvarleg
og bregðast þarf við
Halldór segir að staðan í loftslags
málum sé grafalvarleg, eins og
sjötta matsskýrsla IPCC, Milli
ríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna
um loftslagsbreytingar, gefur til
kynna, en lokaskýrslan kom út í
síðustu viku. „Þá er gott að hafa í
huga að öll alþjóðleg viðbrögð við
loftslagsvá eru byggð á traustum
vísindalegum grunni.
Heimsbyggðin veit hvað þarf að
gera og þangað viljum við stefna.
Það þarf að leggja allt kapp á að
halda röskun á veðrakerfum
jarðar í lágmarki. Viðbrögð okkar
í dag munu skipta miklu máli fyrir
komandi kynslóðir og lífríkið til
langs tíma.
Hvert gráðubrot í hlýnun hefur
stigmagnandi áhrif á aftakaveður,
uppskerubresti og almenn lífs
skil yrði milljóna manna um allan
heim,“ segir hann.
Halldór segir að það sé sam
eiginlegt verkefni okkar allra,
atvinnulífs, stjórnvalda og sam
félaga, að grípa strax til þeirra
ráðstafana sem hemja vöxt í
útblæstri um heim allan. „Ekkert
ríki er eyland í þessum efnum, við
ætlum því í sameiningu að draga
úr losun gróðurhúsalofttegunda
líkt og kveðið er á um í Parísar
samningnum frá 2015.
En í kolefnishlutlausum heimi
felast líka fjölmörg tækifæri. Við
þurfum að átta okkur á þeim tæki
færum og þróa ný viðskiptalíkön.
Í því felst framsýni. Við erum að
sjá öfluga loftslagsleiðtoga stíga
fram í ólíkum atvinnugreinum
hér heima og í löndum víða um
heim allan. Þróunin er í rétta átt
og raunin er að í sumum löndum
bendir allt til þess að umskiptin
verði ansi hröð. Kannski má jafn
vel leiða líkur að því að umskiptin
muni gerast hraðar en við eigum
von á. Við megum ekki sitja eftir,
þurfum að klára orkuskiptin og
fjárfesta í þeim lausnum sem
nauðsynlegar eru til að ná
kolefnishlutlausu Íslandi,“ segir
Halldór.
Getum verið fyrirmynd
og tekið forystu
Aðspurður segir Halldór að sam
keppni í alþjóðlegu samhengi
í framtíðinni mun snúast fyrst
og fremst um það hversu fljót
við verðum að fara í gegnum
umbreytinguna.
„Tækifærið felst einmitt í því að
vera meðal þeirra fyrstu. Við erum
í lykilstöðu og getum verið fyrir
mynd og tekið forystu. Fyrirtæki
sem ná árangri á þessu sviði hér
heima eru sömuleiðis fyrirmyndir
þeirra sem á eftir koma auk þess
sem þau verða samkeppnishæfari
í alþjóðlegu samhengi fyrir vikið.
Lausnirnar eru tiltækar, en það
þarf þekkingu og getu til að raun
gera. Mikilvægt er að hafa í huga
að þessi umskipti eru hnattræn.
Með því að vera virk í alþjóðlegu
samstarfi þá erum við líka að fá
til baka. Ísland verður góður sam
starfsaðili sem fleiri vilja vinna
með sem um leið eykur sam
keppnishæfni okkar útflutnings
greina,“ segir Halldór.
„Vert er að tengja lausnir við
fjármagn, þetta eru arðbærar
fjárfestingar – en horfa þarf á þær
í lengra samhengi. Heimurinn er
að breytast, það sem við kannski
lítum á sem arðbært í dag verður
það kannski ekki eftir að grænu
umskiptin hafa átt sér stað. Tæki
færið felst í því að horfa fram á
veginn og sjá hvernig við getum
lagað okkur að þessum breytta
heimi samhliða því að við aukum
velsæld og samkeppnisstöðu
okkar í alþjóðlegu samhengi.
Við búum yfir ákveðinni sér
þekkingu sem horft er til. Sérstaða
okkar er mikil og við getum vel
markað okkur sér syllu til fram
tíðar hvað varðar lausnir sem hægt
verður að nýta annars staðar í ver
öldinni,“ segir Halldór að lokum,
sannfærður um að við getum nýtt
forskot okkar og verið öflugar
fyrirmyndir. n
Þurfum öll að vera loftslagssendiherrar
Halldór Þorgeirsson, formaður Loftslagsráðs, og Nótt Thorberg hjá Grænvangi. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
Tækifærið felst í
því að horfa fram á
veginn og sjá hvernig við
getum lagað okkur að
þessum breytta heimi,
samhliða því að við
aukum velsæld og sam-
keppnisstöðu okkar í
alþjóðlegu samhengi.
Halldór Þorgeirsson
Grænvangur snýst
um fólk og fram-
sýni leiðtoga samtímans
í að skapa betra líf fyrir
íslenskt samfélag, kom-
andi kynslóðir og jörð-
ina okkar.
Nótt Thorberg
kynningarblað 25MIÐVIKUDAGUR 29. mars 2023 Sjálfbærni í rekStri