Fréttablaðið - 29.03.2023, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 29.03.2023, Blaðsíða 26
Laufið er nýsköpunarfyrir- tæki sem hefur í rúmlega tvö ár verið að þróa staf- rænan vettvang fyrir fyrirtæki í vegferð að sjálf- bærum fyrirtækjarekstri og er jafnframt fyrsta græna upplýsingaveitan á Íslandi. Markhópurinn er lítil og meðalstór fyrirtæki. „Hugbúnaðurinn okkar leiðir fyrirtæki áfram í raunhæfum aðgerðum sem hjálpa þeim að draga úr umhverfisáhrifum þeirra. Allt sem fyrirtæki gera í kerfinu birtist svo á upp- lýsingaveitunni laufid.is. Þar getur almenningur séð hvernig fyrirtæki sem eru í Laufinu eru að standa sig í umhverfis- og sjálf bærnimálum og borið saman fyrirtæki,“ segir Raquelita Rós Aguilar, framkvæmdastjóri Laufs- ins sem er nýsköpunarfyrirtæki sem hefur í rúmlega tvö ár verið að þróa stafrænan vettvang fyrir fyrirtæki í vegferð að sjálf bærum fyrirtækjarekstri og er jafnframt fyrsta græna upplýsingaveitan á Íslandi. „Hugmyndin er að valdefla bæði fyrirtækin til að standa sig gagnvart umhverfinu og þar af leiðandi viðskiptavinum sínum en einnig að neytendur geti tekið upplýstari ákvörðun um hvar og við hverja þau stunda viðskipti. Mikill metnaður er hjá mörgum fyrirtækjum að vera framarlega á sviði umhverfis- og sjálf bærni- mála og geta sýnt þann árangur, bæði viðskiptavinum sínum en einnig til að vera fyrirmynd fyrir önnur fyrirtæki. Hugbúnaðurinn okkar vinnur vel með öðrum lausnum og þjónustum sem eru á markaðnum og er kerfið er hugsað sem verk- færakassi fyrirtækja þar sem þú getur komið með þín verkfæri hvaðan sem er. Sem dæmi þá setja fyrirtæki inn þær vottanir sem þau hafa öðlast, merkja við þau skref eða aðgerðir sem þau hafa nú þegar tekið og þannig höldum við utan um vegferðina þeirra á einum stað með þann valkost að hafa meiri sýnileika út á við.“ Græn skref atvinnulífsins Stjórnendakerfið er stafrænn vettvangur sem hjálpar stjórn- endum áfram í einföldum en mikilvægum aðgerðum sem draga úr umhverfisspori og hjálpa til við að stuðla að ábyrgu samfélagi og sjálf bærum fyrirtækjarekstri. „Græn skref atvinnulífsins, sem eru hluti af stjórnendakerfinu, eru einnig að stórum hluta byggð á Grænum skrefum Umhverfis- stofnunar sem stofnunin hefur rekið síðan 2014. Aðlögun að grænu skrefunum í hugbúnaðinn hefur verið unnin í góðu samtali við Umhverfis- stofnun. Þetta eru 118 skref og hver og einn velur viðeigandi skref út frá sínum rekstri. Hugsunin er að gefa fyrirtækjum þennan sýni- leika til að sýna hvar þau standa í sínum umhverfismálum sem og almenningi að taka upplýstar ákvarðanir við hverja þeir versla vöru eða þjónustu, eins og minnst var á áðan, eða hjá hverjum fólk er að vinna. Fólk vill vita þetta. Komandi kynslóðir vilja vinna hjá fyrirtæki sem huga að þessu. Þannig að gagnsæi og sýnileiki skiptir bæði fyrirtækin og neyt- endur máli. Við erum að hjálpa fyrirtækjum með sinn sjálf bæra rekstur; hjálpa þeim að taka þessi skref. Þetta kerfi hjá okkur, þess- hugbúnaður, stuðlar í rauninni að og hvetur til sjálf bærs reksturs hjá fyrirtækjum almennt í atvinnu- lífinu.“ Raquelita segir að hingað til hafi áherslan verið á lítil- og meðalstór fyrirtæki sem þurfi stuðning við að framkvæma fyrstu skrefin í sjálf bærnivegferð sinni eða vita ekki hvar þau eiga að byrja. „Ástæðan er að það eru fyrirtækin sem hafa ekki bolmagn eða þekkingu í umhverfismálum, langar til að gera eitthvað en vita ekki hvað á að gera. Þannig að kerfið okkar hjálpar þeim að taka þessi skref og höfum við sett upp leiðakerfi sem við köllum Laufa- kerfið. Þetta eru fimm lauf með mis- munandi áherslur. Hvert lauf inniheldur tvær eða f leiri aðgerðir og skiptir ekki máli í hvaða röð þú fyllir upp í laufin. Þegar þú hefur fyllt upp í öll fimm laufin og náð 50% af Grænu skrefunum þá fá fyrirtæki viðurkenningu sem við ætlum okkur að veita árlega. Stærri fyrirtæki eða fyrirtæki sem eru komin vel á veg í vegferð sinni geta að sjálfsögðu nýtt sér hugbúnaðinn og erum við með viðskiptavini sem falla þar undir, enda er hugbúnaðurinn hugsaður fyrir allar tegundir og stærðir fyrirtækja. Við erum því í raun ekki að gera neitt nýtt; við erum bara búin að þróa vandaða lausn sem gerir þessa vegferð yfirstígan- lega og einfaldari fyrir fyrirtæki.“ Viðmið vottana Hugmyndin að Laufinu varð til árið 2020 og hefur mikil gagnaöfl- un og samtöl við þekkingaraðila og sérfræðinga átt sér stað til að styrkja hugmyndina. „Við þróun á Laufakerfinu voru viðmið vottana eins og Svansins, ISO 14001, Evrópublómsins, Bra Miljöval og Bláa Engilsins rýndar. Einnig voru skoðuð viðmið til dæmis f lokkunarkerfis ESB, Euro- pean Commission GPP, Handbók Festu og heimsmarkmið Sam- einuðu þjóðanna voru jafnframt skoðuð.“ Laufið er ekki vottunaraðili en hugbúnaðurinn byggist aftur á móti á fyrrgreindum viðmiðum. Raquelita segir að stór fyrirtæki vilji tengja sig við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna en að minni og meðalstór fyrirtæki, sem eru um 80% íslenskra fyrirtækja, eigi oft erfitt með að tengja sig við þau. „Okkur langar þess vegna að hjálpa þeim líka þarna. Við viljum hafa þetta þannig að við séum með leiðandi kerfi fyrir heimsmarkmiðin þar sem við spyrjum spurninga og svo komum við með tillögur út frá svörunum og þannig getur viðkomandi tengt sig betur við heimsmarkmið en þessi hugmynd er á teikniborðinu hjá okkur núna. Það er stöðug þróun í gangi og erum við með stóran vegvísi (e. roadmap) yfir hvað við ætlum okkur að gera næstu mánuði og ár; við erum bara rétt að byrja. Það er nefnilega svo margt sem hægt er að gera en við ákváðum að byrja með yfir- stíganleg skref fyrir fyrirtækin.“ Komandi kynslóðir Raquelita segir að það fylgi því hagræðing í fyrirtækjarekstri að taka skrefin í átt að sjálf bærum og umhverfisvænum rekstri. „Við höfum upplifað það að fyrir- tæki og stofnanir hafa dregið úr rekstrarkostnaði með því að fylgja Laufakerfinu og Grænum skrefum atvinnulífsins til dæmis hvað varðar orkureikninga og sorp- hirðu. Það er líka annað sem vert er að hafa í huga en það er að f lest fram- sækin fyrirtæki eru farin af stað í þessa vegferð því að þau vita að komandi kynslóðir velja þjónustu og störf út frá þessum þáttum og ef fyrirtæki eru ekki að standa sig í þessum málum þá fara þau annað. Við verðum að átta okkur á að eftir um það bil sjö ár verða alpha-, Z- og Y-kynslóðirnar um 80% af vinnuafli heimsins, sem eru 35 ára og yngri, en samkvæmt Íslensku kynslóðamælingunni eru þetta kynslóðirnar sem eru hvað mest meðvitaðar um áhrif umhverfis- og sjálf bærnimála og hafa áhyggjur af hlýnun jarðar. Laufið gefur því fyrirtækjum samkeppnisforskot, hugarró og stuðning ásamt sýnileika til almennings.“ n Raquelita segir að hugmyndin að Laufinu hafi orðið til árið 2020 og hefur mikil gagnaöflun og samtöl við þekkingaraðila og sérfræðinga átt sér stað til að styrkja hugmyndina. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Hugbúnaður sem hjálpar fyrirtækjum í sjálfbærnivegferð sinni Hugmyndin er að valdefla bæði fyrirtækin til að standa sig gagnvart umhverf- inu og þar af leiðandi viðskiptavinum sínum en einnig að neytendur geti tekið upplýstari ákvörðun um hvar og við hverja þau stunda viðskipti. Raquelita Rós Aguilar 12 kynningarblað 29. mars 2023 MIÐVIKUDAGURSjálfbærni í rekStri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.