Fréttablaðið - 29.03.2023, Blaðsíða 56
frettabladid.is
550 5000
RitstjóRn
ritstjorn@frettabladid.is
AuglýsingAdeild
auglysingar@frettabladid.is
PRentun & dReifing
Torg ehf.
2022 - 2025
bakþankar |
Vatnagörðum 14 104 Reykjavík
litrof@litrof.is 563 6000 litrof.is
UMHVERFISVÆN
PRENTUN
Láru G.
Sigurðardóttur
„Sko, ef þú ætlar að búa til barn með
mér þá ert þú ekkert að fara að sulla
í víni eða reykja,“ sagði vinkona
mín við nýbakaðan eiginmann
sinn um árið þegar þau voru í barn-
eignahugleiðingum.
Tilvonandi mæður eru hvattar
til að haga sér á vissan hátt, hyggist
þær fjölga mannkyninu. Passa upp
á að taka vítamín með fólínsýru.
Hvorki neyta nikótíns né drekka
áfengi. Gæta að lyfjum sem þær
innbyrða. Á sama tíma er karlpen-
ingurinn gjarnan undanskilinn.
Stikkfrír. Engu er líkara en það
skipti engu máli þótt hann stundi
villt líferni á sama tíma og hann er
á fullu að framleiða sáðfrumur sem
senn gætu orðið að manneskju.
Til að nýtt líf kvikni í móður-
kviði þarf tvo til – líkt og kunnugt
er. Móðir leggur til eggfrumu sem
myndaðist þegar hún sjálf var ein-
ungis níu vikna fóstur í móðurkviði
– líferni ömmu kemur því einnig
við sögu. Við getnað er eggfruma
því oft áratuga gömul. Aðra sögu
er að segja með sáðfrumur sem eru
í stöðugri endurnýjun og þurfa á
þriðja mánuð til að ná þeim þroska
að geta frjóvgað eggfrumu.
Við vitum að ýmislegt í líferni og
umhverfi hefur áhrif á erfðaefni,
þá sérstaklega hjá frumum sem
endurnýja sig hratt. Þar á meðal eru
sáðfrumur. Vissulega er fleira sem
spilar inn í þegar nýr einstaklingur
verður til, en ég held að vinkona
mín hafi haft eitthvað til síns
máls. Karlmenn eru ekki stikkfríir
frekar en við kvenmennirnir. Áhugi
vísindamanna á sáðfrumum hefur
kannski verið takmarkaður en við
vitum t.d. að nikótín fækkar þeim.
Og væri ég ekki hissa ef líferni feðra
hefði meiri áhrif en látið er með.
Allavega munu mínir synir fá þessa
óþægilegu ræðu frá mömmu sinni
þegar þar að kemur. n
Sáðfrumur