Fréttablaðið - 29.03.2023, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 29.03.2023, Blaðsíða 14
Guðmundur Kári segir að þegar hann var í grunnskóla hafi fótbolti oftast verið eina íþróttin sem stóð til boða að æfa þó stundum væru aðrar íþróttir í boði tímabundið. Hann lét það þó ekki stoppa sig og þegar hann var í 7. bekk keyrði mamma hans hann einu sinni í viku á fimleikaæfingar á Akranesi. „Þegar ég var í 8. bekk fékk ég svo að búa á Akranesi og fékk að æfa þar. En svo flutti ég aftur í Búðar- dal í 9. og 10. bekk, þá gat ég ekkert æft. Ég byrjaði ekki aftur fyrr en í framhaldsskóla og ég vil meina að þá hafi ég í alvörunni byrjað að æfa fimleika,“ segir Guðmundur. Þrátt fyrir að hafa byrjað þetta seint komst hann inn í karla- landsliðið í hópfimleikum og keppti á tveimur Evrópumótum fyrir Íslands hönd, í Slóveníu árið 2016 og Portúgal árið 2018, í bæði skiptin komst íslenska liðið á verð- launapall og strákarnir fóru heim með brons. Spurður að því hvort það teljist ekki góður árangur að komast í landslið þrátt fyrir að hafa byrjað svona seint svarar hann: „Jú, örugglega. Ég var bara alltaf að æfa sjálfur. Ég átti trampólín og á veturna setti ég það inn í fjós. Ég var endalaust að hoppa og skoppa á trampólíninu bæði á sumrin og veturna og ég notaði líka túnin heima til að æfa mig.“ Tímastjórnum aðalatriðið Núna er Guðmundur Kári aftur fluttur í sveitina og starfar sem umsjónarkennari á efsta stigi í Auðarskóla í Búðardal. Auk þess lærir hann sálfræði í Háskólanum á Akureyri í fjarnámi, vinnur á markaðsstofu og starfar sem umönnunaraðili á hjúkrunar- heimili. En það er ekki allt, hann æfir líka langhlaup og hefur keppt í nokkrum últra-hlaupum, gerir reglulega styrktaræfingar, hjólar gjarnan fram og til baka í vinnuna 16 kílómetra hvora leið og þjálfar börnin í Búðardal í fimleikum. Það er því ljóst að Guðmundur heldur mörgum boltum á lofti og því ekki úr vegi að spyrja hann hvernig hann fari að þessu öllu saman. „Ég reyni að haga tíma mínum þannig að ég nái alltaf að taka æfingu. Eins og til dæmis í morgun þá hjólaði ég í vinnuna. Það eru 16 kílómetrar og tók 40 mínútur. Það er geggjað að ná að tikka inn 40 mínútum núna og svo 40 mínútum á eftir, þá er ég kominn með 80 mínútna úthaldsæfingu. Ég skipu- legg mig mjög vel svo æfingarnar taki ekki of langan tíma og ég passa alltaf að vera búinn að borða þegar ég klára vinnuna. Tíma- stjórnun er aðalatriðið,“ segir þessi ungi athafnasami maður og segir alls ekkert erfitt að samræma alla þessa vinnu við háskólanámið. „Ef maður hugsar að það sé erfitt þá er það erfitt. En ef maður hefur nóg sjálfstraust, elju og aga, þá er þetta ekkert mál. Án þess væri þetta ekki hægt. Það þýðir ekkert bara að setjast upp í sófa og horfa á þætti,“ segir hann og svarar því játandi að hann hafi lært aga þegar hann æfði fimleika. „Að æfa afreksíþróttir með skóla og vinnu, það er bara þetta, að læra að haga tíma sínum vel. Maður lærir mjög mikið á því. Það er náttúrulega mikil skuldbinding að vera afreksmaður í íþrótt, þú beilar ekkert á æfingu þó það vanti upp á lærdóm.“ Góð æfingaaðstaða skiptir öllu Guðmundur segir að aðstaðan til æfinga í Búðardal sé því miður ekki sú besta. „Við erum með líkamsrækt en hún er í raun bara rekin af gömlu íþróttafélagi sem er sjálfboðastarf í sveitinni. Það er ungmennafélagið Ólafur Pá sem heldur uppi ræktinni en fimleikarnir þar sem ég þjálfa eru hjá íþróttafélaginu Undra.“ Hann er ánægður með að geta núna boðið krökkunum í Búðardal upp á að æfa fimleika, en hann þjálfar um það bil 30 börn. „Það er mjög gaman. Við erum líka búin að kaupa smá búnað, það er komin loftdýna og trampólín svo það er hægt að gera meira en bara kollhnís,“ segir hann og bætir við að honum finnist mjög mikil- vægt að hafa íþróttaþjálfun í boði á fámennum stöðum. „Það er mikilvægt að fá þau til að taka þátt í skipulagðri íþrótta- og tómstundastarfsemi og líka að hafa val um fleiri íþróttir en til dæmis bara fótbolta.“ Guðmundi finnst það algjört lykilatriði þegar kemur að því fyrir hann að velja sér framtíðarbúsetu að góð aðstaða sé á svæðinu til æfinga. „Það skiptir mig mjög miklu máli. Mér finnst númer eitt, tvö og þrjú að hafa sundlaug og íþróttahús. Það er ekki sundlaug í Búðardal, það þarf að keyra að Laugum sem er um 20 mínútna akstur, og það er ekkert íþróttahús heldur. En það er í bígerð að fá bæði íþróttahús og sundlaug. Ég held að það eigi að hefja fram- kvæmdir núna í sumar,“ segir hann og bætir við að vonandi verði það aðdráttarafl fyrir ungt fólk til að koma í bæjarfélagið. Sjálfur segir hann að ef hann fær starf við hæfi, íþróttahús og sundlaug, þá sé hann mjög sáttur í Búðardal. Manneskjan heillar Guðmundur er núna að vinna að lokaverkefni sínu í sálfræðináminu við HA en hann hefur áhuga á að læra eitthvað meira tengt því. „Það sem heillar mig mest við sálfræðina er bara manneskjan. Kannski helst að skoða af hverju sumir ná árangri og aðrir ekki, hvað er það sem þarf? Af hverju er fólk svona misjafnt? Mig langar í áframhaldandi nám í sálfræði, en svo væri ég líka alveg til í að vera kennari. Mér finnst mjög gaman að kenna krökkunum og þó ég sé bara í grunnnámi þá finnst mér það nýtast mér mikið í kennslunni hér,“ segir hann og bætir við að auk íþróttaáhugans sé hann líka mjög akademískt þenkjandi. „Ég er rosa hrifinn af bók- menntum og tungumálum. Það eru áhugamálin, fyrir utan íþrótt- irnar,“ segir hann. En til að huga að andlegri heilsu stundar Guð- mundur leidda hugleiðslu. „Mér finnst það hjálpa mér að kjarna mig, að minna mig á gildin mín og stefnuna sem ég vel að taka í lífinu. Það hjálpar mér við ákvarðanatöku í daglegu lífi. Hvort ég ætla að velja mér súkkulaði eða ávöxtinn eða hvort ég ætli að setjast í sófann eða skrifa ritgerð- ina mína.“ n Allt er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit- stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Guðmundur Hilmarsson, gummih@frettabladid.is s. 550 5766 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir, sandragudrun@frettabladid.is, s. 550 5762 | Starri Freyr Jónsson starri@frettabladid.is, s. 550 5767 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768 Útgefandi: Torg ehf Ábyrgðarmaður: Jón Þórisson Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 550 5654, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103. Guðmundur hjólar stundum í vinnuna, 16 kíló- metra hvora leið og nær þannig 80 mínútna út- haldsæfingu. Sandra Guðrún Guðmundsdóttir sandragudrun @frettabladid.is Ef maður hugsar að það sé erfitt, þá er það erfitt. En ef maður hefur nóg sjálfstraust, elju og aga, þá er þetta ekkert mál. 2 kynningarblað A L LT 29. mars 2023 MIÐVIKUDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.