Fréttablaðið - 29.03.2023, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 29.03.2023, Blaðsíða 12
Til að birta andláts-, útfarar- eða þakkartilkynningar í Fréttablaðinu þarf að senda tölvupóst á timamot@ frettabladid.is eða hringja í síma 550 5055 . Merkisatburðir | Þetta gerðist | | 29. mars 1984 Ástkær móðir mín, tengdamóðir og amma, Eygló Óskarsdóttir Framnesvegi 20-22, Keflavík, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, sunnudaginn 26. mars. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju, föstudaginn 31. mars klukkan 12. Styrmir Magnússon Ólöf Birna Björnsdóttir María Sigrún Kristófer Bjarnar Eva Katrín Útför föður okkar, tengdaföður, afa, bróður, mágs og móðurbróður, Ólafs E. Thóroddsen hæstaréttarlögmanns, sem lést 9. mars á Hjúkrunarheimilinu Grund, fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 3. apríl kl. 13.00. Þeir sem vilja minnast hans eru beðnir um að láta Mænuskaðastofnun Íslands, kt. 411007-1030, reikningsnúmer 0311-26-81030, njóta þess. Hrafnhildur Guðfinna Thoroddsen Ólöf Jónína Thoroddsen Kristinn Már Pálmason Auður Stefanía Þórsdóttir Einar Örn Þórsson Ásta St. Thoroddsen Bolli Héðinsson Einar Gunnar Thoroddsen, Sverrir Bollason, Atli Bollason, Brynhildur Bolladóttir Á þessum degi árið 1984 greip ro- bert Irsay, eigandi Baltimore Colts í NFL-deildinn í amerískum ruðningi, til þess örþrifaráðs að flytja félag- ið að morgni til yfir til Indianapolis eftir að viðræður við borgaryfirvöld í Baltimore sigldu í strand. að nóttu til bókaði Irsay fimmtán flutninga- bíla sem mættu snemma morguns og lestuðu allt það sem hægt var að taka með sér. Átta tímum síðar var félagið í heild sinni, með öllum búnaði, horfið á braut. Irsay hafði átt í deilum við borgar- yfirvöld í Baltimore um nýjan leikvang og æfingasvæði og var búinn að fá vil- yrði um að það stæði til boða í Indiana- polis. Yfirvöld í Baltimore voru búin að boða atkvæðagreiðslu um þvingaða yfirtöku á félaginu þann 29. mars til að koma í veg fyrir áform Irsay en þegar niðurstöður atkvæðagreiðslunnar komu í ljós var ekkert eftir til að bjarga. Búið var að ferma allt sem tengdist félaginu í flutningabíla sem keyrðu mismunandi leiðir yfir til Indianpolis til að komast hjá því að lögreglunni í Balti- more tækist að tefja þá. með því tókst Irsay ætlunarverk sitt og hefur Colts keppt undir merkjum Indianapolis frá 1984. Tveimur árum síðar tókst málsaðilum að ná sáttum og árið 1995 var samþykkt að þáver- andi Cleveland Browns myndi flytjast til Baltimore og taka upp nafnið Balti- more ravens sem er enn til í dag. n Flúði með íþróttafélag í skjóli nætur 1613 Pocahontas, dóttir Powhatans höfðingja, er tekin höndum og færð til Jamestown. 1875 Öskjugosið hefst. sautján jarðir á Jökuldal fara í eyði vegna þess. 1945 skeiðsfossvirkjun í skagafirði er gangsett. 1947 Heklugos hefst, hið fyrsta í rúma öld. Gosmökkur- inn nær 30 kílómetra hæð og aska berst meðal annars til Englands og Finnlands. Gosið stendur í ár. 1961 sett eru lög um launajöfnuð kvenna og karla á Ís- landi. Þau eiga að koma til framkvæmda að fullu fyrir 1. janúar 1967. 1974 Kínverskir bændur uppgötva leirherinn. 1981 Lundúnamaraþonið er sett í fyrsta sinn. 2004 Búlgaría, Eistland, Lettland, Litáen, rúmenía, sló- vakía og slóvenía gerast öll aðilar að NaTO. 2010 rúmlega fjörutíu láta lífið í tveimur hryðjuverka- árásum í neðanjarðarlestarkerfi moskvu. 2012 Varnarmálaráðherra svíþjóðar, sten Tolgfors, segir af sér vegna sádíhneykslisins. 2013 stjórn Norður-Kóreu lýsir yfir stríðsástandi gagn- vart suður-Kóreu. 2014 Fyrsta hjónavígsla samkynhneigðra í Englandi. 2017 Bretland virkjar fimmtugustu grein Lissabonsátt- málans og hefur þar með formlega útgönguferli úr Evrópusambandinu. Þjóðminjasafnið heldur áhuga- vert málþing um menningaferða- mennsku í dag þar sem áhersla er lögð á hvernig hægt er, með ábyrgri og sjálfbærri ferðamanna- þróun, að vernda menningarf og hlúa að þolmörkum samfélaga. kristinnpall@frettabladid.is „ICOMOS samtökin hafa gefið út nýjan sáttmála um menningarferðamennsku sem snýr að menningararfi og ferða- mennsku og okkur þykir brýnt að kynna hann. Við gerum ráð fyrir að kynna hann og efna til umræðu um verndun menningarminja og menningararfs,“ segir Guðný Gerður Gunnarsdóttir for- maður Íslandsdeildar ICOMOS, en hún er meðal þeirra sem koma fram á mál- þingi í Þjóðminjasafni Íslands í dag sem snýr að menningarferðamennsku. ICOMOS eru alþjóðleg frjáls félaga- samtök sem vinna að verndun og við- haldi menningarminja og umhverfis þeirra og eru samtökin hluti af Menn- ingarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna (e.UNESCO) og heimsminjanefnd UNESCO til ráðgjafar um verndun menningarminja. Titill sáttmálans sem fjallað er um á morgun er að styrkja verndun menningararfs og þol sam- félaga með ábyrgri og sjálfbærri stjórn- un ferðamála. Gríðarleg aukning hefur átt sér stað í fjölda þeirra ferðamanna sem koma til landsins síðastliðið ár og er von á að það eigi eftir að aukast á næstu árum. Því er mikilvægt að huga að ýmsum innviðum þegar kemur að helstu menningarkenni- leitum Íslands. „Það eru nokkur meginatriði sem við erum að huga að. Að það þurfi að stuðla að sjálfbærri nýtingu, þannig að menn- ingarferðamennska stuðli að verndun menningararfs. Það þarf að vera kjarn- inn í stefnumótun menningarferða- mennsku, að vernda menningarminj- arnar,“ segir Guðný og heldur áfram: „Það er verið að höfða til þess að ábyrgðin á því að menningarminjar skemmist ekki liggur meðal annars í höndum stjórnvalda og ferðaþjónust- unnar, en líka hjá almenningi og gestum. Það þarf að vera skilningur á því.“ Eins og fjallað var um í Fréttablaðinu í gær eru Færeyingar undrandi yfir afstöðu Íslendinga að vilja sífellt fjölga ferðamönnum. „Það er líka fjallað um fjöldaferða- mennsku (e. over tourism) sem hefur aukist. Ferðamönnum hefur fjölgað úti um allan heim, og þessi ofgnótt ferða- manna gæti leitt til þess að menningar- minjar spillist. Það hefur verið rætt hvort nauðsynlegt sé að taka upp stýringu eða takmörkun á aðgengi í því samhengi,“ segir Guðný. „Það koma upp spurningar um þol- mörk á áfangastöðum ferðamanna og hvort að það þurfi að takmarka eitthvað aðgengi. “ n Menningarferðamennska í brennidepli á málþingi í dag Ferðamenn streyma að helstu menningarminjum okkar Íslendinga daglega og virðist ekkert lát á eftirspurninni. FréttaBlaðið/valli Það þarf að vera kjarninn í stefnumótun menning- arferðamennsku, að vernda menningarminj- arnar. Guðný Gerður Gunnarsdóttir, for- maður Íslandsdeilddar ICOmOs 12 tímamót FRÉTTABLAÐIÐ 29. MARs 2023 mIÐVIKUDaGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.