Fréttablaðið - 29.03.2023, Blaðsíða 16
Útgefandi: Torg ehf Veffang: frettabladid.isÁbyrgðarmaður: Jón Þórisson Sölumaður auglýsinga: Jóhann Waage, waage@frettabladid.is, s. 550 5656.
Guðlaugur var spurður að því
hvernig hann myndi helst flokka
og skilgreina sjálfbæran rekstur
fyrirtækja. „Sjálfbær rekstur er
í grunninn skilgreindur þann-
ig að fyrirtæki starfi á þann hátt
að reksturinn hafi jákvæð áhrif á
umhverfi og samfélag þess,“ svarar
hann og bætir við: „Nú til dags er
það svo að mörg fyrirtæki hafa
mælt þessi áhrif sín og hafa sett sér
markmið um ákveðnar aðgerðir til
að bæta enn stöðu sína í þessum
málum, enda er hér um stöðuga
vegferð að ræða í átt að sjálfbærari
rekstri.
Fyrirtæki sem setja sér sjálf-
bærnistefnu eða -viðmið áskilja sér
að beita agaðri nálgun á marg-
vísleg atriði, sem mörg koma að
umhverfismálum en einnig er
hugað að félagslegum þáttum
sem og stjórnarháttum. Í raun má
halda því fram að sjálfbærni sé í
eðli sínu mikilvægt áhættustýr-
ingartæki í rekstri fyrirtækja, þar
sem ljósinu er varpað á hver raun-
veruleg staða fyrirtækisins er hvað
varðar þessi atriði og möguleikar
til úrbóta eru kannaðir, sem getur
komið í veg fyrir að fyrirtæki skapi
sér óþarfa áhættu í þessum mikil-
vægu málaflokkum. Þá er vaxandi
þrýstingur á meðal fjárfesta að
fyrirtæki gefi upp hver staða þeirra
er varðandi sjálfbærni og þau hugi
markvisst að þessum málum,“
útskýrir hann.
Aukin umhverfisvitund
Guðlaugur segir enn fremur að
við Íslendingar þekkjum það af
biturri reynslu að við verðum að
hafa sjálfbærni að leiðarljósi. „Þar
er ég t.d. að vísa í sjávarútveg fyrir
áratugum síðan. Þekking íslenskra
fyrirtækja á sjálfbærum rekstri
hefur aukist mikið undanfarin ár
og með aukinni kröfu markaða
og löggjafa má telja víst að æ fleiri
fyrirtæki setji sér markvissa stefnu
í þessum málum.“
Íslensk fyrirtæki hafa í auknum
mæli hugað að sjálfbærni og
umhverfisvitund. Guðlaugur segir
það ljóst að ekki sé mögulegt að
leysa stærstu umhverfisáskor-
anir samtímans, sem eru loftslags-
breytingar, hnignun líffræðilegrar
fjölbreytni og ofnýting auðlinda
jarðar, án þess að takast á við
ofneyslu og sóun auðlinda. „Nauð-
synlegt er að breyta hegðun okkar
og neyslumynstri með hugmynda-
fræði hringrásarhagkerfis að
leiðarljósi. Þar hafa framleiðendur
jafnframt mjög mikilvægu hlut-
verki að gegna og oft er talað um að
allt að 80% af umhverfisáhrifum
vöru séu ákveðin á hönnunarstigi
hennar,“ segir hann.
Viðhorf og vitund aðalatriðið
Ísland, líkt og önnur Vesturlönd,
er neyslusamfélag. Guðlaugur var
spurður hverjar helstu áskoranir
væru til að draga úr neyslunni.
„Virkt hringrásarhagkerfi er einn
lykilþátta til að okkur takist að
draga úr úrgangi. Við getum byrjað
á auðveldum verkefnum eins og
að nýta betur orku og matvæli,
venja okkur af því sem er óþarfi,
f lokka allan úrgang og hætta
notkun á einnota hlutum. Til að
leysa flóknari verkefni þarf að
virkja hugvitið, beita nýsköpun
og nýta tæknina, en viðhorf okkar
og vitund er kannski aðalatriðið,“
svarar hann.
Guðlaugur segir að meðvitund
um umhverfismál hafi stóraukist á
undanförnum árum og það sé afar
jákvætt. „Því fylgja athafnir í þágu
náttúru og umhverfis, til dæmis
sjálfbær nýting endurnýjanlegrar
orku, aukin flokkun úrgangs,
aukin endurnýting, vernd nátt-
úruperla o.s.frv. Við getum alltaf
gert betur og eigum alltaf að setja
markið á að bæta okkur,“ segir
Guðlaugur og bendir á að Ísland sé
framarlega í nýtingu endurnýjan-
legra orkugjafa. „Þrátt fyrir það
Við eigum að
nýta okkur
möguleika
hringrásarhag-
kerfisins mun
betur og ég hef
skipað sér-
stakan hóp sem
hefur það hlut-
verk að stuðla
að því, segir
Guðlaugur Þór
meðal annars í
viðtalinu.
FRÉTTABLAÐIÐ/
ERNIR
Elín
Albertsdóttir
elin
@frettabladid.is
er samfélagið enn að miklu leyti
háð jarðefnaeldsneyti, sérstaklega
þegar kemur að vegasamgöngum.
Hið sama gildir um suma af okkar
stærstu atvinnuvegum, svo sem
sjávarútveg og ferðaþjónustu. Auk
þess má rekja stóran hluta losunar
gróðurhúsalofttegunda á Íslandi
til stóriðju og til landnotkunar.
Seinustu vikur og mánuði hef
ég upplifað frumkvæði leiðtoga í
íslensku atvinnulífi varðandi lofts-
lagsmál, kolefnishlutleysi og þau
tækifæri sem leynast í þeim stóru
áskorunum sem fylgja vegferðinni
inn í jarðefnaeldsneytislaust
samfélag. Við höfum unnið með
atvinnulífinu að gerð Loftslags-
vegvísa atvinnulífsins og ég bind
vonir við að niðurstaða þess verk-
efnis gefi okkur tæki og tól til að ná
betri árangri, saman. Enda náum
við ekki árangri nema atvinnulífið
vinni með okkur. Allir þurfa að
leggja sitt af mörkum. Það er eina
leiðin til að ná árangri.“
Gríðarleg tækifæri
Þegar Guðlaugur eru spurður hvort
sjálfbærni gæti ekki skapað tæki-
færi fyrir fyrirtæki þegar horft er
til framtíðar, svarar hann: „Allar
rannsóknir sýna að það eru fyrst
og fremst tækifæri til vaxtar og
aukinnar samkeppnishæfni sem
fylgja sjálfbærni í rekstri. Nýleg
athugun leiddi í ljós að hagkerfið á
Íslandi er einungis um 8,5% hring-
rænt. Það er svipað hlutfall og í
heiminum öllum en Evrópa í heild
stendur örlítið framar. Þetta þýðir
að um og yfir 90% af hagkerfinu er
hefðbundið línulegt hagkerfi.
Í þessari stöðu sé ég gríðarleg
tækifæri fyrir íslensk fyrirtæki
til að vera í fararbroddi við inn-
leiðingu hringrásarhagkerfis og
loftslagsvænna lausna, að nýta
hugvit og skapa þannig aukin verð-
mæti og ný störf, auk þess að bæta
ímynd sína. Orkufyrirtækin leggja
áherslu á umhverfisvitund og sjálf-
bærni eins og sjá má á stefnumót-
un þeirra. Þau starfa eftir loftslags-,
umhverfis- og auðlindastefnum
þar sem unnið er eftir hugmynda-
fræði sjálfbærrar þróunar,“ segir
Guðlaugur.
Viljum vera fyrirmynd
Það var ekki úr vegi að spyrja
umhverfisráðherra hvort jafn-
rétti sé hluti af sjálfbærni. „Kjarni
sjálfbærni er að allir jarðarbúar
geti mætt sínum þörfum án þess
að ganga svo nærri auðlindum
lífríkisins að komandi kynslóðir
geti ekki mætt þörfum sínum. Um
helmingur mannkyns eru konur
en auk þess er mikilvægt að horfa
til ólíkra hópa innan samfélagsins.
Í samhengi sjálfbærni er því aug-
ljóst að jafnrétti er grundvallar-
atriði og ekki síst þegar kemur að
því að nýta styrkleika og hugvit
fólks af öllum kynjum, aldri, stöðu,
uppruna og efnahag,“ segir Guð-
laugur og bendir á að öll fyrirtæki
þurfi að setja sér markmið um
sjálfbærni. „Það er ekki framtíðin,
það er nútíðin.“
Sameinuðu þjóðirnar hafa sett
markmið um að sjálfbærni og
skilvirkri nýtingu náttúruauðlinda
verði náð árið 2030. Guðlaugur
segir að við eigum nokkuð í land
með að ná þeim markmiðum en
bendir á að við stöndum okkur vel
á ýmsum sviðum eins og varðandi
nýtingu auðlinda hafsins. „Við
eigum að nýta okkur möguleika
hringrásarhagkerfisins mun betur
og ég hef skipað sérstakan hóp
sem hefur það hlutverk að stuðla
að því,“ segir hann og nefnir sem
dæmi að það sé stefna ríkisins að
vera til fyrirmyndar í loftslags-
málum og sjálfbærni.
Loftslagsmiðað samfélag
„Samkvæmt gildandi lögum eiga
Stjórnarráðið, stofnanir ríkisins og
fyrirtæki í meirihlutaeigu ríkisins,
ásamt sveitarfélögum, að setja sér
loftslagsstefnu. Árið 2019 var Lofts-
lagsstefna Stjórnarráðsins sam-
þykkt af ríkisstjórn og felur hún
m.a. í sér að öll ráðuneyti og allar
ríkisstofnanir taki þátt í svokölluð-
um Grænum skrefum í ríkisrekstri
og uppfylli öll fimm skrefin sem
verkefnið býður upp á. Verkefnið
snýr að því að auka sjálfbærni og
efla umhverfisstarf. Í dag taka 174
ráðuneyti og ríkisstofnanir þátt í
verkefninu, á 548 starfsstöðvum
sínum vítt og breitt um landið,“
segir hann.
Loks er Guðlaugur spurður um
hans sýn á framtíðina þegar horft
sé til aukinnar vitundar um sjálf-
bærni og loftslagsvá. „Ég trúi því að
á Íslandi sé mikill skilningur á því
að nauðsynlegt sé að ákvarðanir
byggi á gildum sjálfbærni og að
við ætlum að takast á við loftslags-
vána af fullum krafti. Mikilvægt er
að hafa í huga að þær aðgerðir og
umbreytingar sem nauðsynlegar
eru til að sporna við loftslagsbreyt-
ingum munu hafa áhrif á sam-
félagið. Huga þarf að breytingum
á störfum sem aðgerðir geta haft
áhrif á og hvaða hópa samfélagsins
getur þurft að koma sérstaklega til
móts við vegna slíkra breytinga.
Við þurfum að byggja upp sam-
félag og atvinnulíf sem er loftslags-
miðað en líka loftslagsþolið. Það er
ærið verkefni að hafa yfirsýn yfir
það hvernig áhrif loftslagsbreytinga
á Íslandi kalla á viðbúnað og endur-
skipulag kerfa svo við getum varist
neikvæðum áhrifum og nýtt okkur
þau jákvæðu. Ísland er líka hluti
af heiminum og þeirri heildrænu,
alþjóðlegu áhættu sem loftslagsvá-
in felur í sér. Ýmsar afleiðingar eins
og hamfaraatburðir og uppskeru-
brestur úti í hinum stóra heimi geta
haft keðjuverkandi áhrif á hagsæld
á Íslandi, sérstaklega ef við erum
ekki meðvituð um hvar við búum
að viðkvæmum birgðakeðjum.“ n
Ég trúi því að á
Íslandi sé mikill
skilningur á því að
nauðsynlegt sé að
ákvarðanir byggi á
gildum sjálfbærni og að
við ætlum að takast á við
loftslagsvána af fullum
krafti.
Guðlaugur Þór
2 kynningarblað 29. mars 2023 MIÐVIKUDAGURSjálfbærni í rekStri