Fréttablaðið - 29.03.2023, Blaðsíða 51
Laus störf í Grunnskóla
Seltjarnarness
seltjarnarnes.iswww.seltjarnarnes.is
Yngsta- og miðstig
• Umsjónarkennari
• Kennari í hönnun og nýsköpun/smíði
(tímabundið í 1 ár)
• Heimilisfræði
Menntunar- og hæfniskröfur
• Leyfi til að nota starfsheitið grunnskólakennari
• Menntun og hæfni til kennslu á yngsta og miðstigi
• Kennslureynsla í grunnskóla æskileg
Vakin er athygli á að störfin henta öllum kynjum.
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands
íslenskra sveitarfélaga við Kennarasamband Íslands.
Upplýsingar um starfið veitir Kristjana Hrafnsdóttir
skólastjóri kristjana.hrafnsdottir@seltjarnarnes.is
í síma 5959200.
Umsókn ásamt fylgiskjölum skal skilað á
ráðningarvef Seltjarnarnesbæjar undir
seltjarnarnes.is - Störf í boði
Umsóknarfrestur er til og með 11. apríl 2023.
Ráðið verður í stöðuna frá og með 1. ágúst 2023.
Auglýsing um skipulagsmál
í Sveitarfélaginu Árborg
Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. og 43. gr. skipulagslaga nr.
123/2010 eru auglýstar eftirfarandi deiliskipulagstillögur:
1. Bæjarstjórn Árborgar samþykkti á fundi sínum 22. mars
2023, tillögu að deiliskipulagsbreytingu að Fargurgerði –
Grænuvellir. Tillagan afmarkast af götunum Fagurgerði,
Árvegi, Hörðuvöllum og Grænuvöllum, auk syðsta hluta
afmörkunar deiliskipulags sem nær einnig til miðsvæðis
Austurvegar. Breytingin felur í sér að lóðinni Fagurgerði 5,
er skipt upp í tvær lóðir. Byggingarheimildir á deiliskipu-
lagssvæðinu eru yfirfarnar og breytt að hluta til. Gerð er
breyting á greinargerð og uppdrætti. Gildandi deili-
skipulag fyrir Grænuvelli og nágrenni var staðfest með
auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda í apríl 2020. Breytt
deiliskipulag er í samræmi við Aðalskipulag Árborgar
2020-2036, en þar er svæðið skilgreint sem íbúðarbyggð
ÍB18 og miðsvæði M4. Skipulagssvæðið er um 3,2ha að
stærð. Byggt hefur verið á flestum lóðum á því svæði
sem deiliskipulag Grænuvalla nær yfir. Íbúðir eru á 1 eða
2 hæðum og hús á miðsvæði á 1-3 hæðum. Íbúðir eru að
hluta til á efri hæðum bygginga á miðsvæði.
2. Bæjarstjórn Árborgar samþykkti á fundi sínum 22. mars
2023, tillögu að deiliskipulagi fyrir landspilduna Lækjar-
garður L166200, sem er tæpir 4 ha að stærð. Tillagan
gerir ráð fyrir að heimilt verði að byggja á spildunni
íbúðarhús allt að 350m2 að stærð og getur verið 1-2
hæðir, tvö gesthús allt að 80m2 að stærð, hvort, auk
skemmu allt að 400m2 að stærð. Landspildan er í gildandi
aðalskipulagi Árborgar 2020-2036 skilgreint sem land-
búnaðarland, í flokki L2. Aðkoma er af Votmúlavegi og
aðkomuvegi að Lækjargarði.
Ofangreindar skipulagstillögur liggja frammi til kynningar á
skrifstofu skipulagsfulltrúa að Austurvegi 67, Selfossi.
Að auki er hægt að nálgast tillögurnar á heimasíðu
Sveitarfélagsins Árborgar á vefslóðinni www.arborg.is
Tillögurnar eru auglýstar með athugasemdafresti frá
29. mars til og með 10. maí 2023.
Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er
gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar, og
er frestur til að skila inn athugasemdum til og með 10. maí
2023.
Athugasemdum og ábendingum skal skila skriflega á skrif-
stofu skipulagsfulltrúa að Austurvegi 67, 800 Selfossi, eða
netfangið skipulag@arborg.is
Í samræmi við 52. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er ákvörðun
stjórnvalds kæranleg til úrskurðarnefndar umhverfis- og
auðlindamála. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu
auglýsingar um gildistöku skipulags í B-deild Stjórnar-
tíðinda.
Virðingarfyllst,
Rúnar Guðmundsson
skipulagsfulltrúi
Intellecta ehf. Síðumúla 5 108 Reykjavík 511 1225 intellecta.is
Intellecta er sjálfstætt þekkingarfyrirtæki stofnað árið 2000. Við vinnum með stjórnendum
við að auka árangur, bæta rekstur og efla stjórnun. Ráðgjafar Intellecta hafa sterkan faglegan
bakgrunn og víðtæka alþjóðlega reynslu. Þennan grunn notum við í samvinnu við viðskiptavini
til að móta hugmyndir sem skipta máli og í innleiðingu lausna sem skila árangri.
RÁÐNINGAR Starfsmenn eru lykill
að árangri allra fyrirtækja.
Erum við
að leita að þér?
Fréttablaðið atvinna 1929. mars 2023
MiÐviKUDaGUR