Fréttablaðið - 29.03.2023, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 29.03.2023, Blaðsíða 29
 Þetta er langtíma- verkefni en við bútum fílinn í bita og tökum skrefin eftir því sem mark- aðnum og tækni- þróuninni fleygir fram. Umfang 3 vísar í óbeina losun Skeljungs, en umfang 1 og 2 snertir losun félagsins sjálfs. „Við höfum ekki bein áhrif á umfang 3 en getum aðstoðað fyrir- tæki sem kaupa af okkur vörur við að átta sig á kolefnisspori varanna því við vitum það og teljum það fram í virðiskeðjunni okkar. Slíkt er alveg nýtt og enginn annar á olíu- markaðnum gerir það í dag, svo við vitum til. Við mátum alla virðis- keðju okkar og þar er óbein losun stór þáttur, en við setjum hana nú fram og segjum við okkar við- skiptavini að við ætlum að hjálpa þeim að átta sig á umfangi losunar hjá sér líka. Við höldum svo áfram að þróa vöruframboðið þannig að við sjáum markvissan árangur í óbeinni losun 3 og viðskiptavinir sjá betur losunina hjá sér, og hvort þeir dragi úr henni með því að velja nýja valkosti sem eru jafnvel enn betri. Þetta er vegferð sem mun taka tíma, en einhvers staðar þarf að byrja,“ segir Jóhanna. Raunhæfur, stöndugur grunnur Á næstunni munu viðskiptavinir Skeljungs geta séð kolefnisspor þess eldsneytis sem þeir hafa keypt í gegnum félagið á þjónustusíðum Skeljungs. „Með þeirri þjónustu leggur Skeljungur sig fram um að hjálpa viðskiptavinum að kortleggja losun sína og ná betur utan um eigin virðiskeðju. Við viljum vera traustur félagi í orkuskiptum íslensks atvinnulífs og teljum mik- ilvægt að vinna í því að ná utan um alla virðiskeðjuna, enda standa nú fyrir dyrum heilmiklar breytingar á því regluverki sem gilda mun um sjálfbærniupplýsingagjöf fyrir- tækja í kjölfar innleiðingar nýrrar Evróputilskipunar um upplýsinga- gjöf í sjálfbærnimálum, Corporate Sustainability Reporting Directive (CSRD),“ greinir Jóhanna frá. CSRD-tilskipuninni fylgja ítar- legir nýir staðlar sem fyrirtækjum ber að fylgja við skýrslugerð um sjálfbærnimál. „Sjálfbærniskýrslan er hugsuð sem grunnur til að byggja áfram- haldandi vegferð í sjálfbærni- málum á. Það er mikilvægt að rýna í það sem vel er gert, koma auga á það sem betur má fara og setja okkur það markmið að gera enn betur. Það er ætlun okkar hjá Skeljungi að gera sífellt betur í sjálfbærnimálum,“ segir Jóhanna. Sjálfbærniskýrslan er sú fyrsta í sögu nýja Skeljungs og segir Jóhanna félagið því ekki hafa samanburðarár. „En þegar við horfðum á hana heilt yfir fannst okkur sú vinna og grunnur vera raunhæfur og stöndugur. Markmiðasetningin er metnaðarfull og við sjáum strax að við erum komin af stað með verk- efni sem geta og ættu að skila tals- verðum árangri fyrir atvinnulífið og okkur í framtíðinni. Við erum jákvæð og bjartsýn, og skýrslan er góður grunnur að okkar mati,“ segir Jóhanna. Hún er spennt að heyra viðbrögð viðskiptavina Skeljungs við sjálf- bærniskýrslunni. „Við fáum mikið af fyrir- spurnum um hvað við séum að gera í sjálf bærnimálum og þá er gott að vera með skýrsluna sem dregur fram og sýnir skýrt stefnu okkar í þessum málaflokki. Þetta er enda stórt, f lókið og viðamikið mál og gott að ná því saman í góða skýrslu sem sýnir allt svart á hvítu. Við viljum sýnileika og gegnsæi í því sem við erum að gera, til að auka skilning á því sem við vinnum að og kannski eru þar samstarfsf letir. Við þurfum að virkja nýsköpunarmenninguna og við erum opin fyrir alls konar hugmyndum um samstarf og áhugaverð verkefni sem fleyta okkur í átt að aukinni sjálf bærni. Þess vegna er samtal um sjálf- bærnimálin í atvinnulífinu svo mikilvægt akkúrat núna.“ Breytingar eru góðar Til að tryggja að unnið sé mark- visst eftir sjálfbærnistefnu Skeljungs hefur verið sett saman sjálfbærniteymi sem hefur það hlutverk að koma með tillögur að markmiðum sem styðja við áhersluþætti í stefnu um sjálf- bærni. Teymið er skipað starfs- fólki af öllum sviðum félagsins og hópinn leiðir Ingunn Þóra Jóhannesdóttir, sjálfbærni-, öryggis og gæðastjóri félagsins. „Hlutverk sjálfbærniteymisins er að vinna að aðgerðaáætlun þar sem markmið og aðgerðabinding er skilgreind í málaflokkum sem stefnan nær til. Teymið ber þannig ábyrgð á að innleiða stefnuna, kynna samþykkta aðgerðaáætlun, niðurstöður mælinga og fram- tíðarsýn fyrir starfsfólk félagsins og þannig tryggja að allir séu meðvitaðir um stefnu Skeljungs í sjálfbærni,“ útskýrir Jóhanna. Hjá félaginu starfa í dag tæplega sextíu manns. „Skeljungur mun takast á við allar þessar breytingar með gildin okkar að leiðarljósi: jákvæðni, metnað og að vera tilbúin í breytingar. Gildin eru mikilvægur þáttur í að byggja upp menn- ingu sem styður við hagkvæman rekstur, og ekki síst þær nauðsyn- legu breytingar sem þarf að vinna í átt að sjálfbærni, til hagsbóta fyrir umhverfið og samfélagið allt. Starfsfólkið tekur mjög vel í að vinna með þessu hugarfari og ég finn fyrir miklum áhuga og metnaði niður í allar deildir Skelj- ungs þegar kemur að því að vinna í aukinni sjálfbærni. Breytingar eru heldur ekki slæmar. Þær eru góðar,“ segir Jóhanna hjá Skeljungi sem skaffar atvinnugreinum mikið magn jarðefnaeldsneytis. „Við þurfum að þróast og við ætlum okkur að þróast. Við þurfum að vera á tánum og byrja strax á því að koma með lausnir, fylgja þróuninni eftir og aðstoða við hana þar sem við getum. Þetta eru stórar áskoranir.“ Mörg græn teikn á lofti Jóhanna Helga tók við starfi framkvæmdastjóra sjálfbærni og stafrænnar þróunar hjá Skeljungi í lok fyrrasumars. „Sjálfbærni í rekstri er okkur mikils virði. Við finnum fyrir miklum áhuga samstarfsaðila okkar og viðskiptavina og það er mikill hugur í atvinnulífinu. Við viljum vera drifkraftur og fyrir- mynd á þessu sviði. Við reynum auðvitað að gera okkar besta og einblína á það sem við getum gert betur, frekar en að bera okkur saman við aðra. Það er okkur kappsmál að gera vel og ég vona að aðrir á sambærilegum markaði vinni heils hugar í málaflokknum, því allir vinna og græða á því.“ Til framtíðar litið sér Jóhanna fyrir sér að vinna af festu í sjálf- bærnimálum félagsins. „Þetta er langtímaverkefni en við bútum fílinn í bita og tökum skrefin eftir því sem markaðnum og tækniþróuninni fleygir fram. Það er mikils virði að ná árangri fyrir samfélagið í þessum efnum. Atvinnugreinar á Íslandi eru mjög háðar jarðefnaeldsneyti og til að ná fram alvöru framförum og draga úr losun þurfum við að taka til hendinni. Í umræðunni er mikill fókus á orkuskipti í samgöngum en við þurfum ekki síður að horfa á orkuskipti í atvinnulífinu og hvernig þau líta út.“ Flugaðilar eru stórir viðskipta- vinir Skeljungs og valda miklum útblæstri. „Í framtíðinni er verið að skoða sjálfbært flugvélaeldsneyti (SAF) fyrir flugvélar en það er ekki orðið nægilega hagkvæmt að flytja það inn og slíkt eldsneyti er enn af skornum skammti í heiminum. Við viljum taka þátt í þeim orku- skiptum um leið og tækifæri gefst, ekki spurning,“ segir Jóhanna og bætir við: „Það eru mörg teikn á lofti og alls konar orkugjafar sem eru mögu- lega að hefja innreið sína í stað jarðefnaeldsneytisins. Slíkt mun hins vegar taka tíma og gerist ekki á einni nóttu. Við þurfum að vinna markvisst í því til að svo geti orðið og Skeljungur er svo sannarlega að gera sig gildandi í þeirri vegferð.“ n Sjálfbærniteymi Skeljungs. Frá vinstri: Guðmundur Þór Jóhannesson, vöru-og sölu- stjóri. Linda Björk Hall- dórsdóttir, mannauðsstjóri, Ingunn Þóra Jóhannesdóttir, sjálfbærni-, öryggis- og gæðastjóri, Kristinn Gunnarsson, verkefnastjóri markaðsmála og stafrænna verkefna, Logi Hilmarsson, forstöðumaður dreifingar og Jóhanna Helga Viðarsdóttir, framkvæmda- stjóri sjálfbærni og stafrænnar þróunar. FRÉTTABLAÐIÐ/ ERNIR Á næstu miss- erum verður Skeljungur fyrstur íslenskra olíufyrirtækja til að hefja innflutning á lífdísilblandaðri skipadísilolíu. MYND/AÐSEND Horft er til þess að sjálfbært flugvélaeldsneyti (SAF) geti leikið stórt hlutverk í því að draga úr kolefnislosun í flugrekstri í framtíðinni. MYNDIR/AÐSENDAR kynningarblað 15MIÐVIKUDAGUR 29. mars 2023 Sjálfbærni í rekStri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.