Fréttablaðið - 29.03.2023, Blaðsíða 9

Fréttablaðið - 29.03.2023, Blaðsíða 9
Íslenskir sauðfjárbændur segjast ekki mótfallnir sam­ keppni sem væri á sam­ bærilegum forsendum, en segjast sjálfir glíma við miklar verðhækkanir. Formaður Neytendasamtakanna segir sameiginlegt markmið að framleiða og neyta matar. helgisteinar@frettabladid.is Gunnar Þórarinsson, sauðfjárbóndi á Þóroddsstöðum í Hrútafirði, telur að samvinna meðal sláturhúsa á Íslandi myndi hafa jákvæð áhrif fyrir sauðfjárbændur landinu. Hann segir bændur ekki mótfallna alþjóð­ legri samkeppni svo lengi sem sú samkeppni sé á sambærilegum for­ sendum. Greint var frá því í síðustu viku að verð á lambakjöti hefði hækkað um 20 prósent á einu ári, eða tvöfalt meira en nemur verðbólgu. For­ maður Neytendasamtakanna sagði að það væri engin tilviljun að í þeim geirum þar sem samkeppni væri engin ríkti minni fyrirstaða gegn því að ýta hækkunum út í verðlagið. „Þessi hækkun sem kom núna seinast var út af hækkun á afurða­ verði sem bændur fengu í haust. Hins vegar ef þú ferð aðeins aftur í tímann þá er lambakjöt búið að hækka miklu minna heldur en flestar aðrar vörur. Vísitala lamba­ kjöts er mun lægri heldur en vísitala neysluverðs,“ segir Gunnar. Hann vísar til hærri framleiðslu­ kostnaðar og hærri launa á Íslandi en segir jafnframt að huga þurfi að þeim hækkunum sem bændur glíma við. „Það hefur allt hækkað hjá bændum, bæði fóðrið, rúllu­ plastið og að sjálfsögðu olían. Svo tvöfaldaðist náttúrulega verðið á áburði í fyrra.“ Gunnar segir bændur ekki mót­ fallna samkeppni en bætir við að íslenskir matvælaframleiðendur búi við mun strangari kröfur þegar kemur að dýravelferð og hormóna­ notkun en annars staðar í heim­ inum. Ætti innflutt kjöt að standast sömu skilyrði og íslenskt kjöt hefðu bændur enga ástæðu til að vera ugg­ andi yfir samkeppni. „Þar væru líka til staðar heilmiklir hagræðingarmöguleikar fyrir sauð­ fjárbændur ef sláturhúsin fengju að vinna meira saman. Samkeppnis­ eftirlitið hefur hins vegar verið á móti því og telur að það myndi bara leiða til verðhækkana.“ Breki Karlsson, formaður Neyt­ endasamtakanna, er sammála því að bændur ríði ekki feitum hesti frá núverandi fyrirkomulagi. Hann segist skilja það að lambakjöt sé dýr vara en á sama tíma þurfi verðið að vera gegnsætt. „Neytendur vilja fá val um vörur sínar og þar sem við vitum að íslenskt lambakjöt er fyrsta flokks vara þá þurfa bændur ekki að óttast samkeppni. En þeir sem ekki hafa efni á því að kaupa sér dýrar kjöt­ vörur í hverri viku verða líka að fá tækifæri til að kaupa sér eitthvað annað sem er ódýrara,“ segir Breki. Hann segir að það ríki ákveðinn misskilningur þegar kemur að land­ búnaðarvernd á Íslandi og telur að alþjóðleg samkeppni sé íslenskum bændum til bóta. Einhæfni dregur úr hvata til nýsköpunar og bitnar það bæði á bændum og neytendum. „Þegar ég var lítill þá var bara ein tegund af tómötum en eftir að tolla­ múrarnir voru felldir hafa tómata­ bændur orðið blómlegustu bændur á Íslandi. Þeir notast líka við inn­ f lutt fræ og innf luttar býf lugur og vinna á fullu í ræktun og ferða­ mennsku.“ Breki segir að það sé eins og ein­ hver hafi hag af því að stilla neyt­ endum og bændum hverjum upp á móti öðrum og segist hann neita að taka þátt í því. „Það er sameiginlegt markmið að búa til mat og neyta matar en neytendur eiga að hafa rétt á að velja og til þess þurfa þeir að fá allar upplýsingar.“ n helgisteinar@frettabladid.is Flugfélagið British Airways neyðist til að aflýsa minnst 32 flugferðum á dag til og frá Heathrow­flugvelli yfir páskana í ljósi fyrirhugaðs verkfalls öryggisstarfsmanna flugvallarins. Rúmlega 1.400 f lugvallarstarfs­ menn munu leggja niður störf í tíu daga frá 31. mars til 9. apríl. Viðræður fóru fram í síðustu viku í von um að leysa launadeiluna en ekki tókst að afstýra verkfallinu. Heathrow hefur nú sagt British Airways að stöðva alla sölu nýrra flugmiða og að skera niður áætlaða þjónustu sína um fimm prósent. Flugvöllurinn hefur brugðist við með því að senda rúmlega þúsund aukastarfsmenn til vinnu yfir hátíð­ ina til að aðstoða farþega á leið í frí. Í tilkynningu frá Heathrow segir að öryggisleitin gæti tekið lengri tíma en vanalega. „Við munum ekki leyfa þessu ónauðsynlega verkfalli að hafa áhrif á langþráð frí ferðalanga,“ segir talsmaður Heathrow­f lug­ vallar. n Það er sameiginlegt markmið að búa til mat og neyta matar. Breki Karlsson, formaður Neyt- endsamtaka Kaup, sala og samruni fyrirtækja. • Verðmat • Ráðgjöf og undirbúningur fyrir sölumeðferðir • Milliganga um fjármögnun • Samningagerð kontakt@kontakt.is | 414 1200 |Ránargata 18, 101 Reykjavík www.kontakt.is Kaup, sala og samruni fyrirtækja Reykjanes við Ísafjarðardjúp Einstakt tækifæri í ferðaþjónustu. Á staðnum er rekið hótel í gömlu skólahúsi með 30 tveggja manna herbergi, 7 íbúðir og tjaldstæði með góðri aðstöðu. Á staðnum er sundlaug, heitir og kaldir pottar og gufuböð. Nánari upplýsingar veitir Brynhildur Bergþórsdóttir brynhildur@kontakt.is British Airways hefur stöðvað sölu á flugmiðum. f réttablaðið/getty British Airways aflýsir hundruðum ferða yfir páskana helgisteinar@frettabladid.is Baldur Ólafsson, markaðsstjóri Bón­ uss, greinir frá því að Bónusgrísinn frægi muni nú bregða sér í nýtt hlut­ verk sem safngripur á páskaeggjum verslunarinnar. Hann segir að hægt verði að safna mismunandi grísum ár eftir ár líkt og gert var með strumpafígúrurnar fyrir nokkrum árum. „Grísinn verður í mismunandi útgáfum hvert ár og kemur hver grís í takmörkuðu upplagi. Við vissum fyrst ekki hversu vinsælt þetta yrði en nú kemur í ljós að þetta er sölu­ hæsta páskaeggið í Bónus.“ Baldur segir að verðlag gæti vissu­ lega spilað inn í söluna en stærsta Bónuseggið er rúmlega helmingi ódýrara en egg í svipaðri stærð frá samkeppnisaðilum. Hann telur samt sem áður marga laðast að grísnum sjálfum og vilja hann jafn­ vel enn frekar en súkkulaðið. „Hann er náttúrulega skemmti­ legur og líka ágætlega veglegur. Það er alveg óhætt að leika sér með hann án þess að hann skemmist. Grísinn er unninn úr plasti en hann er líka þungur og stendur á svona stalli sem fólk sér þegar búið er að taka súkku­ laðið frá,“ segir Baldur. Það ríkti þjóðarsorg þegar gamli Bónusgrísinn kvaddi Íslendinga en Baldur segir kostinn við nýja grísinn vera þann að auðveldara sé að leika sér með svipbrigði hans. „Bónusgrísinn er í hjörtum Íslendinga og þó svo að okkur þyki rosalega vænt um þann gamla þá var hann pínu úr sér genginn greyið. Nýi grísinn hentar betur í svona verkefni að því leytinu til að það er hægt að glæða hann miklu meira lífi sem gerir hann jafnvel að enn skemmtilegri persónu og verður hann einstakari fyrir vikið.“ n Bónusgrísinn bregður sér í hlutverk safngrips Baldur segir Bónuseggið vera það söluhæsta í ár. Fréttablaðið/erNir Fákeppni bitnar bæði á bændum og neytendum Bændur segja að íslensk lambakjötsframleiðsla þurfi að standast mjög háar kröfur. Fréttablaðið/SteFÁN Fréttablaðið mArkAðurinn 929. mars 2023 miðVikuDAGur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.