Fréttablaðið - 29.03.2023, Blaðsíða 41
Reginn leggur áherslu á
sjálfbærni í sínum rekstri
og leitar sífellt nýrra leiða
til að styrkja og styðja við
viðskiptavini sína á þeirra
sjálfbærnivegferð.
Á haustmánuðum hlaut Reginn
sérstök verðlaun fyrir árangur á
sviði samfélagsábyrgðar meðal
Framúrskarandi fyrirtækja 2022.
Viðurkenningin er veitt til að vekja
athygli á því að framúrskarandi
rekstur felur í sér að fyrirtæki hafi
jákvæð áhrif á umhverfið og sam-
félagið sem þau starfa í og hámarki
þannig fjárhagslegan árangur sinn.
„Það er sannarlega ánægjulegt
að fá verðlaun fyrir það að vera
framúrskarandi í sjálfbærnimálum.
Verðlaunin eru viðurkenning á því
sem við höfum þegar gert á sviði
sjálfbærni og þau hvetja okkur
áfram til góðra verka. Sjálfbærni
er okkur hjartans mál, hún vegur
sífellt meira í starfsemi Regins og
við höfum stækkað sjálfbærni-
teymið sem vinnur nú að enn
stærra sviði sjálfbærni,“ segir María
Rúnarsdóttir, rekstrarstjóri Regins.
Í umsögn dómnefndar kom fram
að margt sem Reginn er að gera á
sviði sjálfbærni sé eftirtektarvert
og hvetjandi fyrir aðra. Reginn sé
því sannarlega verðugur handhafi
þessara hvatningarverðlauna um
framúrskarandi sjálfbærni fyrir-
tækja.
„Það er hvetjandi fyrir okkur
að vera hvetjandi fyrir aðra og
alltaf þegar góðir hlutir gerast
eykst jákvætt viðhorf til félagsins.
Við finnum fyrir auknum áhuga á
því að vera í viðskiptum við félag
sem er þenkjandi á þennan hátt
og sömuleiðis athygli og hljóm-
grunni fyrir verkefnum sem við
höfum farið í á sviði sjálfbærni,“
segir María hjá Regin sem í dag á
hundrað fasteignir.
„Sjálfbærni í rekstri er í stöðugri
skoðun hjá Regin og við erum
hvergi hætt. Það er mikilvægt að
fyrirtæki eins og Reginn hafi sjálf-
bærni í forgrunni og við finnum
glöggt í okkar rekstri hversu miklu
skiptir að hafa yfirsýn yfir þessa
rekstrarþætti og hvernig sjálfbærni
spilar inn í mörg svið rekstursins.
Við finnum fyrir aukinni eftir-
spurn, óskum um upplýsingar og
vilja viðskiptavina til að vinna að
meiri sjálfbærni. Þar viljum við
styðja þétt við bakið á okkar við-
skiptavinum og deila með þeim
þekkingu sem við höfum aflað,“
segir María.
Grænir leigusamningar
Grænir leigusamningar eru ein
af þeim leiðum sem Reginn fer
til að styðja viðskiptavini sína til
sjálfbærari reksturs. Með grænum
leigusamningum setja viðskipta-
vinir sér mælanleg markmið, að
lágmarki í tengslum við minnkun
sorps, orkunotkun og aukið vægi
vistvænna samgangna.
„Það er eftirsóknarvert að gera
grænan leigusamning og mikil
hugarfarsbreyting sem hefur átt
sér stað hjá leigutökum. Grænn
leigusamningur felur í sér sam-
eiginlega markmiðasetningu og
átak leigusalans og leigutakans.
Leigutakar sækjast nú meira eftir
tölum um orkunotkun og öðrum
sjálfbærnitengdum upplýsingum,
og eru grænu leigusamningarnir
meðal annars svar Regins við því.
Samningunum er fyrst og fremst
ætlað að auka sjálfbærni í útleigð-
um rýmum fasteigna sem Reginn
sér ekki um daglegan rekstur í. Við
höfum metnað til að vera fram-
sækin í sjálfbærni í rekstri fyrir-
tækja og þessi samfélagslegi þáttur
er einkar ánægjulegur; að aðstoða
viðskiptavini á þeirra sjálfbærni-
vegferð, koma til móts við þá og
vera til taks,“ segir María.
Sjálfbærni er hjartans mál hjá Regin
María Rúnarsdóttir, rekstarstjóri Regins, við eina af fjölmörgum snjallsorpsstöðvum Regins, hér í verslunarmiðstöðinni Smáralind. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Reginn hlaut á liðnu hausti sérstök verðlaun fyrir að vera framúrskarandi fyrirtæki í sjálfbærnimálum. MYND/AÐSEND
Grænar samgöngur
Undanfarin ár hafa grænar sam-
göngur fengið aukið vægi hjá Regin,
með fjölgun rafbílastæða og hjóla-
og hlaupahjólastæða við fasteignir
félagsins.
„Þessi þróun er í takt við þróun
orkuskipta í landinu og sam-
ræmist að auki þeim kröfum sem
umhverfisvottanir gera til vottaðra
fasteigna,“ segir María. „Rafhleðslu-
stöðvar þjóna viðskiptavinum og
gestum félagsins, en ekki síður
nærliggjandi samfélögum, meðal
annars á nóttunni, og styðja þannig
við græna vegferð í nærumhverfi
eignasafnsins. Þannig er hægt að
hámarka notkun stöðvanna með
samnýtingu.“
Í lok árs 2022 voru rafbílastæði
við eignir félagsins orðin 67 talsins.
Mun þeim fjölga enn frekar á árinu
2023 og þjóna notendum á höfuð-
borgarsvæðinu og Akureyri.
„Á síðustu árum hefur Reginn
einnig aukið hlutfall rafmagns- og
tengiltvinnbíla í eigu félagsins og
er það núna rúmlega helmingur
bílanna. Við stefnum að því að allir
bílar Regins verði ýmist rafmagns-
eða tengiltvinnbílar í náinni fram-
tíð,“ segir María.
Snjallsorp
Reginn hefur á undanförnum
árum unnið að innleiðingu snjall-
sorps í sínum stærstu eignum og á
haustmánuðum 2022 var snjall-
sorp tekið í notkun í Smáralind.
„Snjallsorp er liður í að styðja við
viðskiptavini í þeirra sjálfbærni-
vegferð. Lausninni er ætlað að
hvetja viðskiptavini til aukinnar
sorpflokkunar sem að sama skapi
lækkar kostnað þeirra vegna
sorps,“ upplýsir María.
Upplýsingar um sorpmagn
og flokkun eru aðgengilegar á
þjónustusvæði viðskiptavina á vef
Regins.
„Með tilkomu snjallsorps geta
rekstraraðilar fylgst nákvæm-
lega með eigin sorplosun, bæði
magni og flokkunarhlutfalli. Þeir
geta nýtt sér það til að setja sér
mælanleg markmið, mæla árangur
og verða með því við óskum við-
skiptavina um betri upplýsingar
þar sem sífellt meiri kröfur eru
gerðar til fyrirtækja um upplýs-
ingagjöf í þessum efnum,“ segir
María.
Lausnin hefur þegar gefið góða
raun í Smáralind og á Hafnar-
torgi, nýlokið er við uppsetningu
í Katrínartúni 2 og er fyrirhuguð
uppsetning á vormánuðum í Egils-
höll.
„Það er áhugavert að sjá mögu-
leikana á að nota snjallsorp sem
stýringartól og hvata í rekstri fyrir-
tækja. Þau geta fengið sundurliðað
hverju þau henda á degi hverjum
eða mánuði, sem og sorpflokkinn
sem þau henda í, og sem dæmi
hægt að sjá hversu mikið er að
gera hjá veitingahúsi eftir því
hversu miklu er hent, eða hvort
sorpflokkun sé til dæmis verri
um helgar. Þannig er hægt að lesa
margt úr sorplosuninni, hægt að
nýta sér þann fróðleik í vinnu-
skipulagningu og markmiða-
setningu fyrirtækja, og vitaskuld
alltaf góð tilfinning að gera vel
þar,“ segir María.
Kolefnisspor Regins hefur
lækkað um 19 prósent
Reginn hefur á undanförnum árum
lagt aukna áherslu á sjálfbærni og
samfélagslega ábyrgð. Þannig hefur
kolefnisspor Regins lækkað um 19
prósent á fjögurra ára tímabili og
27 prósent af eignasafni félagsins
hefur nú hlotið umhverfisvottun-
ina BREEAM In-use.
„Við höfum unnið jafnt og þétt að
lækkun kolefnissporsins á síðustu
árum og erum nú að hefja vinnu við
enn ítarlegri greiningu á því ásamt
endurskoðun markmiða,“ greinir
María frá.
Hún hefur unnið hjá Regin í sex
ár og segir einstaklega uppörvandi
að skynja metnað og byr félagsins í
sjálfbærnimálum.
„Þetta er skemmtilegt starf og
reyndar svo skemmtilegt að ég
skráði mig í háskólanám í umhverf-
is- og auðlindafræði með áherslu
á sjálfbærni fyrirtækja. Á öllum
sviðum Regins ríkir mikill metnað-
ur fyrir sjálfbærni og það er mikils
virði að finna jákvætt viðmót og
einlægan stuðning fyrir nýjum hug-
myndum. Hér er keppikefli allra að
gera vel og óneitanlega gefandi að
vinna í slíku umhverfi. Við finnum
vel að það sem við gerum er að skila
sér og okkur finnst við gera gagn
fyrir bæði náttúruna og samfélagið.
Það er góð tilfinning og við erum
bara rétt að byrja.“ n
Reginn hf. er í Hagasmára 1 í
Kópavogi. Sími 512 8900. Netfang:
reginn@reginn.is. Allar nánari upp-
lýsingar um Regin eru á reginn.is
Það er eftirsóknar-
vert að gera grænan
leigusamning og mikil
hugarfarsbreyting sem
hefur átt sér stað hjá
leigutökum.
Við finnum vel að
það sem við gerum
er að skila sér og okkur
finnst við gera gagn fyrir
náttúruna og samfélagið.
Það er góð tilfinning.
kynningarblað 27MIÐVIKUDAGUR 29. mars 2023 SjálfbæRni í RekStRi