Fréttablaðið - 29.03.2023, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 29.03.2023, Blaðsíða 40
Coca-Cola á Íslandi leggur mikla áherslu á umhverfis- vænni framleiðsluaðferðir og umbúðir. Fyrirtækið er sífellt að vinna að því að draga úr kolefnisfótspori og hefur fjárfest í nýrri hátækni framleiðslulínu, sem nýverið var sett upp á Stuðlahálsi í Reykjavík, til að ná þeim markmiðum. Tinna Gunnlaugsdóttir, vöru- merkjastóri hjá Coca-Cola á Íslandi, segir að fyrirtækið kappkosti að gera umbúðir sínar eins umhverfis- vænar og mögulegt er. „Við vorum sem dæmi að kynna til leiks nýjar og léttari plastflöskur með áföstum tappa sem fylgir með alla leiðina í endurvinnsluna. Þetta er breyting fyrir viðskiptavini sem þurfa að venjast því að tappinn sé fastur á flöskunni. Við viljum vera leiðandi í umhverfismálum og þessi nýjung er hluti af því,“ segir hún. Tinna segir að árið 2019 hafi Coca-Cola á Íslandi sett á markað 100% endurunnar plastflöskur og var þannig eina fyrirtækið hér á landi, og á meðal fyrstu fyrirtækja í heiminum, til að framleiða plast- flöskur úr 100% endurunnu plasti. „Í þeirri nýjung hættum við að nota nýtt plast í flöskurnar og minnkaði kolefnisfótsporið vegna framleiðslu á plastflöskum hér á landi um 44%. Við viljum auka endurvinnslu eins mikið og mögulegt er, þannig verður til hringrás við fram leiðsl- una sem krefst ekki notkunar á nýju plasti. Það hefur verið mark- mið Coca-Cola undanfarin ár að minnka kolefnisfótspor sitt.“ Þegar Tinna er spurð hvort neyt- endur muni finna mikinn mun á nýju umbúðunum og þeim gömlu, svarar hún: „Já, fólk gæti fundið smá breytingu þar sem það er ekki vant áföstum töppum. Með nýjum áföstum töppum og léttari plastflöskum munum við draga úr plastnotkun um 15% til viðbótar við ávinninginn með 100% endur- unnu plastflöskunum og náum þannig að minnka kolefnisfótspor okkar um 52% frá árinu 2019 við framleiðslu á plastflöskum hér á landi,“ segir hún og bætir við að vel hafi gengið að framfylgja umhverf- isstefnunni og að þessi tvö verkefni séu risastór skref í áætlunum fyrir- tækisins um að verða kolefnishlut- laust fyrir árið 2040. Tinna bendir á að Coca-Cola á Íslandi sé fyrst á Íslandi til að framleiða flöskur með áföstum tappa en það hafi þegar verið gert í mörgum löndum í Evrópu eins og í Noregi, Svíþjóð og Spáni. „Þessir markaðir hafa upp- lifað smá kvartanir vegna nýju umbúðanna enda er þetta vissu- lega breyting. Við höfum verið að undirbúa neytendur hér á landi með því að upplýsa þá um breytinguna en þess má geta að hún er í samræmi við tilskipun frá Evrópusambandinu og reglugerð sem umhverfisráðuneytið er að vinna að sem mun taka gildi í júlí á næsta ári. Þó svo að flestar flöskur skili sér með tappanum á í endurvinnslu þá er alltaf hægt að gera betur eins og við þekkjum. Það er því hluti af mjög mikilvægri stefnu Coca-Cola að hafa sjálfbærni og samfélags- lega ábyrgð í forgangi.“ Tinna segir tíma hafa verið kominn á að uppfæra framleiðslu- línu fyrir plastflöskur hér á landi þar sem eldri búnaður hafi verið kominn til ára sinna. Ákveðið var að nýta tækifærið og breyta töpp- unum í leiðinni, talsvert áður en áætlað er að ný lög taki gildi. „Nýja framleiðslulínan mun gera okkur kleift að minnka sóun: spara vatn, plast og orku, auk þess sem við tryggjum betur gæði framleiðsl- unnar samkvæmt nútímastöðlum um matvælaöryggi. Coca-Cola á Íslandi er meira en 80 ára gamalt fyrirtæki og fólk er viðkvæmt fyrir breytingum þegar svona gamalt og rótgróið vöru- merki á hlut að máli. Við skiljum það mjög vel en vonumst til að neytendur meti ástæðuna, í þágu umhverfisins, og venjist þessari breytingu fljótt og vel. Við erum mjög stolt af þeim árangri sem við höfum náð í umhverfismálum og stefnum ótrauð áfram á að fyrirtækið nái kolefnishlutleysi fyrir árið 2040.“ n Léttara plast og áfastir tappar Tinna Gunnlaugsdóttir, vörumerkjastjóri hjá Coca-Cola á Íslandi, heldur hér um Fanta-flösku með nýja tappanum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Þetta er breyting fyrir viðskiptavini sem þurfa að venjast því að tappinn sé fastur á flöskunni. Við viljum vera leiðandi í umhverf- ismálum og þessi nýjung er hluti þess. Tinna Gunnlaugsdóttir Tapparnir okkar eru núna áfastir við flöskuna til að tryggja að tappinn fylgi með í endurvinnslu. SKANNAÐU HÉR TIL AÐ SJÁ HVERNIG ÞETTA VIRKAR Saman til góðs 26 kynningarblað 29. mars 2023 MIÐVIKUDAGURSjáLfbærni í rekStri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.