AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.08.1996, Blaðsíða 14

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.08.1996, Blaðsíða 14
Geysir liggur nú í dvala en varla leikur nokkur vafi á því að hann mun taka að gjósa á ný einn góðan veðurdag og bera hróður íslenskrar náttúru út fyrir landsteinana. náttúrufegurð sem á stærstan þátt í aukinni ferðamennsku hér á landi og við nýtum nú í vaxandi mæli þessa fimmtu auðlind þjóðarinnar. Það er hún sem er megin - aðdráttarafl íslands í augum erlendra ferðamanna. Hér er hins vegar um afar viðkvæma og vandmeðfarna auðlind að ræða. Gróður og margar jarðmyndanir þola takmarkað álag af umferð og fjölsóttir ferðamannastaðir láta fljótt á sjá. Við höfum skilið nauðsyn þess að vernda og nýta hinar hefðbundnu auðlindir landsins í sjávarútvegi og landbúnaði og á sama hátt ber okkur að líta á vernd þeirrar auðlindar sem felst í lítt snortinni náttúru landsins, auðlindarinnar sem íslensk ferðaþjónusta kemur til með að byggja á í auknum mæli í framtíðinni. FERÐAÞJÓNUSTA í VEXTI Á undanförnum árum hefur engin grein innan ferða- þjónustunnar í beiminum vaxið eins hratt og sú sem kennd hefur verið við græna ferðamennsku og bygg- ist á nýtingu lítt snortinnar náttúru, náttúruskoðun og náttúruupplifun. Sem dæmi um vöxt þessarar greinar ferðaþjónustunnar má nefna að talið er að á sl. 15 árum hafi ferðamennska um óbyggð víðerni vaxið um 20% á ári að meðaltali og í spá fyrir árið 1996 er áætlað að tekjur af ferðaþjónustu tengdri náttúruupp- lifun verði alls um 16 þús. milljarðar íslenskra króna í heiminum. Þannig bendir flest til þess að ferðamannastraum- urinn hingað til lands eigi eftir að vaxa verulega. Æ fleira fólk leggur land undir fót og íbúa þéttbýlla og iðnvæddra ríkja í nágrenni okkar fýsir ekki síst að heimsækja óbyggðir en slík landsvæði hafa fyrir löngu glatast á þeirra heimaslóðum. Nú er svo komið að talið er að aðeins fjögur Evrópulönd búi yfir óbyggðum vfðernum, eins og það hugtak er skil- greint: Noregur, Svíþjóð og Finnland, auk íslands. Öræfi íslands og ósnortin náttúrufegurð eru því sjald- gæf auðlind. Þó svo að þessi þróun sé á margan hátt ánægjuleg er augljóst að henni eru margvísleg takmörk sett. Vaxandi fjöldi ferðamanna sem sækjast eftir þessari tegund ferðaþjónustu veldur óhjákvæmilega auknu álagi á eftirsóttum ferðamannastöðum. Það er vel þekkt víða erlendis að fjölsóttir ferðamannastaðir hafa látið svo á sjá að þeir hafa misst aðdráttarafl. Við þessu þarf að bregðast í tfma. Viðhald náttúrlegs um- hverfis er og verður einn helsti hornsteinn framtíðar- þróunar ferðaþjónustu á íslandi. SJÁLFBÆR ÞRÓUN Hugtakið sjálfbær þróun hefur á síðustu 10 árum verið að ná fótfestu í samfélagi okkar, einkum eftir umhverfisráðstefnuna f Rio de Janeiro 1992, sem heildstæð stefna í samskiptum okkar við náttúrlegt umhverfi. Vaxandi tiihneigingar gætir til að líta á umhverfið sem hvern annan auð. Sé það ekki ávaxtað eða nýtt skynsamlega blasir við þjóðhagslegur skaði. Þannig er flestum nú að verða Ijóst að umhverfis- ástand og efnahagsþróun verða ekki aðskilin. Hag- vöxtur sem byggist á hnignun náttúrugæða án þess að fyrir þau sé bætt jafnóðum er dæmdur til að hrynja fyrr en síðar. Þetta ættum við íslendingar að skilja vel þar sem mikill hluti velferðar okkar er og hefur lengi verið kominn undir ástandi fiskistofna í hafinu umhverfis landið. Við höfum að líkindum gerst full- djarftæk við veiðar á ýmsum fiskistofnum sem skila okkur því minni afrakstri en ella. Þannig höfum við gengið á höfuðstól náttúrunnar en ekki látið okkur nægja að hirða vextina. Aukin þekking hefur hins vegar gert okkur kleift að hefja markvissa og vísinda- lega stjórn á fiskveiðum sem virðist vera að skila árangri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.