AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.08.1996, Blaðsíða 57

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.08.1996, Blaðsíða 57
Fermacell Ný kynslóð gifsplatna Við val á byggingarefnum innanhúss hafa byggingaraðilar farið að athuga auk almennra styrkleikasjónarmiða: .eituruppgufunbindiefna ■ hljóðdeyf- ingu ■ brunavörn ■ stöðugleika. Því hafa menn í auknum mæli farið að nota gifsplötur sem uppfylla velflest of- angreind atriði. Ætla mætti í Ijósi þessa að gifsplötur væru búnar að ryðja hefðbundnum spónaplötum til hliðar sem algengasta klæðn- ingarefni, en svo er ekki og liggja til þess ýmsar ástæður. Gifsplötur hafa verið aðeins dýrari en spónaplötur en hluta verðmunarins má rekja til þess að hærri tollar eru lagðir á gifsplötur. Þær hafa til þessa ekki haft jafnmikinn styrk og nokk- uð hefur þótt skorta á nægilega gott naglhald, t.d. til upp- hengingar á stórum myndum án þess að fest sé í stoð. Gifsplöturnar hafa verið vandmeðfarnar við uppsetningu og þolað illa raka. Framleiðendur hafa leitast við að bæta úr þessum ann- mörkum og er ein útgáfan Fermacell fibergifsplatan sem IDEX A/X Sunda- borg 7-9 hefur umboð fyrir. Gifsið er blandað með cellulósa (trjá- efnum) að 20 hundraðshlutum og harð-pressað án kemískra bindiefna. Þessi framleiðsla hefur verið kynnt sem ný kynslóð gifsplatna. Fibergifsið hefur mikla rúmþyngd (1200 kg/m3) og hef- ur af þeim sökum minni hljóðleiðni heldur en venjuleg gifsplata. Sem dæmi má nefna að hægt er að ná 54 dB hljóðdempun í vegg með einfaldri grind úr 100 mm blikkstoðum c/c 60 cm og einfaldri 12,5 mm fibergifsplötu- klæðningu. Með venjulegum gifs- plötum þarf tvöfalda plötuklæðningu til að ná sömu hljóðdempun. Bygging- aryfirvöld í Danmörku hafa viðurkennt ákveðna útfærslu milliveggja með einfaldri 12,5 mm fibergifsklæðningu og 75 mm steinullarein- angrun (a.m.k. 45 kg/m3) sem vegg með BS60 burðarþol.Tvöfalda klæð- ningu af hefðbundnum gifsplötum hefur þurft til að ná sömu brunamót- stöðu. Styrkleiki fibergifs- ins er mun meiri en hefð- bundinnagifsplatna. Fib- ergifsið hefur nánast sömu hörku og venju- legar spónaplötur og hefur gott nagla- hald. Framleiðandi gefur upp að myndakrókur festur með einum litlum nagla í 12,5 mm plötu hafi útdráttar- styrk u.þ.b. 140 N. Til samanburðar má nefnaað nagli, 3 mm í þvermál 15 mm í byggingartimbri hefur einkennandi útdráttarstyrk um 45 N. Ekki er nauð- synlegt að setja sérstakar styrkingar á úthorn sem mikið mæðir á eins og reyndin er með venjulegar gifsplötur. Fibergifsið heldur lögun sinni þó að plötur blotni en missir nokkurn styrk. Fyrri styrkur endurheimtist að fullu við þornun. Flefðbundnar rakaþolnar spónaplötur haga sér eins og venjulegar spóna- plötur þegar þær blotna. Eini munurinn er sá að bindiefnið í rakaþolnum plöt- um þolir rakann en plöturnar þrútna og fá ekki sömu lögun við þornun og missa af þeim sökum styrk. Fiber- gifsplöturnar frá Fermacell eru grunn- aðar með sérstöku efni I verksmiðju sem hefur þau áhrif að mála má beint á plöturnar án sérstakrar undirvinnu. t stuttu máli sagt er Fermacell fiber- gifsið, sterkt, þægilegt í vinnslu með mjög góða hljóð - og brunatæknilega eiginleika og er því álitlegur kostur við val á klæðningarefni innanhúss við flestar aðstæður. Tæknllegar upplýslngar Eining Mæling Frávik: Þykkt (veggjaplötur) mm 0.5 Pykkt (framleiöslupl.) mm 0.2 Breidd mm/m 2 Lengd mm/m 5 Rúmþyngd (meðal) kg/m3 1180 Ffaka innihald við afhendingu % ca. 0.8 Lengdarbreyting: við breytingu frá 45% til 95% loftraka mm/m 0.4 Pam-gildi 1.2 PH gildi 6.7 Hitaleiðni w/c 0.35 Styrkur og sveigjanleiki: Beygjuþol N/mm2 5-7 Þrýstiþol N/mm2 20 Togþol N/mm2 2 Þvertogþol N/mm2 3 E-módull N/mm2 3500 Naglahald' 10mm pl. i<g 12/22/32 Naglahald* 12,5 mm pi. kg 14/24/34 Naglahald' 15mm pl. kg 16/26/36 Skrúfuhald" 12,5 mm pl. kg 60 'Álagstilraun með myndhengi mð 1/2/3 nöglum "Heilsnittuð skrúfa án tappa. Samtengdur gagnabanki í tölvu og á Internetinu. ER ÞITT FYRIRTÆKI SKRÁÐ? Internet: http://www.itn.is/bygglina 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.