AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.08.1996, Blaðsíða 37
BORGARSKIPULAG REYKJAVÍKUR
Borgartún 3-105 Reykjavík - Sími: 563 2340 - Myndsendir: 562 3219
Hugmyndasamkeppni um skipulag á Grafarholti
Reykjavíkurborg efnir til hugmyndasamkeppni um skipulag íbúðar
byggðar á Grafarholti í samstarfi við Arkitektafélag Islands.
Rétt til þátttöku hafa allir íslenskir ríkisborgarar.
Veitt veröa verðlaun að fjárhæð kr. 3,25 millj. og til innkaupa 500 þús.
Gert er ráb fyrir því að höfundar tillagnanna, sem dómnefnd velur í 1.2. og 3. sæti, eigi þess kost aö
útfæra nánar afmarkaðan hluta samkeppnissvæðisins á þeim forsendum og hugmyndum, sem höfundur
verðlaunatillögunnar í 1. sæti byggir á.
Ennfremur getur Borgarskipulag/skipulagsnefnd faliö einstökum öðrum keppendum lokaútfærslu minni
afmarkaðra reita á samkeppnissvæðinu. Borgarskipulag hefur heildarumsjón með áframhaldandi
skipulagsvinnu í hverfinu öllu í samráði við höfunda þeirrar tillögu, sem hlýtur 1. verðlaun.
Keppnislýsing verður látin í té endurgjaldslaust á skrifstofu Arkitektafélags Islands á milli kl. 8:00 og 1 2:00
virka daga frá og með miðvikudegi 12. júní 1 996. Onnur gögn verða afhent á sama stað gegn skilatrygg-
ingu að upphæð kr. 5,000.-
Fyrirspurnartími þátttakenda hefur verið framlengdur til 2. septembec Svör viö
fyrirspurnum munu liggja fyrir 16. september. Skiladagur er föstudagur 15.
nóvember 1996.
AætlaS er að dómnefnd Ijúki störfum í desember 1996.
Leitaðu aðstoðar fagmanna
Áður en þú tekur ákvörðun um húsbyggingu eða íbúðarkaup, hvetjum við þig til að notfæra þér
þjónustu fasteignasala, hönnuða, fjármálafyrirtækja og annarra sem þekkingu hafa,
við að áætla greiðslubyrðina eins nákvæmlega og unnt er.
Láttu fagmenn aðstoða þig við að áætla greiðslubyrði vegna húsbyggingar eða íbúðarkaupa. Þannig eru góðar
likur á að þú komist hjá skakkaföllum.
BYRJAÐU Á RÉTTUM ENDA
cjjþ HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS