AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.08.1996, Blaðsíða 49

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.08.1996, Blaðsíða 49
ráðuneytisins um gistingu og veitingastaði auk þess sem tekið var mið af þeim kröfum sem gerðar eru til bændagistingar i öðrum Evrópulöndum og þær stað- færðar. Ferðaþjónustubændur sjálfir áttu mikinn þátt í vinnslu þessa máls og má segja að FFB sé frum- kvöðull í íslenskri ferðaþjónustu hvað flokkun og virkt gæðaeftirlit varðar. MARKAÐSMÁLIN Eins og áður hefur komið fram gaf það ekki góða raun að treysta einungis á óviðkomandi söluaðila sem höfðu eigin hagsmuni að leiðarljósi. Árið 1991 stofn- uðu bændur því sína eigin ferðaskrifstofu og hófu m.a. skipulagningu ferðhópa sem aka um landið og gista á ferðaþjónustubæjunum.Einnig hefur verið lögð mikil áhersla á að gera þjónustuna aðgengilega söluaðilum og viðskiptavinum og er flokkunin hluti af því. Uppbygging bæklings FFB er einnig gerð með upplýsingagildi í huga og er tilgangurinn sá að upplýsa væntanlega viðskiptavini sem best um þá þjónustu sem býðst á hverjum stað til að hjálpa hon- um að velja það sem hann leitar eftir, og í fjölbreyti- leika þjónustu ferðabænda geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi. Auk flokkunarinnar kemur fram hvort viðkomandi bær sé með hefðbundinn búskap og hvort gistingin sé heimagisting eða í einhverri tegund sérhúsanna sem bændur bjóða. Fólki kemur oft á óvart hversu mikla gistingu margir bæjanna bjóða, en samkvæmt bæklingi sem gefinn var út vorið 1996 er skipting bæjanna sem bjóða gist- ingu eftir stærðum svona: 6 rúm eða færri: 10 7-15 rúm: 43 16-25rúm: 31 25 rúm eða fleiri: 27 Af þessu sést að rúmlega helmingur bæjanna getur tekið á móti 16 gestum eða fleiri. FJÖLBREYTT AÐSTAÐA Fjölmargar tegundir gistingar eru nú í boði hjá Ferða- þjónustu bænda og segja má að fjölbreytileiki sé að- alsmerki þjónustunnar. Fyrst má telja hina hefðbund- nu heimagistinu á sveitaheimilinu þar sem gestur- inn býr í herbergi á heimili bændanna. Þessi herbergi eru oft hefðbundin svefnherbergi, lögð er áhersla á gæði rúmanna og að nauðsynlegur búnaður sé í her- berginu. Þannig herbergi tilheyra „flokki l“ samkvæmt flokkunarkerfi FFB. í mörgum herbergjum er auk hins hefðbundna búnaðar einnig handlaug og góður fataskápur og tilheyra slík herbergi „flokki ll“. Þau eru oft í svokölluðum „sérhúsum", þ.e. húsum sem annaðhvort hafa verið byggð upp sérstaklega með ferðaþjónustu í huga eða eru uppgerð eldri hús, oft- ast íbúðarhús, en æ oftar útihús sem breytt hefur verið í gistihús - undantekningarlaust með afar góð- um árangri! Herbergi í „flokki lll“ eru síðan með sér- baðherbergi. Fer þannig herbergjum mjög fjölgandi og segja margir sem bjóða allar tegundir gistingar þau vinsælust. Það gefur vísbendingu um það að þó ferðafólk hafi áhuga á að komast í snertingu við náttúrunaog njóta þeirrar persónulegu þjónustu sem býðstáferðaþjónustu-bæjunum, þáfari kröfurferða- mannsins vaxandi. Sumarhús eru einnig vinsæll valkostur sem Ferða- þjónusta bænda býður og svokölluð smáhýsi, sem eru minni einingar þar sem einnig er fyrir hendi öll aðstaða til að hugsa um sig sjálfur, njóta æ meiri vinsælda. Eldunaraðstaða er einnig oft í boði á ferðaþjónustubæjunum sem gerir fólki kleift að ferð- ast á hagkvæmari hátt en ella og er hún afar mikið notuð. Á flestum bæjunum er að auki í boði morgun- verður og oft einnig kvöldverður. Aukin áhersla er lögð á afþreyingu í boði bænda. í félagi ferðaþjónustubænda eru í dag auk hefðbund- inna gistibænda aðilar sem standa að bátsferðum, jöklaferðum, hjólaferðum og gönguferðum, auk hinna sívinsælu hestaferða og veiði. Víða er komin upp aðstaða fyrir námskeið, fundi og er aðaláherslan í markaðsmálum hjá Ferðaþjónustu bænda lögð á að reyna að lengja nýtingartímann. Sem dæmi um slíkt má nefna komu skólahópa erlendis frá til að læra„ á vettvangi" um t.d. jarðfræði og landafræði. Ferða þjónusta bænda hefur einnig lagt áherslu á menn- ingarferðaþjónustu, t.d. með samstarfi við evrópskar fræðistofnanir, og í auknum mæli beint sjónum sínum að svokallaðri „grænni ferðamennsku" . Gott dæmi um slíkt eru ferðir sem farnar hafa verið með erlenda bændahópa undanfarin ár í tengslum við sauðburð á vorin og göngur og réttir á haustin. 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.