AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.08.1996, Blaðsíða 76
Harry Bertoia, hægindastóll með háu baki og skemill, 1952
(Ijósm. Knoll)
Mario Bellini, „412 Cab.", 1977 (Ijósm.
Cassina)
lokaöar, „verndandi" einingar eru stólar æ opnari og
með sínum hreinu, einföldu formum eiga þeir sífellt
rlkari þátt I skipulagi og uppbyggingu rýmisins. Þessi
þróun er afar skýr til að mynda hjá Frank Lloyd Wright
og nær hápunkti sínum í stólum Charles R. Mackin-
tosh, sannkölluð rýmisverk er virðast einungis ætluð
fólki sem er beint í baki og sjálfsmeðvitað.
Byltingarkennd form tengjast oft byltingarkenndum
hugmyndum og tíðaranda. Meðan leti og dáðleysi
ofdekraðrar yfirstéttar formgerðust I þungum, út-
skornum og bólstruðum hægindastólum Viktoríutíma-
bilsins, gerðu hin nýju, beinu og opnu húsgögn þær
kröfur til notenda sinna að vera vakandi, atorkusamir
og meðvitaðir. Við lok heimsstyrjaldarinnar fyrri eru
mörkin milli hinnar gömlu og nýju hugsunar orðin enn
skýrari, á tímum þegar öll gömlu gildin virðast vera
sigld í strand og einungis hafa leitt til undangeng-
inna hörmunga. Kröfurnar til mannsins sem ábyrgs
og ósérhlífins einstaklings er ber hag annarra fyrir
brjósti verða hluti af forsendum nýs og betra þjóðfél-
ags sem byggja skal á rústum hins fyrra. Stólar Riet-
velds endurspegla vel þetta viðhorf, þeir eru ekki
einungis beinir og opnir, heldur er öll bólstrun horfin,
þ.e. allt sem minnir á fyrri þægindi og tíma. Alvar
Aalto notar bogadregin form í stað beinna, en hæg-
indastólar hans ganga út frá sama einfaldleika sem
jaðrar við strangleika. Stálhúsgögnin sem einkenna
tímabilið milli stríða byggjast á sömu forsendum, þ.e.
að þau eru eins efnislítil og unnt er og þar með and-
stæðaefnishyggju; léttleiki þeirra og hreyfanleiki eru
andstæðir íhaldssemi og þröngsýni. Fyrir nútíma-
manni 3. og 4. áratugarins er seta vissulega verknað-
ur og' samræmist vel þeim kröfum sem gerðar voru
m.a. til íþróttaiðkunar og góðs líkamlegs - og andlegs
- ásigkomulags.
Eftirstríðsárin eru tími aukinnar velmegunar og upp-
gangs í anda bandarískra lífshátta. Maðurinn kemur
sér þægilega fyrir í hinu nýja neysluþjóðfélagi og stól-
ar fara aftur að laga sig að þörfum hans og formum.
Ný gerviefni og framleiðsluaðferðir auðvelda enn
fremur þessa nýju aðlögun og stólar einkennast eink-
um af plast- eða svampsætum mótuðum í heilu lagi.
Þessi stefna nær hámarki sínu í lok 7. og upphafi 8.
áratugarins þegarfólk lifði nánast liggjandi í svamp-
eða kúlustólum, í kjölfar aukins þjóðfélagslegs og
líkamlegs frelsis.
Maðurinn vaknar upp af velmegunardraumnum við
olíukreppuna 1975 og er kippt aftur niður á jörðina.
Einfaldir, leðurklæddir stálstólar minna hann á nauð-
syn rökrænnar og skýrrar hugsunar og vinna gegn
tilhneigingum til of mikils kæruleysis. Það er engin
tilviljun að framleiðsla hefst á ný á stálstólum evr-
ópsku módernistanna, þá orðnir „sígildir. Þessi sjálfs-
ögun markar að hluta til 9. áratuginn, þrátt fyrir tíma-
bundinn velmegunarkipp. Hinn framsækni „uppi“
stundar líkamsrækt og ný húsakynni eru einföld og
opin, allt að því meinlætaleg. Stólar gegna þar á ný
grafísku hlutverki með sínum grönnu, dökku línum
74