AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.08.1996, Blaðsíða 60
Meðal þess sem kemur fyrir í öðrum tillögum má
nefna hurðarhún, vatnskrana, sturtubarka, stólfót,
gleraugnaspangir og varalit.
Sumar tillögurnar skírskota til hönnunarhefða viðkom-
andi greina. Þannig notfæra menn sér efni og aðferðir
sem yfirleitt eru ekki sett í samhengi við snagagerð,
t.d. snagi Önnu Þóru Karlsdóttur, sem er gerður úr
litríkum ullarflóka, sem hún hefur mikið unnið með.
Textíl- og fatahönnuðir hafa notað efni eins og vír,
hrosshár og útsaum. Aftur á móti er „þjónn“eftir Helgu
Rún Pálsdóttur hreint myndverk, í húmorlskum tón,
súpuskál með súpu morandi af flugum, en skeiðin í
skálinni er snaginn. Nokkur myndverk sem þessi eru
á sýningunni og standa sjálfstætt sem myndverk og
eru ekki snagar nema af hendingu. Það eru furðufáir
snagar sem hægt er kalla „snagapródúkt", eiginlega
framleiðsluvöru. Ryðfría stál- og krómdeildin er ekki
mjög áberandi. Studio Granda útfærir kunnuglegt
snagaform á massívan hátt með stálplötu. Það er
öllu meiri léttleiki yfir snaga þeirra Oddgeirs og
Guðrúnar Margrétar, en plexiglersvængir þeirra á
hjörum eru smekkleg útfærsla á fiðrildamótívi. Sá
snagi sem er einna fallegastur í einfaldleika sínum
er Ijósasnagi Ásmundar H. Sturlusonar, sem er
upplýstur plexíglerstautur sem stendur beint út úr
veggnum eins og Ijósleiðari.
Nýjar lausnir á „upphengifúnksjón“ snagans eru ekki
fyrirferðarmiklar á þessari sýningu, enda býður snag-
inn kannski ekki upp á mikið pótensjal til tæknilegrar
framþróunar. Þó er ein tillaga, eftir Gulleik Lövskar,
nokkurs konar upphengivél fyrir viskustykki, sem er
býsna hugvitsamleg. Það er erfitt að átta sig á henni
í fyrstu, enda virðist snagi hans snúa á hvolf, en
lausnin felst í því að innan í rennu er laus kúla, visku-
stykkinu er rennt upp í rennuna og klemmist milli kúlu
og tangar. Gréta Guðmundsdóttir gerir hins vegar
gys að upphengifúnksjóninni með upphengivél, sem
er þeim gagnslausa eiginleika búin að það er hægt
að kveikja og slökkva á henni; þegar kveikt er á
vélinni þá snýr snaginn upp, en þegar slökkt er á
henni þá snýr snaginn niður.
Hvar er hinn eiginlegi snagi í þessu öllu saman?
Snagi er náttúrlega hvaðeina sem notað er sem
snagi-nagli í vegg, þess vegna. En þessi sýning sýnir
manni fram á, svo ekki verður um villst, að snaga-
hönnun getur leitt mann í ýmsar óvæntar áttir. ■
Gunnar J. Árnason.
o
cn
o
o
>
o
c
03
_Q
03
C
O)
03
O)
o
■O
o
O) C
C
0 CD
E C
03
0
œ £
58
ER ÞITT FYRIRTÆKI SKRÁÐ?
Internet: http://www.itn.is/bygglina