AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.08.1996, Blaðsíða 63
AfsföSumynd NorSlingaholt.
ákjósanlegt tæki til aö stýra eða fylgja eftir eða hafa
áhrif á atvinnu- og byggðaþróun. Að síðustu raðast
íbúðareiningarnar inn í burðareininguna. íbúðarein-
ingarnar eru byggðar upp af léttum gólf- og vegg-
einingum, og þetta er sá hluti byggingarinnar sem
einstaklingarnir eignast. Vegna þess að einingarnar
„púpan" er endurseljanlegar, færanlegar og jafnvel
endurvinnanlegar, þá eiga einstaklingarnir möguleika
á að eignast varanlegri verðmæti en ella. Einfalt er
að flytja veggeiningarnar í þar til gerðum gámum
landshorna á milli eða spara sér flutningskostnaðinn
með makaskiptum á einingum sem passa alls staðar
inn í hina stöðluðu burðargrind.
íbúðareiningarnar eru byggðar upp úr þremur gerð-
um af grundvallareiningum: mismunandi gerðum af
tvöföldum útveggjum, eldhús-/baðeiningu og milli-
veggjum. Allar íbúðir hafa auk þess einkagarð, sem
oftast er í samhengi við innganga.
Við útveggina er 60 cm bil sem alltaf er eitt af þrennu:
geymsla, hirsla eða autt svæði með eða án inn-
réttingar, sem getur orðið hluti af rýminu. Þessu 60
cm bili er alltaf hægt að loka með hurðum eða tjöldum
og getur það þannig tekið þátt í að auka einangrun
íbúðarinnar og minnka samtímis þörfina fyrir einangr-
unarefni í útvegg. Einnig getur það nýsttil sólarupp-
hitunar í þeim tilfellum sem útveggurinn er úr gleri.
Tækni- og upplýsingahraðbrautin á sér þarna sama-
stað, og ofnar eru staðsettir í innra vegglífi. Sorp-
kassar eru í þessu bili með aðgengi utanfrá. Þeir eru
sýnilegur hluti af arkitektúrnum og gefa ákveðnar
tengingar við efnisnotkun í byggingunni: gosdósir
gætu orðið álklæðning; endurunnið gler nýst í
glugga; plast í klæðningar; endurunninn pressaður
pappír nýttist í milliveggi og safnkassinn skaffað
gróðurmold í garðinn. Inntaksklefi fyrir eldhús-/bað-
einingu kemur inn í þetta bil, með mælaálestri utanfrá.
í eldhús-/baðeiningunni liggja lagnir efst og neðst
og baðið verður rými myndað af einingunni.
Aðferðafræðin sem hér er lýst gefur möguleika á
Norðlingaholt vesturútlit.
61