AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.08.1996, Blaðsíða 36

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.08.1996, Blaðsíða 36
á hæfni okkar til aö skapa nýjan stað og gæöa hann „anda” meö samspili hins manngerða og þess nátt- úrlega, en erfitt veröur aö viöhalda þeim stórbrotnu andstæöum sem lónið og spúandi orkuverið fram- kalla. TORFKOFI EÐA NÁTTÚRUVÆNT MANNVIRKI Torfbyggingar fyrri tíma bera vott um efnisuppbygg- ingu sem markaðist ööru fremur af vanefnum, en um leið útsjónarsemi og nýtingu þess efnis sem næst hendi var og einstakri meðferö þess. Mörg bæjar- stæöi fyrri tíðar bera vott um ríka tilfinningu fyrir staðháttum. Torfbærinn þótti ekki alltaf frambærilegur vitnisburöur um þessa eiginleika. Því leituðust efna- meiri ábúendur viö að reisa burstina úr timbri um leið og efni gáfu tilefni til. Þannig var torfbærinn oft og tíðum falinn á bak við framhlið úr fagurunnu timbri, sem vitnisburður um stöðu eigandans í samfélagi þess tíma. Sú hefð að byggja úr torfi og grjóti er hins vegar einstök fyrir ísland. Rætur þeirrar hefðar liggja í efnisuppbyggingu og rýmisskipan torfbæjarins og afstöðuninni til náttúrunnar fremur en ytri stílein- kennum. LAND AÐ LÁNI Árið 1989 varhaldinopinsamkeppniávegum Ung- mennafélags íslands um framtíðarskipulag Þrasta- skógar. Viðfangsefnið var aðlögun staðhátta að nýju og endurbættu hlutverki, opnun svæðisinsfyrirferða- mönnum og almenningi til útivistar og íþróttaiðkunar. Nálægð svæðisins við þéttbýlisstaði og höfuðborgina gerir það að verkum að skógurinn er fremur viðkomu- staður en dvalarstaður. Það var því hluti af verkefninu að skilgreina hlutverk staðarins og sýna fram á mögu- leika hans sem dvalarstaðar til lengri eða skemmri tíma. Reynt var að skilgreina ákveðið viðhorf til staðarins og til náttúrunnar almennt. Niðurlag þessarar vinnu varð eins konar skiigreining á „anda staðarins” og hönnunar-tema sem kallaðist „landslag að láni”. Landslag að láni birtist í tillögunni í þrennum skilningi. í fyrsta lagi: „Landslag að láni” sem umhverfistúlk- un eða lífsviðhorf. Það er: sú hugsun að landið sem við byggjum sé ekki okkar eign, heldur náttúra, sem við höfum fengið að láni og verðum að standa skil á til komandi kynslóða. Því krefst náttúran sérstakrar umönnunar og virðingar. í annan stað: „Landslag að láni” sem fjarkraftur. Það er: náttúruöfl sem standa utan svæðisins sjálfs, svo sem nálæg fjöll eða fjallasýn í fjarska, stöðuvatn, skógur eða önnur kennileiti sem sjást og áhrif hafa inni á svæðinu. í þriðja lagi: „Landslag að láni” sem staðbundinn kraftur. Eða með öðrum orðum: náttúruöfl sem eru nálæg, sem eru til staðar inni á svæðinu sjálfu, svo sem á, tjörn, grjót, klettur eða stórt tré. Þrastaskógur er í raun einhæft land og erfitt yfirferðar. Það er mishæðótt, algróið sundurleitum lággróðri og meðalháum skógi en þó einkar vel til skógræktar fallið. Umhverfi staðarins býryfir mikilvægum „fjar- kröftum”, sem eru mótandi fyrir staðinn ekki síður en „staðbundnir kraftar”. Af fjarkröftum eru það Ingólfsfjall, Sogiðog Álftavatn sem vega þyngst. Hamraveggur Ingólfsfjalls stend- ur utan við mörk Þrastaskógar, en er þó mjög mótandi fyrir staðinn í heild. Gönguleiðir meðfram Soginu gefa kost á sterkri upplifun á straumþunga árinnar. Bátaleiga á Álftavatni býður heim náinni upplifun lygns vatnsyfirborðsins sem andstæðu við straum- þunga árinnar. Lega og stefna beinna göngustíga tekur mið af Ingólfsfjalli. Þeir stefna ýmist beint á þver- hníptan hamravegginn eða liggja samsíða honum. Með öðrum orðum: landslag er fengið að „láni” á margbreytilegan hátt og skapar það auk annarra þátta hinn sanna „anda” staðarins. ■ 34
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.