AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.08.1996, Blaðsíða 77
og gjarnan oddhvössu endum. Á sama tíma er mikið
lagt upp úr haganleik og vissum þægindum á vinnu-
stöðum, þar sem gerðar eru sífellt meiri kröfur til við-
vistar og afkasta. Skrifstofustóllinn gengst undir ítar-
legar tilraunir með „ergonomísk" form, sem ekki ein-
ungis fylgja stellingum mannsins heldur leitast oft
við að leiðrétta þær.
En á sama hátt og þegn neysluþjóðfélagsins fer að
spyrja sig tilvistarlegra spurninga koma upp óróa-
seggir innan hönnunarheimsins.Hópar eins og Archi-
zoom og Memphis skapa litrík og fyrirferðarmikil hús-
gögn úr óvenjulegum efnum. Þar skipta þægindi ekki
meginmáli, en notandinn er vakinn til umhugsunar
um verknaðinn að setjast, um stöðu hlutarins í um-
hverfinu, þar sem hann er oft eins konar ögrun. Aðrir
hönnuðir ganga svo langt að gera stólinn hálfpartinn
ónothæfan með því-að setja saman tvo stóla í einn
eða nota efni eins og pappa, að hætti t. d. Rons
Arads og Richards Gehry. Stóllinn er orðinn að skúlp-
túr, tákn fyrir verknaðinn að sitja eða réttara sagt fyrir
örðugleikana sem honum eru samfara. Ef stóllinn er
spegilmynd mannsins, virðist samtímamaður þess-
ara stóla haldinn einhvers konar geðklofa og standa
á fremur óstyrkum fótum.
Kreppuástand síðustu ára ýtir enn frekar undir þessa
leit: leit að tilgangi forma, leit að umhverfisvænum
efnum og aðferðum, leit að föstum punkti í svimandi
tækniveröld ... Hvernig við sitjum er talandi vitnis-
burður um viðhorf okkar, ekki einungis til þæginda
og eigin líkama, heldur ristir það alla leið niður í jörð,
út í geim og ekki síst inn í okkar innstu sálarfylgsni
þar sem leynist bæði kvíði og von þeirra aldamóta-
barna sem við erum.
Slagorð módernistanna, „form follows function", var
einmitt runnið undan rifjum aldamótaarkitektsins
Louis Sullivans. Hundrað árum síðar myndi skilgrein-
ingin fremur hljóða eitthvað á þessa leið: „form fol-
lows (e)motion“.
HEIMILDIR:
1. Gerrit Th. Rietveld 1888-1964, „Carnet du visiteur", sýning-
arskrá Centre Georges Pompidou, París 1993.
2. Paul Overy, „From icon to prototype“, í bók Peters Vöge,
The Complete Rietveld Furniture, Rotterdam 1993.
3. William Morris, sýningarskrá V&A Museum, London 1996.
4. Adolf Loos, „Furniture for sitting‘% Neue Freie Presse,
19.6.1898, ensk þýö. í Spoken into the Wind: Collected Es-
says 1897-1900, Cambridge, Mass., 1982.
5. Louis Sullivan, „Form ever follows function. This is the
law“, 1896, birt í „Kindergarten Chats“, Interstate Architect,
1910-1912. ■
Ron Arad, „Schizo", 1989 (Ijósm. Vitra)
Mario Bellini og Diefer Thiel, skrifstofustólar „Figura
II" 1984-1994 (Ijósm. Vitra)
Ari Mór Lú&víksson, „Langförull".
75