AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.08.1996, Blaðsíða 77

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.08.1996, Blaðsíða 77
og gjarnan oddhvössu endum. Á sama tíma er mikið lagt upp úr haganleik og vissum þægindum á vinnu- stöðum, þar sem gerðar eru sífellt meiri kröfur til við- vistar og afkasta. Skrifstofustóllinn gengst undir ítar- legar tilraunir með „ergonomísk" form, sem ekki ein- ungis fylgja stellingum mannsins heldur leitast oft við að leiðrétta þær. En á sama hátt og þegn neysluþjóðfélagsins fer að spyrja sig tilvistarlegra spurninga koma upp óróa- seggir innan hönnunarheimsins.Hópar eins og Archi- zoom og Memphis skapa litrík og fyrirferðarmikil hús- gögn úr óvenjulegum efnum. Þar skipta þægindi ekki meginmáli, en notandinn er vakinn til umhugsunar um verknaðinn að setjast, um stöðu hlutarins í um- hverfinu, þar sem hann er oft eins konar ögrun. Aðrir hönnuðir ganga svo langt að gera stólinn hálfpartinn ónothæfan með því-að setja saman tvo stóla í einn eða nota efni eins og pappa, að hætti t. d. Rons Arads og Richards Gehry. Stóllinn er orðinn að skúlp- túr, tákn fyrir verknaðinn að sitja eða réttara sagt fyrir örðugleikana sem honum eru samfara. Ef stóllinn er spegilmynd mannsins, virðist samtímamaður þess- ara stóla haldinn einhvers konar geðklofa og standa á fremur óstyrkum fótum. Kreppuástand síðustu ára ýtir enn frekar undir þessa leit: leit að tilgangi forma, leit að umhverfisvænum efnum og aðferðum, leit að föstum punkti í svimandi tækniveröld ... Hvernig við sitjum er talandi vitnis- burður um viðhorf okkar, ekki einungis til þæginda og eigin líkama, heldur ristir það alla leið niður í jörð, út í geim og ekki síst inn í okkar innstu sálarfylgsni þar sem leynist bæði kvíði og von þeirra aldamóta- barna sem við erum. Slagorð módernistanna, „form follows function", var einmitt runnið undan rifjum aldamótaarkitektsins Louis Sullivans. Hundrað árum síðar myndi skilgrein- ingin fremur hljóða eitthvað á þessa leið: „form fol- lows (e)motion“. HEIMILDIR: 1. Gerrit Th. Rietveld 1888-1964, „Carnet du visiteur", sýning- arskrá Centre Georges Pompidou, París 1993. 2. Paul Overy, „From icon to prototype“, í bók Peters Vöge, The Complete Rietveld Furniture, Rotterdam 1993. 3. William Morris, sýningarskrá V&A Museum, London 1996. 4. Adolf Loos, „Furniture for sitting‘% Neue Freie Presse, 19.6.1898, ensk þýö. í Spoken into the Wind: Collected Es- says 1897-1900, Cambridge, Mass., 1982. 5. Louis Sullivan, „Form ever follows function. This is the law“, 1896, birt í „Kindergarten Chats“, Interstate Architect, 1910-1912. ■ Ron Arad, „Schizo", 1989 (Ijósm. Vitra) Mario Bellini og Diefer Thiel, skrifstofustólar „Figura II" 1984-1994 (Ijósm. Vitra) Ari Mór Lú&víksson, „Langförull". 75
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.