AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.08.1996, Blaðsíða 48

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.08.1996, Blaðsíða 48
Áriö 1971 var fjallað um ferðaþjónustu á Búnaðar- þingi. Þar kom fram álit um að í ferðaþjónustu væru miklir möguleikar fyrir bændur ef vel væri að upp- byggingu slíkrar þjónustu staðið og áhersla lögð á afþreyingu. Þessar hugmyndir hafa aldeilis staðist tímans tönn og eru ennþá hafðar að leiðarljósi við uppbyggingu á ferðaþjónustu í sveitum. Aðrar heim- ildir frá þessum tíma sýna að þeir sem gáfu sér tíma til þess að skoða möguleika í ferðaþjónustu á vegum bænda sáu margslungna atvinnugrein sem gæti orðið hagkvæm jafnt fyrir bændur sem þjóðarbúið. STOFNUN FÉLAGS FERÐAÞJÓNUSTUBÆNDA Það sem er athyglisvert er að menn virtust virkilega hafa gert sér grein fyrir möguleikum í ferðaþjónustu en eitthvað vantaði. Um leið og áhugi söluaðilans minnkaði með breyttum áherslum þá kom það niður á þeim bændum sem höfðu lagt sig fram og komið upp aðstöðu. Tilraunir til þess að semja við ferðaskrif- stofu fóru út um þúfur vegna þess hve háa þóknun þurfti til að selja þjónustuna. Þetta sýnir hversu hættu- legt það getur verið að veðja á einn hest sem eðlilega hefur eigin hagsmuni að leiðarljósi. það var ekki til neinn annar sameiningaraðili og það tók ferðaþjón- ustubændur nokkur ár að koma sameiginlegu sölu- og kynningarstarfi af stað aftur. Það var ekki fyrr en árið 1980 að samtök ferðaþjónustubænda voru stofn- uð og 1982 var ráðinn starfsmaður til að sinna mark- aðs- og sölumálum þeirra. í upphafi var áherslan lögð á að gefa bændum, sem áhuga höfðu á ferðaþjónustu.nauðsynlegar Fjöldi bæja og gistirýmis. upplýsingar og gefa út sameiginlegan bækling. Árið 1983 kom út fyrsti bæklingur FFB og voru í honum 23 bæir. Síðan hafa bæklingar Ferðaþjónustu bænda komið útárlegaog 1996 eru 118 bæir í bæklingnum. Mikil þróun hefur átt sér stað í ferðaþjónustu á vegum bænda síðan samtökin voru stofnuð. Segja má að upphaflega hugmyndin hafi verið allt frá heimagist- ingu að mótelum og sumarbústaðahverfum, en raun- in var að flestir byrjuðu með að leigja út örfá herbergi á heimilum bænda, t.d. þar sem börnin voru farin að heiman og ónotað rými var fyrir hendi. Vart var litið á þetta sem atvinnu því talið var að húsmóðurina myndi nú ekki muna um að taka á móti nokkrum gestum aukalega. f upphafi áttu bændur jafnvel í erfiðleikum með að verðleggja og taka á móti greiðslu fyrir þjón- ustuna, svo rík var hefðin fyrir gestrisni í sveitum landsins. En allt hefur þetta nú breyst í takt við nýja tíma. Breyt- ingar síðastliðinna áratuga í landbúnaði gerðu nýja atvinnusköpun í landbúnaði nauðsynlega og ekki leið á löngu þar til fleiri bændur fóru að líta ferðaþjón- ustuna alvarlegum augum. 1986 jókst áhugi bænda fyrir þessari nýju búgrein mikið og 1987 var ráðið fleira fólk til starfa fyrir ferðaþjónustubændur og hefur skrifstofa þeirra verið öflug síðan. FFB hefur lagt áherslu á að arðsemi þjónustunnar sé könnuð áður en farið er af stað í framkvæmdir og er mönnum ráð- lagt eindregið að hefja ekki ferðaþjónustu sem ekki getur sýnt fram á arðsemi. UPPBYGGINGIN Þá kom fljótlega í Ijós að litlu einingarnar sem algeng- astar voru í upphafi voru ekki sérlega arðbærar. Einnig kom í Ijós að kröfur ferðamanna urðu æ meiri og ástæða til þess að huga vel að þróun og eftir- spurn þegar hafist var handa um uppbyggingu nýrra gististaða á vegum bænda. Árið 1988 var hafinn undirbúningur að gæðaflokkun hjá Ferða- þjónustu bænda.Sú flokk- un byggist að miklu leyti á reglugerð Samgöngu- 46
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.