AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.08.1996, Blaðsíða 32
Þótt viö íslendingar eigum auðvelt meö aö hrífast af
andstæöum í náttúrunni sjálfri, þá veitist mörgum erf-
itt aö sjá fegurð í kröftugum andstæðum hins mann-
gerða og þess náttúrlega.Það viðhorf er algengt, að
aðal íslands sem ferðamannalands sé hin ósnortna
náttúra og því eigi byggingar og önnur mannvirki
helst ekki að sjást, því þau skaði hina „ósnortnu
ímynd” landsins. Þetta sjónarmið er skiljanlegt, því
vissulega hefur stöðum hér á landi verið spillt með
flausturslegri uppbyggingu. Það lýsir þó ákveðinni
uppgjöf að vilja fela öll ummerki um tilvist mannsins
í þessu landi.
Alltof oft hefur stöðluðum, tilbúnum húsum verið ekið
á ákveðna áningarstaði í óbyggðum og þau sett niður
með það eitt að leiðarljósi að ekki setji að þeim snjó
að vetri. Þetta hefur þýtt staðsetningu uppi á hæð
eða hól þar sem vel blæs um bygginguna og festir
ekki snjó. Um leið verða mannvirkin mjög áberandi,
sjást víða að og það sem verra er, eru ekki í neinum
tengslum við umhverfið. Hvorki myndastandstæður
né samruni og húsið nær ekki að grípa „anda”
staðarins því það er ekki hannað með neinn ákveðinn
stað í huga..
Segja má að það sé stefna út af fyrir sig að leysa
mannvirkjagerð á öllum ferðamannastöðum landsins
með tilbúnum sumarbústaðabyggingum, norskum
fjallakofum eða öðru því líku. Slíkar byggðir sumar-
húsa vítt um landið, oftast í viðkvæmu landi, eru að
verða „aðalsmerki” íslenskrar náttúru og vísbending
um steingelda afstöðu til umhverfisins.
Hlutverk byggingar, hvar sem hún kann að vera stað-
sett, er umfram annað að grípa „anda” staðarins og
styrkja hann. Stundum getur það falist í einskonar
þyrpingu húsa sem láta lítið yfir sér með efnis- og
litaval, sem hálfpartinn týnist í umhverfinu. Annars
staðar getur þetta þýtt sterka og áberandi byggingu
sem kallast á við landslagið í kring. Er með öðrum
orðum í andstöðu við umhverfi sitt.
Á sama hátt og sporna verður við raski á viðkvæmri
náttúru er mikilvægt að mannvirkjum og mannvistar-
leifum sé ekki raskað að ástæðulausu, jafnvel þótt
þau gegni ekki lengur upphaflegu hlutverki sínu. í
augum margra ferðamanna er íslenskt landslag ekki
síður áhugavert sem „menningarlandslag”, vegna
sögunnar sem því tengist og vegna þeirra ummerkja,
sem lífsbarátta þjóðarinnar hefur skilið eftir sig.
Þannig eru vissir staðir, t.d. á Ströndum og undir
Eyjafjöllum, aðdráttarafl fyrirferðamenn vegna þeirrar
sögu sem býr í yfirgefnum mannvirkjum. Tengsl þeirra
við umhverfi sitt felast oftar en ekki í auðn þeirri og
veðrun efnanna sem þau skarta, svona yfirgefin og
hrá, þannig kallast þau á við hrjóstrugt og óræktað
umhverfi sitt.
í stað þess að jafna mannvirki við jörðu má varðveita
þau sem sögulegar minjar. Jafnt strandaður skips-
skrokkur, hálfur á kafi í malarkambi, sem tóftir torf-
bæja eða hálfhruninn húsgafl, getur haft ómetanlegt
umhverfisgildi sem sögulegur vitnisburður um lífs-
baráttu fyrri tíma.
„ANDI STAÐARINS”
Vert er að minna á að stór hluti allrar ferðamennsku
í heiminum gengur út á að fara frá einum stað til
annars í þeim tilgangi að skoða manngerða hluti í
sínu náttúrlega samhengi. Hér er átt við það sem á
fagmáli hefur verið kallað „genius loci” eða „anda”
staðarins. Fræg dæmi um slíkt eru Akropolis í Aþenu,
Katsura í Kyoto og Taj Mahal í Agra í Indlandi. Norski
fræðimaðurinn og arkitektinn Christian Norberg-
Schulz hefur gert tilraun til að skýra hvað felst í
hugmyndinni um „anda staðarins”. Hann hefur sett
fram tilgátu um þrenns konar frumgerðir landslags
(archetypes):
„Kosmískt landslag” eða „eyðimerkurlandslag”, þar
sem „himinhvolf yfirgnæfir jörð”. Einkenni eru þrúg-
andi sólarljós, kaldar nætur og endalaus víðátta.
„Rómantískt landslag” eða „norrænt landslag”, þar
sem jörðin skyggir á himinhvolfið. Veðurfar og birta
eru sífellt að breytast og margbreytileiki einkennir
staðhætti og landslag.
„Klassískt landslag” eða „landslag Miðjarðarhafsins”,
þar sem birta og umhverfi einkennist af jafnvægi og
stöðugleika.
Vegna skógleysis og berangurs í íslensku landslagi
er hið sjónræna umhverfi afar viðkvæmt. Jafnvel hin
smæstu mannvirki sjást úr órafjarlægð. Gróðurleysið
og víðsýnin veldur því að fara verður með gát í alla
30