AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.08.1996, Blaðsíða 16
Langidalur, Þórsmörk.
meginreglum sjálfbærrar þróunnar, sem skjalfestar
voru meö Ríó-yfirlýsingunni árið 1992, er svonefnd
nytjagreiðsluregla, sem kveður á um það að þeir sem
nýta náttúrlegar auðlindir skuli greiða þann kostnað
sem til fellur við að vernda og viðhalda þessum nátt-
úruauðlindum. Þetta á við um öræfi og náttúruperlur
íslands, ekkert síður en t.d. um olíulindir eða jarð-
hita. í þessu sambandi má nefna að nýlega sam-
þykkti Alþingi ný lög um náttúruvernd þar sem m.a.
er að finna heimild til gjaldtöku fyrir aðgang að
náttúruverndarsvæðum og skal tekjunum varið til
eftirlits, lagfæringar eða uppbyggingar á sama stað
og þeirra var aflað.
En það eru fleiri þættir í umhverfisvernd okkar en
náttúruvernd, óbyggð víðerni og sérstæð náttúrufyrir-
bæri, sem skipta máli fyrir ferðaþjónustuna. Ástand
umhverfismála í byggðum landsins hefur hér mikla
þýðingu. Förgun sorps og ástand skolpmála í þétt-
A Hólsfjöllum.
býli, svo ekki sé talað um sorpförgun og ruslahauga
inn til sveita, eru þættir sem skipta ímynd ferðaþjón-
ustunnar miklu máli þó staða þessara mála sé á eng-
an hátt á hennar valdi.
Á undanförnum árum hefur umhverfisráðuneytið í
samvinnu við viðkomandi aðila beitt sér fyrir margs
-g; konar átaksverkefnum í þessum málaflokkum. Þannig
- hafa í samvinnu ráðuneytisins og Sambands íslensk-
ra sveitarfélagaveriðgerðaráætlanirumsamræmda
g sorphirðu í öllum landshlutum utan höfuðborgar-
| svæðisins og eru þær ýmist komnar eða u.þ.b. að
° koma til framkvæmda. Þá sér ráðuneytið um að
úthluta stuðningi ríkisinstil þeirra sveitarfélaga sem
fara út í fullnægjandi aðgerðir í fráveitumálum fyrir
árið 2005 sem nemur allt að 20% af kostnaði þeirra
framkvæmda. Einnig eru í farvatninu sértækar að-
gerðir eins og förgun spilliefna, endurvinnsla land-
búnaðarplasts og söfnun brotamálma.
Af verkefnum sem eiga beinlínis að styrkja ferða-
þjónustuna má nefna stofnun þjóðgarðs á utanverðu
Snæfellsnesi, sem nú er unnið að, og lög um vernd
Breiðafjarðar, sem samþykkt voru á sl. ári. Breiða-
fjörðurinn er fyrsta sjávarsvæðið hér á landi sem fær
einhverja vernd og hefur það þegar vakið nokkra
athygli erlendis. Þessi svæði munu í framtíðinni geta
létt nokkuð af þeim vaxandi þrýstingi sem er á aðra
vinsæla ferðamannastaði og liggja jafnvel undir
skemmdum vegna óhóflegs álags.
Meðal annarra verkefna ráðuneytisins sem eiga að
geta styrkt vistvænar rætur ferðaþjónustunnar er
veruleg uppbygging Náttúrufræðistofnunar íslands
við að skrá náttúru landsins og stofnun náttúrustofa
í öllum landshlutum.en þegar hefur verið ákveðið að
stofna náttúrustofur með ríkisaðild í Neskaupstað, í
Vestmannaeyjum, á Bolungarvík og í Stykkishólmi.
Náttúrustofur í landshlutunum gætu að mínum dómi
reynst ákjósanlegur bakhjarl ferðaþjónustunnar við
þróun nýrra ferðamannastaða svo og við gerð
fræðsluefnis um einstaka staði fyrir ferðamenn.
1 Að síðustu vil ég nefna í þessu sambandi vinnu sem
2 nú er í gangi við tillögugerð að skipulagi miðhálend-
isins. Vernd og nýting miðhálendisins hefur fram til
cq'
I* þessa verið án heildaryfirsýnar, sem e.t.v. skipti minna
§ máli meðan svæðið var lítið sem ekkert nýtt nema til
beitar. Með vaxandi áhuga á nýtingu svæðisins á
14