AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.08.1997, Side 17

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.08.1997, Side 17
um, svo sem skokki, hjólreiðum og gönguferðum. Segja má að bylting hafi orðið í þessum efnum eft- ir að göngustígakerfi, frá fjöru til fjalla, var lagt. Þjóðfélagsbreytingar eins og aukin atvinnþátttaka kvenna, svo eitt dæmi sé tekið, hafa mikil áhrif á stefnu og framkvæmdir. Mæður eru ekki lengur heima á daginn og geta þarafleiðandi ekki fylgst með börnunum að leik út um eldhúsgluggann eins og áður var. Þetta kallar m.a. enn frekar á skipu- lagt íþrótta-, tómstunda- og félagsstarf. Stundum er tekist á um hvort eigi frekar að leggja fé til að byggja upp aðstöðu fyrir almenningsíþrótt- ir eða keppnisíþróttir. Borgin hefur stutt vel við bak- ið á íþróttafélögunum, ekki aðeins vegna þess að mikill almennur áhugi er fyrir keppnisíþróttum held- ur vegna þess að þar fer fram fjölbreytt og upp- byggilegt félagsstarf fyrir börn og unglinga og það samrýmist mjög vel stefnu og markmiðum borg- arnnar. STEFNUMÓTUN FYRIR ÍTR Að undanförnu hefur ver ið unnið að stefnumótun fyrir íþrótta- og tóm- stundaráð Reykjavíkur. Gengið hefur verið frá stefnu í æskulýðsmál- um en stefnumótun í íþróttamálum er í undir- búningi. í samþykkt fyrir æskulýðsstarf á vegum ÍTR segir: „Vettvangur starfs ÍTR er í frítíman- um. í starfinu eru höfð að leiðarljósi uppeldis- markmið og uppeldis- gildi frítímans þar sem sérstök áhersla er lögð á að ná til þess æsku- fólks sem ekki sinnir heilbrigðum tómstund- um í frítíma sínum. ÍTR skapar jákvætt ald- ursmiðað umhverfi og leggur áherslu á við- fangsefni sem auka sjálfstæði, ábyrgð og virkni þátttakenda í lýð- ræðislegu starfi. ÍTR beitir sér fyrir samstarfi við þá aðila sem hlut- Skíöasvæöiö í Bláfiöllum. Sleðabrekka efst í Seljahverfi. 15

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.