AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.08.1997, Blaðsíða 56

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.08.1997, Blaðsíða 56
ELÍN SMÁRADÓTTIR HDL. NÝ SKIPULAGS- OG BYGGINGARLÖG NR. 73/1997. Aðdragandi lagasetningarinn- AR. Nú á vordögum voru samþykkt á Alþingi ný skipulags- og byggingarlög, sem munu öðlast gildi 1. janúar 1998. Langt er síðan undirbúningur setningar nýrra skipulags-og byggingarlaga hófst. Árið 1989var fyrst lagt fram á Alþingi frumvarp til sameiginlegra skipulags- og byggingarlaga. Það var félagsmála- ráðherra sem lagði það frumvarp fram, enda heyrðu skipulags- og byggingarmál þá undir ráðu- neyti hans. Áður höfðu verið lögð fram frumvörp þar sem gert var ráð fyrir að sérstök lög giltu um hvorn málaflokk. Frumvarp það sem varð að lögum í vor var lagt fram til kynningar á 118. löggjafarþingi veturinn 1994 -95 og síðan lítið breytt á 120. þingi veturinn 1995-6. Það hlaut þá ekki afgreiðslu en var lagt fram á ný á síðasta þingi og samþykkt. Frumvarpið var unnið í umhverfisráðuneytinu í samvinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga og Skipulag ríkisins og byggist á frumvörpum um sama efni sem lögð voru fram á Alþingi annars vegar á 113. löggjafarþingi 1990-91 og hins vegar á 115. löggjafarþingi 1991 -92 en náðu ekki fram að ganga. Brýn þörf var talin orðin á endurskoðun skipulags- laga og byggingarlaga, bæði af hálfu sveitarstjórna sem kölluðu eftir henni m.a. til þess að einfalda meðferð mála á því sviði og til að auka frumkvæði og ábyrgð sveitarfélaganna í þessum málaflokk- um, en einnig af hálfu stjórnvalda. MARKMIÐ í lögunum nýju eru í fyrsta sinn sett fram markmið skipulags- og byggingarlaga. Er það til mikilla bóta, þar sem hingað til hefur skort á að fyrir liggi stefna eða markmiðssetning stjórnvalda sem hægt er að byggja á varðandi mat á þeim sjónarmiðum sem ber að leggja til grundvallar við skipulagsgerð, sem og við mat á lögmæti þeirra sjónarmiða sem að baki ákvarðanatöku í skipulags- og byggingar- málum liggja. Helstu markmið laganna eru: að þróun byggðar og landnotkunar á landinu öllu verði í samræmi við skipulagsáætlanir sem hafi efnahagslegar, félagslegar og menningarlegar þarfir landsmanna, heilbrigði þeirra og öryggi að leiðarljósi, að stuðla að skynsamlegri og hag- kvæmri nýtingu lands og landgæða, tryggja varð- veislu náttúru og menningarverðmæta og koma í veg fyrir umhverfisspjöll og ofnýtingu, með sjálf- bæra þróun að leiðarljósi, að tryggja réttaröryggi í meðferð skipulags- og byggingarmála þannig að réttur einstaklinga og lögaðila verði ekki fyrir borð borinn þótt hagur heildarinnar sé hafður að leiðar- Ijósi, að tryggja faglegan undirbúning mannvirkja- gerðar og virkt eftirlit með því að kröfum um öryggi, endingu, útlit og hagkvæmni bygginga og annarra mannvirkja sé fullnægt. Hugtakið „sjálfbær þróun“ mun ekki hafa komið fyr- ir í lagasetningu hérlendis fyrr. Það er hins vegar ekki skilgreint í lögunum sjálfum og verður því að leita annað um skilgreiningu. Gert er ráð fyrir að sjálfbær þróun verði skilgreind í skipulagsreglu- gerð í því samhengi sem hugtakið verður notað þar. Almennt er áhersla á umhverfismál aukin í nýju lögunum og ákveðnari reglur eru settar um kynn- ingarþáttinn og þátttöku almennings. Þannig er til dæmis gerð krafa um að við gerð skipulagsáætl- ana skuli eftir föngum leita eftir sjónarmiðum og til- lögum íbúa og annarra þeirra sem hagsmuna eiga að gæta um mörkun stefnu og skipulagsmarkmið. Áður en tillaga að aðalskipulagi er afgreidd í sveit- arstjórn skal kynna hana, markmið hennar og for- sendur fyrir íbúum sveitarfélagsins á almennum fundi eða á annan fullnægjandi hátt. STJÓRN SKIPULAGS- OG BYGGINGAMÁLA Helstu breytingar sem felast í nýjum lögum varða stjórn og frumkvæði í skipulagsmálum, sem færist nú í hendur sveitarstjórna í ríkara mæli en verið hefur og verkaskipting milli ríkis og sveitarfélaga verður skýrari. Skipulagsstjórn ríkisins verður lögð niður og verkefni hennar færð til sveitarfélaga og Skipulagsstofnunar. Úrskurðarvald í ágreinings- málum færist frá umhverfisráðuneyti til úrskurðar- nefndar sem mun hafa fullnaðarúrskurðarvald á stjórnsýslustigi og verður niðurstöðum nefndarinn- ar ekki skotið til umhverfisráðherra. SKIPULAGSSTOFNUN Embætti skipulagsstjóra ríkisins verður lagt niður 54
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1022-9507
Tungumál:
Árgangar:
13
Fjöldi tölublaða/hefta:
45
Skráðar greinar:
680
Gefið út:
1993-2005
Myndað til:
2005
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Skipulagsmál : Byggingarlist : Tækni : Höfuðborgarsvæðið : Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins : Arkitektúr og skipulag
Aðalrit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Tengja á þetta tölublað: 2. tölublað (01.08.1997)
https://timarit.is/issue/429196

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

2. tölublað (01.08.1997)

Aðgerðir: