AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.08.1997, Blaðsíða 56
ELÍN SMÁRADÓTTIR HDL.
NÝ SKIPULAGS- OG BYGGINGARLÖG
NR. 73/1997.
Aðdragandi lagasetningarinn-
AR. Nú á vordögum voru samþykkt á
Alþingi ný skipulags- og byggingarlög,
sem munu öðlast gildi 1. janúar 1998.
Langt er síðan undirbúningur setningar nýrra
skipulags-og byggingarlaga hófst. Árið 1989var
fyrst lagt fram á Alþingi frumvarp til sameiginlegra
skipulags- og byggingarlaga. Það var félagsmála-
ráðherra sem lagði það frumvarp fram, enda
heyrðu skipulags- og byggingarmál þá undir ráðu-
neyti hans. Áður höfðu verið lögð fram frumvörp
þar sem gert var ráð fyrir að sérstök lög giltu um
hvorn málaflokk.
Frumvarp það sem varð að lögum í vor var lagt
fram til kynningar á 118. löggjafarþingi veturinn
1994 -95 og síðan lítið breytt á 120. þingi veturinn
1995-6. Það hlaut þá ekki afgreiðslu en var lagt
fram á ný á síðasta þingi og samþykkt.
Frumvarpið var unnið í umhverfisráðuneytinu í
samvinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga og
Skipulag ríkisins og byggist á frumvörpum um
sama efni sem lögð voru fram á Alþingi annars
vegar á 113. löggjafarþingi 1990-91 og hins vegar
á 115. löggjafarþingi 1991 -92 en náðu ekki fram að
ganga.
Brýn þörf var talin orðin á endurskoðun skipulags-
laga og byggingarlaga, bæði af hálfu sveitarstjórna
sem kölluðu eftir henni m.a. til þess að einfalda
meðferð mála á því sviði og til að auka frumkvæði
og ábyrgð sveitarfélaganna í þessum málaflokk-
um, en einnig af hálfu stjórnvalda.
MARKMIÐ
í lögunum nýju eru í fyrsta sinn sett fram markmið
skipulags- og byggingarlaga. Er það til mikilla
bóta, þar sem hingað til hefur skort á að fyrir liggi
stefna eða markmiðssetning stjórnvalda sem hægt
er að byggja á varðandi mat á þeim sjónarmiðum
sem ber að leggja til grundvallar við skipulagsgerð,
sem og við mat á lögmæti þeirra sjónarmiða sem
að baki ákvarðanatöku í skipulags- og byggingar-
málum liggja. Helstu markmið laganna eru:
að þróun byggðar og landnotkunar á landinu öllu
verði í samræmi við skipulagsáætlanir sem hafi
efnahagslegar, félagslegar og menningarlegar
þarfir landsmanna, heilbrigði þeirra og öryggi að
leiðarljósi, að stuðla að skynsamlegri og hag-
kvæmri nýtingu lands og landgæða, tryggja varð-
veislu náttúru og menningarverðmæta og koma í
veg fyrir umhverfisspjöll og ofnýtingu, með sjálf-
bæra þróun að leiðarljósi, að tryggja réttaröryggi í
meðferð skipulags- og byggingarmála þannig að
réttur einstaklinga og lögaðila verði ekki fyrir borð
borinn þótt hagur heildarinnar sé hafður að leiðar-
Ijósi, að tryggja faglegan undirbúning mannvirkja-
gerðar og virkt eftirlit með því að kröfum um öryggi,
endingu, útlit og hagkvæmni bygginga og annarra
mannvirkja sé fullnægt.
Hugtakið „sjálfbær þróun“ mun ekki hafa komið fyr-
ir í lagasetningu hérlendis fyrr. Það er hins vegar
ekki skilgreint í lögunum sjálfum og verður því að
leita annað um skilgreiningu. Gert er ráð fyrir að
sjálfbær þróun verði skilgreind í skipulagsreglu-
gerð í því samhengi sem hugtakið verður notað
þar.
Almennt er áhersla á umhverfismál aukin í nýju
lögunum og ákveðnari reglur eru settar um kynn-
ingarþáttinn og þátttöku almennings. Þannig er til
dæmis gerð krafa um að við gerð skipulagsáætl-
ana skuli eftir föngum leita eftir sjónarmiðum og til-
lögum íbúa og annarra þeirra sem hagsmuna eiga
að gæta um mörkun stefnu og skipulagsmarkmið.
Áður en tillaga að aðalskipulagi er afgreidd í sveit-
arstjórn skal kynna hana, markmið hennar og for-
sendur fyrir íbúum sveitarfélagsins á almennum
fundi eða á annan fullnægjandi hátt.
STJÓRN SKIPULAGS- OG BYGGINGAMÁLA
Helstu breytingar sem felast í nýjum lögum varða
stjórn og frumkvæði í skipulagsmálum, sem færist
nú í hendur sveitarstjórna í ríkara mæli en verið
hefur og verkaskipting milli ríkis og sveitarfélaga
verður skýrari. Skipulagsstjórn ríkisins verður lögð
niður og verkefni hennar færð til sveitarfélaga og
Skipulagsstofnunar. Úrskurðarvald í ágreinings-
málum færist frá umhverfisráðuneyti til úrskurðar-
nefndar sem mun hafa fullnaðarúrskurðarvald á
stjórnsýslustigi og verður niðurstöðum nefndarinn-
ar ekki skotið til umhverfisráðherra.
SKIPULAGSSTOFNUN
Embætti skipulagsstjóra ríkisins verður lagt niður
54