AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.08.1997, Side 35

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.08.1997, Side 35
annað hús notast á eins fjölþættan hátt og Laugar- dalshöllin. Lengi hefur verið rætt um að stækka Laugardalshöllina. Er það sérstaklega vegna vöru- sýninga, en húsið hefur lengi verið of lítið fyrir þær. Strax í upphafi, þegar sýningarsamtökin voru enn- þá eignaraðilar, voru gerðar tillögur að fleiri sýning- arskálum sem væru ódýrir í byggingu. En úr því varð aldrei og því hafa ávallt verið byggðir bráða- birgðaskálar fyrir svo til hverja vörusýningu. Sýnendur hafa kvartað sáran yfir þessu aðstöðu- leysi. En umræðan um stækkun Laugardalshallar- innar hefur ekki einungis tengst vörusýningum. Þegar heimsmeistaramótið í handbolta fór fram d hér á landi 1995, var mikið rætt um að stækka höll- § ina fyrir þá keppni. Slík stækkun myndi stórauka ~ sýningaraðstöðu og koma öllum íþróttum til góða. | Sérstaklega eygðu knattspyrnu- og frjáls- íþrótta-1 menn langþráða lausn á sínum vandamálum. En e </) þeir hafa lengi óskað eftir aðstöðu innanhúss til að 3 geta einnig æft íþrótt sína að vetrarlagi við góðar aðstæður. Gert var ráð fyrir tengibyggingu við höll- ina og sal er rúmaði fullstóran knattspyrnuvöll, þar sem keppni gæti farið fram innanhúss með nokkru áhorfendarými. Því miður varð ekki úr þessum fra- kvæmdum, en vandi H.S.Í. sem var einkum vöntun á áhorfendarými var leystur með því að byggja tengibygginguna og nýta hana fyrir áhorfendarými. Með því var hægt að rúma 5.100 áhorfendur á H.M. 1995 í stað 4.200 áður. Þetta verður að telj- ast góð lausn því nú er tenging á milli salanna komin og nú þarf aðeins að byggja stóra salinn, sem myndi gjörbreyta íþróttaaðstöðu í borginni. ■ . Heimsmeistaramótiö í handbolta í Laugardalshöllinni, 1995. Laugardalshöll. Umræðutillaga af fjölnota íþróttahöll.

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.