AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.08.1997, Síða 11

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.08.1997, Síða 11
gestur ólafsson FRÍTÍMAMANNVIRKI Aþessari öld sem nú er aö líða hafa flestir íslendingar komist af nauðþurft- arstiginu. Þær langanir og draumar sem síðasta aldamótakynslóð bar í brjósti um meiri frístundir og betri aðstöðu til þess að njóta frítímans hafa orðið að veruleika fyrr en nokkurn varði. Með minni vinnu barna, unglinga og skólafólks, styttingu vinnuvikunnar, lægri eftir- launaaldri og hærri meðalaldri hafa þarfirnar fyrir hvers konar frítímamannvirki fyrir fólk á öllum aldri aukist stöðugt. Langt er frá að séð sé fyrir endann á þessari þróun enda bendir margt til þess að í upplýsingaþjóðfélagi framtíðarinnar muni ekki nema um fjórðungur manna stunda það sem við köllum atvinnu í dag. Heimurinn og kröfurnar breytast líka hratt. Það er ekki liðin öld síðan forfeður okkar lærðu sund í torflaugum, gengu sjálfir upp skíðabrekkurnar og byggðu sér „sæluhús" fyrir ferðamenn á hálendinu. Áður en varir verða langanir gærdagsins að þörf- um dagsins í dag og kröfurnar vaxa sífellt um betri og betri aðstöðu. Sú aðstaða sem öllum þótti vel boðleg fyrir nokkrum áratugum eða árum fullnæg- ir ekki lengur kröfum samtíðarinnar, enda berum við okkur í æ ríkari mæli saman við það besta sem gerist erlendis. Fátt bendir líka til annars en að við viljum leggja hart að okkur til þess að koma upp góðri frítímaaðstöðu. Ekki er við því að búast að nokkurn tíma náist al- ger sátt um það hvernig rétt sé að verja opinberu fé til þessara mála. Þó er rétt að taka undir þá sjálf- sögðu kröfu að þeir sem bera ábyrgð á því hvern- ig almannafé er varið til frítímamannvirkja taki fullt tillit til þarfa fólks á öllum aldri og ekki síst fullorð- ins fólks, aldraðra og minnihlutahópa með sérþarf- ir. Þótt eflaust megi finna gild rök fyrir auknum sparnaði á mörgum sviðum þá eru það samt þau frítímamannvirki sem erlendir ferðamenn nota hér á landi sem að umtalsverðu leyti móta ímynd ís- lands útávið. íslenskir íþróttamenn sem bera hróð- ur landsins um víða veröld þurfa líka sömu að- stöðu og þeir menn sem þeir eru að keppa við. Fáar atvinnugreinar hafa verið í jafnörum vexti á undanförnum árum og þær sem snúa að hvers kyns frítímastarfsemi fólks. í hinum svokallaða vestræna heimi eru útgjöld fólks til þessara mála nú um þriðjungur af öllum útgjöldum og hafa farið ört vaxandi. Undanfarna áratugi hafa íslendingar leitað mikið í hvers konar frítímamannvirki erlendis, enda er að- staða hér enn mun fábreyttari en gerist í nálægum löndum. Fáir aðilar hafa ennþá mótað heildstæða stefnu um það hvernig þeir vilja bregðast við vax- andi þörf á þessu sviði. Hér á landi er því mikið starf enn óunnið í þessum efnum bæði af hálfu einkageirans og hins opinbera. ■ Pýramídarnir - yfirbyggöur baöstaöur fyrir fólk á öllum aldri í Southsea á Englandi. 9
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.