AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.08.1997, Side 70

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.08.1997, Side 70
VERKEFNIÐ Keppnissvæðið er að mörgu leyti sérstakt og áhugavert sem byggingarsvæði. Það er um 195 ha að stærð og nær frá suðurmörkum byggðar á Brekkunni inn að Kjarnaskógi. Um var að ræða hreina hugmyndasamkeppni, og voru keppendum því gefnar nokkuð frjálsar hend- ur um mótun og innihald hverfisins. Skv. skilgrein- ingu er munurinn á hugmyndasamkeppni og venjulegri keppni m.a. sá, að útbjóðanda ber eng- in skylda til að fela vinningshafa verkefnið að lok- inni keppni, en Skipulagsnefnd Akureyrar hefur þó lýst því yfir, að hún stefni að því að hafa samstarf við sigurvegara keppninnar um gerð skipulags- ramma hverfisins. í keppnislýsingu voru m.a. sett fram eftirfarandi al- menn skipulagsmarkmið: „Nýta ber sem best náttúrulega kosti svæðisins, s.s. útsýni og tengsl við útivistarsvæði. Byggð skal laga sig að landslagi og taka tillit til sérkenna þess. Leitast verði við að skapa hverfinu einkennandi byggðarmynstur eða bæjarmynd. Reynt verði að stuðla að framþróun hefðbundinna íbúðargerða og nýsköpun á því sviði. Taka skal ríkt tillit til sérþarfa barna, aldraðra og fatlaðra. Leggja ber áherslu á umferðaröryggi, að gegnu- makstur um íbúðarhverfi verði sem minnstur og að gönguleiðakerfi sé rökrétt með tilliti til tengsla íbúðasvæða við skóla og aðra þjónustu, útivistar- svæði og önnur hverfi bæjarins." NIÐURSTAÐAN Á fundi sínum 10. júní 1997 kvað dómnefndin upp eftirfarandi úrskurð: „Dómnefnd ákveður að velja tillögu nr. 5 með ein- kennistölu 02018, til verðlauna, og mælir með því að haft verði samstarf við höfunda hennar um gerð skipulagsramma hverfisins. Tilgangur útbjóðanda með samkeppninni var að fá fram ferskar en samt raunhæfar og hagkvæmar til- lögur að megindráttum hins nýja bæjarhluta. Sér- staklega var vonast til að niðurstaða samkeppn- innar gæti vísað til framtíðar á nýrri öld, með tilliti til þróunar búsetu, lífs- og atvinnuhátta, jafnvægis byggðar og náttúru og umhverfissjónarmiða. Að mati dómnefndar er tillagan snjöll og heildstæð og svarar í öllum meginatriðum þeim markmiðum sem sett voru fram í keppnislýsingu. Grunnhug- mynd hennar er einföld, en tillagan felur samt í sér margbreytileika og sveigjanleika. Tillagan er þró- unarhæf. Sérstaklega vill dómnefnd benda á að draga má úr ágöllum umferðarkerfisins, án þess að raska meginhugmynd skipulagsins. „ í Naustahverfi rúmast ný hugsun sem vísar veg- inn fram á við. Skýrleiki og umhverfisgæði eldri hverfa er hafður að leiðarljósi en jafnframt er tekið á vanda, sem aukin bílaumferð í nútíma þéttbýli skapar. Skipulagið er í senn einfalt í sínum marg- breytileika, það tekur tillit til og undirstrikar sér- kenni landsins og er ein heild á hverjum tíma. Þannig á Naustahverfi að verða akureyrskur fram- tíðarbær." (Úr greinargerð höfunda).1' HÖFUNDARNIR: Aðstandendur verðlaunatillögunnar reyndust sem fyrr segir vera Kanon arkitektar ehf., nánar tiltekið eftirtalin: HÖFUNDAR: Halldóra Bragadóttir arkitekt FAÍ, Helgi Bollason Thóroddsen arkitekt FAÍ, Póröur Steingrímsson arkitekt FAÍ. AÐSTOÐ OG RÁÐGJÖF: Helga Bragadóttir arkitekt FAÍ, Sveinn Bragason arkitekt. RÁÐGJÖF: Porsteinn Porsteinsson byggingarverkfræö- ingur. ■ 68

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.