AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.08.1997, Blaðsíða 22
GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR ARKITEKT
NÝJAR MENNINGARSTOFNANIR
í MIÐBORG REYKJAVÍKUR
Oborg mín borg ég lofa Ijóst þín
stræti, þín lágu hús og allt, sem
fyrir ber. Og þótt svo táriö oft
minn vanga væti, er von mín
einatt, einatt bundin þér. Og hversu sem aö
aðrir í þig narta, þig eöla borg sem forðum
prýddi mig, svo blítt, svo blítt sem barnsins
unga hjarta er brjóst mitt fullt af minningum
um þig.
Svo kvaö Vilhjálmur frá Skáholti um Reykjavík. En
borgin hans Vilhjálms hefur breyst. Slíkt er eðli
borga, því borg er ekki einungis hús, götur, torg
og opin svæöi heldur flókiö samspil þessa alls og
fólksins sem borgina byggir.
Um leiö og athafnir, lifnaöarhættir og venjurfólks-
ins breytast þá breytist borgin jafnvel þótt húsin,
torgin og göturnar séu söm og fyrr.
En þá ríður á að skilja hismiö frá kjarnanum.
Greina þaö mikilvæga í borgarmyndinni, þaö sem
gefur henni gildi, er gott og viö viljum ekki glata.
Síöan þarf aö byggja á því nýtt samspil húsa,
gatna, torga, opinna svæöa og hins nýja mannlífs.
Oft hættir okkur til aö hlaupa yfir þessa greiningu,
sem er svo nauðsynleg. Viö breytum umhverfinu
án íhugunar og án þess aö hafa skilið hvernig viö
getum skapað ný tengsl og séö til þess aö „sjarm-
inn“ og grundvöllurinn fyrir lifandi borg glatist ekki.
Athyglisvert er aö í nýjum borgum eða borgar-
hverfum sem byggö eru upp frá grunni virðist ekki
vera hægt aö ná fram því sama og í eldri borgum
eöa borgarhlutum jafnvel þótt reynt sé aö raða
saman meö sama hætti sömu gerö eininga.
Langa göngu fólksins og líf þess í gleði og sorg á
götum, torgum og í húsum vantar, einnig öryggiö
sem fylgir því aö hafa tekiö í arf þekkingu á um-
hverfinu og skáldin hafa ekki heldur enn ort sín
Ijóö.
Ýmsar kollsteypur hafa átt sér staö í sögu borga.
Nægir að nefna afleiðingar iönbyltingarinnar, sem
voru m.a. þær aö fyrir rúmri öld var farið aö leggja
áherslu á að flytja allan atvinnurekstur eöa iön-
fyrirtæki burt úr íbúðarhverfunum vegna mengun-
ar frá starfseminni.
Upp úr því var farið aö flokka borgarhluta í íbúöar-
svæöi, atvinnu-og iðnaðarsvæði, stofnanasvæöi
og verslunarsvæöi eöa miðbæjarsvæði. Þetta varö
aö skipulagsstefnu sem er við lýöi enn í dag.
Annar áhrifavaldur í sögu borga er bíllinn og vax-
andi notkun hans.
Stór umferðarmannvirki uröu til og farið var aö
leggja áherslu á aöskilnað akandi og gangandi
umferöar vegna þeirrar hættu sem af bílaumferö
stafar.
Útivinna kvenna jókst hrööum skrefum og ýmsar
breytingar urðu á lífsháttum. Innkaupavenjur
breyttust, stórmarkaöir héldu innreið sína og þann-
ig mætti lengi telja.
Miöborg Reykjavíkur hefur ekki fremur en aðrar
miöborgir fariö varhluta af þessum breytingum.
Starfsemin á hafnarsvæöinu hefur breyst meö til-
komu nýrrarflutningatækni. Verslanirog heildsölu-
fyrirtæki hafa horfið af sjónarsviöinu og íbúöa-
hverfin, sem áöur voru háö þjónustu í göngufjar-
lægö sem veitt var í miöbænum, geta nú sótt ann-
aö.
í merkri grein, eftir hugsuöinn og skipuleggjandann
Christopher Alexander, sem birtist í apríl/maí hefti
Architectural Forum áriö 1965 er sett spurningar-
merki viö uppskiptingu borga í hverfi eftir athöfn-
um. Höfundurinn gerir aö umræöuefni muninn á
borg sem hugsuð er sem tré, þ.e.a.s. þar sem at-
hafnir eru flokkaðar líkt og enn tíðkast í borgar-
skipulagi, og borg sem hann nefnir hálfnets-borg,
en þar eru snertipunktar athafna aörir og fleiri.
Christopher Alexander telur ástæðuna fyrir því aö
haldið er áfram aö skipuleggja borgir sem tré vera
aö frumstarfsemi hugans gangi út á aö minnka
tvíræöi og víxláhrif í ruglingslegu umhverfi. Starf-
semi hugans hafi ekkert umburöarlyndi gagnvart
tvíræöi.
í grein sinni segir Alexander aö meö tré-hugsunar-
hættinum séum viö aö skipta á fjölbreytileika
hinnar lifandi borgar og einfaldari hugsun, sem
einungis henti skipuleggjendum og borgarstjórn-
um. í hvert skipti sem borgarhluti er rifinn og tré
(einhæfni) kemur í staö hálfnets (fjölbreytni) er
20