AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.08.1997, Blaðsíða 30
JES EINAR PORSTEINSSON ARKITEKT FAÍ
FRÍTÍMAMANNVIRKI
ar sem áöur stóö hvítur skáli viö steypt
sundlaugarker á bala viö heita lind hef-
ur nú risið mannvirki meö laugum,
gufu-, leir-, Ijósbööum og rennibrautum
umlukiö útivistarsvæöum. Þróun þessi hefur veriö
hægfara, en fylgt almennri lengingu frítíma og vax-
andi skilningi á mikilvægi hreyfingar og útilífs.
íþróttasalir eru byggðir viö sundlaugar þar sem því
verður viö komið og hafa fylgt svipaðri þróun og
sundlaugar, þeir hafa stækkaö og í hverjum sal eru
margir leikvellir auk sala fyrir þrekæfingar, tennis,
veggjabolta o.fl.
Keppni og almenn notkun stangast iöulega á í
íþróttasölum. Æfingar og keppni í knattleikjum
taka mikinn tíma og takmarka aögang annarra not-
enda. Skólanemendur komast sjaldnar í íþrótta-
salina utan fastra leikfimistíma eins og æskilegt
mætti teljast.
í nágrenni við íþróttasali og sundlaugar eru útivist-
arsvæöi meö íþróttavöllum, hlaupabrautum og
gangstígum.
Mikil áhersla er lögö á félagslega aöstööu í þess-
um mannvirkjum fyrir unga sem aldna og er allt
rými sniöiö viö fjölbreytta og góða nýtingu, svo aö
almenningur geti í raun dvalið löngum stundum á
þessum stööum.
Eflaust á starfsemi í þessum mannvirkjum eftir aö
eflast og veröa fjölbreyttari. Mörgum sundlaugum
má í dag líkja viö Tívolí, svo margbreytilegt er um-
hverfi þeirra og tækjabúnaöur.
Hinn iðandi mannfjöldi í sundlaugum meö hávaöa
og skvaldri minnir á mannlíf í baðhúsum Rómverja
til forna eins og viö getum ímyndað okkur þaö.
íþróttamiöstööin í Borgarnesi er aö mörgu leyti
dæmi um mannvirki sem hér hefur veriö lýst. í upp-
hafi var byggð lítil opin sundlaug í jaðri Skalla-
grímsgarös, löngu síðar (1974-1984) var byggt yf-
ir laugina og íþróttahús reist í tengslum viö hana
ásamt búningsherbergjum og góöri félagslegri að-
stöðu. Þá voru lagðir íþróttavellir í næsta nágrenni
meö hlaupabrautum og áhorfendastæöum. Hita-
veita Akraness og Borgarfjaröar (1982) breytti
verulega forsendum varöandi rekstur íþróttamiö-
stöðvarinnar, en meö komu hennar var unnt aö
ráöast í byggingu útilaugar meö heitum pottum,
vaðlaugum og rennibrautum og var því verki lokið
í ár áöur en landsmót UMFÍ hófst.
Allar þessar byggingar, opin svæöi og vellir mynda
nú eina heild sem tengist byggö í Borgarnesi meö
hlaupa- og göngubrautum, sem liggja um græn
svæöi byggðarinnar.
Ekki voru allir á eitt sáttir um uppbyggingu og staö-
setningu íþróttamiöstöövarinnar, en nú þegar upp
er staöiö er þaö mat flestra aö farsæl leið hafi ver-
iö farin í þessu máli.
í framtíöinni eiga þessi frítímamannvirki eftir að
þróast og stækka. Glerhýsi meö suðrænum gróöri
munu rísa viö heitar laugar og hótelrekstur veröur
þáttur í starfsemi þessara mannvirkja svo aö land-
inn getur valið á milli suölægra sólarstranda og
innlendra frítímamannvirkja. ■
28