AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.08.1997, Blaðsíða 25
IN NAN H USSAÐSTAÐ A
í FRJÁLSÍÞRÓTTUM
Iþessum greinarstúf veröur drepiö á nauðsyn
þess aö í fjölnota íþrótta- og sýningarhúsi,
sem menn gera sér vonir um aö reist veröi á
höfuöborgarsvæöinu á næstu árum, veröi
gert ráö fyrir aöstööu til keppni og æfinga í frjáls-
íþróttum.
Frjálsíþróttir hafa um nokkurt skeiö verið stundaö-
ar allt áriö um kring, hvort sem er til keppni eöa æf-
inga. í janúar hefjast innanhússmótin og þau ná
hámarki meö annaðhvort heimsmeistaramóti eöa
Evrópumeistaramóti í marsmánuöi. Keppnistíma-
biliö utanhúss hefst venjulega um miðjan maí og
stendur fram í miðjan september. Á haustin er síö-
an tímabil götu- og víðavangshlaupa. Þetta er
veruleg breyting frá því að íþróttin var nær ein-
göngu stunduð utanhúss á vorin og sumrin. Nauö-
syn á aöstööu fyrir æfingar og keppni áriö um kring
er því augljós.
AÐSTAÐAN TIL ÆFINGA OG KEPPNI
Uppbygging aöstööu utanhúss stefnir í rétta átt hér
á landi. Nú í haust veröa alls fjórir vellir á höfuö-
borgarsvæöinu meö gerviefni, þ.e. í Mosfellsbæ,
Reykjavík, Kópavogi og nú síöast er verið aö Ijúka
viö nýjan völl í Hafnarfirði. Fyrir tvö síðustu Lands-
mót Ungmennafélags íslands voru lagöir vellir
meö gerviefni á Laugarvatni og í Borgarbyggð.
Vonir standa til að vellir með gerviefni komi á Akur-
eyri og Egilsstööum á næstu þremur til fjórum ár-
um.
Þaö var ekki fyrr en síðastliðinn vetur aö geröar
voru endurbætur á einu sérhæföu innanhússað-
stööunni sem til er hér á landi. Þá voru gerðar end-
urbætur á hinum svokallaða Baldurshaga, en hann
er æfingasalur undir gömlu stúku Laugardalsvall-
ar. Þar var brautin lengd úr 50 m í 60 m og er þar
hægt aö hlaupa á fjórum brautum samhliða. Um 40
ár eru síðan Baldurshaginn var tekinn fyrst í notk-
un og var löngu kominn tími til endurbóta.
Vegna nokkurra helstu móta á undanförnum árum
hafa, bæöi í íþróttahúsinu í Kaplakrika í Hafnarfiröi
og í Laugardalshöll, veriö lagðar út mottur úr gervi-
efni til keppni í einstaka tæknigreinum og hlaup-
um. Þessi búnaöur er bæöi ófullnægjandi og er
tímafrekt að koma honum fyrir. Þannig hefur í raun
lítiö sem ekkert lagast aöstaöa fyrir frjálsíþróttir
innanhúss hér á landi í 40 ár. Til samanburðar má
geta þess aö fyrir 40 árum var Hálogaland eina
keppnishúsið í landinu fyrir handbolta.
Til viðbótar viö þá staöreynd aö keppt er í frjálsí-
þróttum bæöi innan- og utanhúss, má spyrja hvar
sé meiri þörf á góöri æfinga- og keppnisaðstöðu
innanhúss en einmitt í nyrstu höfuðborg heimsins?
Allir okkar afreksmenn í frjálsíþróttum sækja æf-
ingar meira eöa minna til útlanda, sumir nær alveg,
enda væru þeir ekki afreksmenn ef þeir byggju viö
núverandi aöbúnaö innanhúss hér á landi.
Guðrún Arnardóttir er meðal bestu grindahlaupara í heimi
og var nærri því að komast í úrslit bæði á síðustu Óiymp-
íuleikum og á heimsmeistaramótinu í Aþenu á þessu ári.
Hún á litla möguleika á að ná þessum árangri við þær að-
stæður til æfinga, sem boðið er upp á hérlendis.
23
JONAS EGILSSON FORM. FRJALSIÞROTTASAMB. ISL.