AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.08.1997, Síða 65

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.08.1997, Síða 65
VINNUVERND í VERKI „Fjölbreytni í fyrirrúmi“ Mannslíkaminn er gerður fyrir hreyf- ingu. Hreyfiþörfin sést augijóslega þegar fylgst er með börnum í starfi og leik. Þau sitja, standa, sitja á hækjum sér, krjúpa og skipta oft um stellingar og reyna að koma sér haganlega fyrir við það sem þau eru að gera! Hvað verður um þessa innbyggðu þörf fyrir fjöl- breytni þegar við slítum barnsskónum? Leyfir skipulagið og aðstaðan í skólanum börnunum að hlýða næmri klukku líkamans um að hreyfa sig eða breyta um stellingu þegar þörf krefur? Og hvað tekur við þegar út á vinnumarkaðinn er komið? í þessari grein verður fjallað um einhæf störf og vinnuskipulag, áhrif einhæfni á hreyfi- og stoðkerf- ið og mikilvægi fyrirbyggjandi hugsunar við hönn- un. EINHÆF STÖRF í rannsókn sem gerð var á vegum Félagsvísinda- stofnunar Háskóla íslands árið 1990 voru þátttak- endur spurðir hvort starf þeirra fæli í sér endur- teknar og einhliða hreyfingar í ríkum mæli. Töldu 46 % karla og 53% kvenna, óháð stétt, að svo væri. Þegar skoðuð voru svör ófaglærðs verka- fólks var hlutfallið hins vegar mun hærra, því 67% þeirra töldu starfið fela í sér einhæfar hreyfingar í ríkum mæli (1). Upplýs- ingar frá hinum Norðurlöndunum benda til þess að einhæfar vinnuhreyfingar ogvinnustöður séu álíka algengar hjá frænd- þjóðunum (2). Þessar niður- stöður eru skýr vísbending um að einhæf störf eru algeng í at- vinnulífinu. Ljóst er að einhæfni er mjög algeng í vissum iðn- greinum, t.d. fata- og vefjariðnaði og matvælaiðnaði. Einnig má finna slík störf í verslunar- og skrifstofu- geiranum, t.d. vinna við búðar- starfið þarf að feia kassa og innsláttur á tölvu. Eftir- tyrir líkama og sál. litsátak sem Vinnueftirlit ríkisins gerði í 49 mat- vöruverslunum nýlega leiddi í Ijós að í rúmlega helmingi verslananna var starfið við afgreiðslu- kassana skipulagt þannig að starfsmenn unnu ein- göngu á kassa (3). HELSTU EINKENNI EINHÆFRAR VINNU ERU: ■ síendurteknar hreyfingar ■ stutt vinnuferli ■ mikill hraði ■ krafa um einbeitingu ■ krafa um nákvæmni ■ sjónkröfur ■ lítil stjórn á eigin vinnu EINHÆFNI LEIÐIR TIL ÓÞÆGINDA Rannsóknir, bæði hérlendis og erlendis, sýna að óþægindi frá hreyfi- og stoðkerfi eru mun algengari hjá þeim vinna einhæf störf borið saman við þá sem hafa fjölbreyttari verkefni (4). Störf sem fela í sér að halda þarf vöðvum spenntum lengi auka hættu á óþægindum (2,4,5). Dæmi um slíka vöðvabeitingu er að finna í: ■ hálsvöðvum, þegar höfuð er lengi í álútri stöðu vegna sjónkrefjandi vinnu ■ axlarvöðvum, þegar halda þarf handleggjum oft eða langvarandi út frá líkamanum en það gerist þegar verkefnin eru ekki innan þægilegs vinnu - sviðs framhandleggsvöðvum, þegar halda þarf stöðugu gripi um verk- færi ■ bakvöðvum, þegar halla þarf bolnum fram vegna of lágrar vinnuhæðar Rannsóknir hafa einnig sýnt að skýrt samband er milli langvarandi endurtekinna ein- hæfra vinnuhreyfinga og óþæg- inda í höndum, úlnlið og fram- handlegg. Hætta á óþægindum eykst enn frekar ef beita verður sérfjöibreytt áiag afli við verkið (2,4,5). Við mörg einhæf störf fara þessir tveir áhættuþættir saman, þ.e. langvarandi spenna vöðva í öxlum og endurteknar hreyfingar handa. 63 PÓRUNN SVEINSDÓTTIR SJÚKRAÞJÁLFARI
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.