AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.08.1997, Blaðsíða 41

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.08.1997, Blaðsíða 41
Evrópu. Frakkar, sem einnig töldust til menningar- þjóöa og höföu byggt stórar hallir þar sem löng leið gat veriö á útikamar, höföu aörar lausnir. í Versöl- um var ekkert klósett en meðfram veggjum voru gríöarleg tjöld og brugöu hirðmenn sér bak við þessi tjöld til aö hægja sér. Sá feiknarlegi óþefur sem varö af þessu var bældur eöa deyfður meö alls konar vellyktandi og púöri og pómaði, svo aö Frakkar uröu langfremstir í gerð þessarar vöru, ilmefna. Eöa eins og einhver góöur maöur sagöi: ,,Þaö kemst enginn með nefiö þar sem þeir hafa tærnar í þeim efnum." Baökúltúr Frakka var ekki neitt til aö hrópa húrra fyrir fremur en Breta eöa annarra í Evrópu. Þaö er sagt aö eitt sinn þegar Loövík fjórtándi var aö skipta um sokka aö stóratá- in hafi dottið af honum þar sem hún var orðin mork- in vegna óþrifa. Samt náöi hann tiltölulega háum aldri, en lengst af ævinni mun hann ekki hafa kom- iö nálægt vatni, hvaö þá baði. Það var því ekki sama þörfin á stórvirkjum frárennslistækninnar og haföi verið hjá Rómverjum eöa eins og síöar varð. En meö aukinni iönvæöingu á nítjándu öldinni samfara íbúafjölgun borganna, einna helst í Englandi, þá varö frárennslisvandinn sífellt meiri. Árið 1859 gengu miklir hitar í London og áin Thames, sem rennur í gegnum borgina, varö svo fúl að leggja varö niöur störf í breska þinginu. í einu dagblaöi í London voru sama daginn tvær roku- fréttirog fyrirsagnirnar voru: Jndia Is In Revolt" og ,,The Thames Stinks". Upp úr þessu fóru læknar og aðrir aö skilja sam- hengiö milli alls konar smitsjúkdóma og hreinlætis- ástands, einkum viövíkjandi drykkjarvatni. Og til þess aö drykkjarvatnið yröi ekki mengað var nauö- synlegt aö leiöa frárennsliö sem lengst frá vatns- brunnunum. Aö vísu höföu verið lögö holræsi í stórborgunum fyrr, en þaö var þó aðallega gert til aö auðvelda fólki feröir ofanjaröar aö ræsunum haföi veriö lokaö. Þá tók aö gera vart viö sig áhugi borgaranna á aö þrífa sig og jók þaö mjög á vatns- notkun og þar meö á frárennsli. Alls konar nýjung- ar litu dagsins Ijós, baöker og handlaugar úr pos- tulíni svo ekki sé minnst á salernisskálar. Til ís- lands átti þessi nýbreytni eftir aö ná, meö eölilegri seinkun, en jafn- örugglega og viö tókum viö tölvu- byltingunni á síðasta hluta tuttugustu aldarinnar tókum við mót hreinlætistækninni og öllu því sem henni fylgdi í upphafi aldarinnar. Fyrirhuguö lega útrásar frá Mýrargötu. LÆKURINN Frá því byggð tók aö þéttast hér á landi, fyrst meö kaupstöðum og þá helst í Reykjavík á nítjándu öld- inni voru frárennslismál næsta frumstæö. Venjan var sú aö kasta úr koppunum á tún eöa á mykju- hauga viö gripahúsin eins og tíðkaðist í sveitum. Lækur sá er Lækjargata dregur nafn sitt af og upp- haflega hét Arnarhólslækur varö helsta skólpræsi Reykjavíkur og landsins alls. Lækurinn var ekki merkilegt vatnsfall og ekki varð hann skáldum yrk- isefni eins og aörir lækir og fljót gátu leyst úr læö- ingi andagift þeirra. Og þó hann væri ekki einu sinni 400 metra langur gat hann orðið hinn mesti skaðræöisgripur. Hann átti þaö til aö stíflast og hlaupa yfir miöbæinn og þá sérstaklega Austurvöll, sem gat orðið eins og hafsjór yfir aö líta. Árni Óla blaðamaður ritaöi um þennan merkilega en lítt elskaða læk fyrir tæpum fimmtíu árum og fer hér á eftir kafli um hlutverk hans í frárennslismálum Reykjavíkur á nítjándu öldinni: „Lækurinn tók sjálfkrafa og fyrirhafnarlaust viö öllu leysingarvatni og rennsli úr holtinu. En niðri í Miö- bænum var ööru máli aö gegna. Var þar lengi örö- ugt um frárennsli. Fyrsta göturennan var gerö í miðju Aðalstræti frá Klúbbnum niöur aö sjó. Út af því mannvirki uröu heitar deilur, sem skiptu mönn- um í tvo flokka. Brátt fór þó svo, aö allir sáu aö rennur voru nauösynlegar. Var þá lögð renna eftir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.