AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.08.1997, Qupperneq 14
Fjölskyldugarðurinn í Laugardal
Laugardalsvöllurinn. Horft úr nýju stúkunni.
Laugardalsvöllur, eftir breytingu fyrir H.M. ’95.
húsdýragaröinn. Þareigafjölskyldursér griöastaö
þar sem hægt er aö njóta leikja, fræöslu og
skemmtunar og skoöa og kynnast húsdýrum og
villtum íslenskum dýrum.
STARFSEMIN Á VEGUM BORGARINNAR
Of langt mál yröi að telja hér upp öll þau mannvirki
og alla þá starfsemi sem er á vegum Reykjavíkur-
borgar í íþrótta-, tómstunda- og félagsmálum. Hér
verður því aöeins drepið á þaö helsta.
FÉLAGS- OG TÓMSTUNDASTARF
íþrótta- og tómstundaráö rekur átta félagsmiö-
stöövar í hverfum borgarinnar í samstarfi viö
skóla, íþróttafélög og kirkju. Þar fer fram öflugt
barna- og unglingastarf og boöiö er upp á hvers
konar sumarnámskeiö. Þá hefur ÍTR unniö mikiö
aö atvinnmálum ungs fólks á undanförnum árum.
ÍÞRÓTTAMÁL
ÍTR rekur fimm almenningssundlaugar sem um
ein og hálf milljón gesta sækir árlega. Það rekur
fjögur stór íþróttahús, Skautasvellið í Laugardal,
íþróttavelli í Laugardal og Reiöhöllina. Þá á borgin
aöild að rekstri þriggja skíðasvæða á Bláfjalla-,
Skálafells- og Hengilssvæðinu.
NÝJUNGAR HJÁ ÍTR
Miklar framkvæmdir hafa veriö á vegum ÍTR und-
anfarin ár. Má þar m.a. nefna byggingu Árbæjar-
sundlaugar, viöbyggingu við Laugardalshöll vegna
Heimsmeistaramótsins í handknattleik 1995, end-
urbætur á tjaldsvæöi viö Laugardal. Nú standa yf-
ir framkvæmdir við nýja almenningssundlaug í
Grafarvogi. Þá má nefna nýbreytni í félagsstarfi
eins og Hitt húsiö, sem er menningar- og upplýs-
ingamiðstöð fyrir ungt fólk meö fast aðsetur í
Geysishúsinu, Félagsmiöstöö nýbúa, púttvelli viö
félagsmiöstöövar aldraöra og Mótorsmiðjuna sem
er samstarfsverkefni ÍTR og Félagsmálastofnunar
á sviöi forvarna.
ÍÞRÓTTASVÆÐI
Á síöustu árum hefur oröiö mikil uppbygging á
íþróttamannvirkjum í hverfum borgarinnar í sam-
starfi viö íþróttafélögin sem gegna mikilvægu hlut-
verki í æskulýðsmálum.
ÚTIVIST
Nokkur skipulögö útivistarsvæöi eru í og viö
borgina. Má þar nefna Heiðmörk, Elliöaárdalinn,
12