AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.08.1997, Side 34
Verk eftir Gest Þorgrímsson og Runu.
Verölaunatillaga Sigrúnar Eldjárn.
áhorfendur, alla í sætum. Þaö er talið nægjanlegt
meö tilliti til þess aö flestum stórleikjum er nú sjón-
varpað beint. Nýja stúkan er byggö úr forsteyptum
einingum. Léttur bogi er á stúkunni en hún fylgir
lögun vallarins. Léttleiki þaksins myndar andstæöu
viö steypta hluta stúkunnar. Þakið er úr aluzinki,
boriö uppi af bláum stálrömmum sem teygja sig í
átt aö eldri stúku. Stálrammarnir eru klæddir glæru
plexigleri sem hleypir birtu inn í stúkuna.
LISTIR OG MANNVIRKI
Allt frá íþróttaleikvöllum Forn-Grikkja hafa kapp-
leikir og útivera í borgum veriö nátengd listum, þó
einkum höggmyndalistinni. Það var því ákveðið
þegar fyrsta stúkan var byggö aö hafa vesturhlið
hennar gluggalausa, við þaö myndaöist stór, fall-
egur og áberandi flötur. Hugmyndin var sú aö fara
síðar meir í samstarf viö listamann um listaverk á
hliðina. Mörgum sem standa fyrir byggingum þykja
þær svo dýrar aö ekki sé listaverkum ábætandi. En
„þolinmæðin þrautir vinnur allar“. Tuttugu árum
eftir aö byggingunni var lokið, samþykktu borgaryf-
irvöldin aö láta setja upp hiö ágæta og listræna
verk Gests Þorgrímssonar og Rúnu (Sigrúnar
Guöjónsdóttur). Listaverkið er tákn úr íþróttalífinu
og hefur listamönnunum tekist afbragðsvel aö
sýna aö íþróttir eru listrænar í eðli sínu.
íþróttir, listir og útivera eiga eins og áöur segir vel
saman, þess vegna þurfum viö að sjá fleiri lista-
verk í dalnum. Fyrir nokkrum árum var samkeppni
um listaverk er skyldi standa viö innganginn í dal-
inn, sem er viö Engjaveg. Aö henni stóöu Reykja-
víkurborg, menntamáiaráöherra, íþróttasamband-
iö og Ólympíunefnd. Dómnefnd var skipuð af of-
angreindum aðilum og tveimur fulltrúum frá Sam-
bandi ísl. Myndlistarmanna. Allmargar tillögur bár-
ust. Dómnefndin var sammála um eina tillögu en
höfundurinn aö henni er Sigrún Eldjárn. í þessari
tillögu er leitast viö aö tengja saman forn-gríska
list og nútímalist. Færi vel á því aö áðurgreindir
aöilar tækju nú aftur saman höndum og hrintu
þessu máli í framkvæmd.
LAUGARDALSHÖLL
Laugardalshöllin varbyggöáárunum 1961 til 1965
en vígsla fór fram meö landsleik íslands og USSR
í handbolta. Höllin er frá upphafi fjölnota hús er
leyst gæti vanda íþrótta, vörusýninga og annarra
margháttaöra menningarviöburöa. Húsið er um
2915 m2, þar af er salurinn 2280 m2. Engin súla
mátti vera í salnum, svo ákveðið var aö setja stein-
steypt hvolfþak yfir salinn. Þegar húsiö var reist
var um aö ræöa eitt stærsta hvolfþak í Norður-Evr-
ópu. Þetta var því verkfræðilegt afrek. í kantbitum
eru eftirstrengdir stálkaplar sem í raun bera þakiö.
Steypan í þaki viö útveggi er um 30 cm, en í toppn-
um að
eins 12 cm. Steypa varö þakið í einni lotu, en þaö
tók tvo sólarhringa. Verkfræöstofa: Braga og Ey-
vindar.
Húsiö var í upphafi byggt af Reykjavíkurborg, sýn-
ingarsamtökum atvinnuveganna, Í.B.R. og B./E.R.
En nú er Reykjavíkurborg búin aö kaupa alla eign-
arhlutana. Höllin er langstærsta samkomuhús
borgarinnar. Þar hafa verið haldnar svo til allar
vörusýningar síöari ára, heimsmeistarakeppni í
skák og handbolta svo eitthvað mætti nefna. Þá
hefur húsiö veriö notaö til tónleikahalds af ýmsum
toga, svo og fyrir hverskonar íþróttaæfingar og
keppni allt áriö um kring. Hér á landi getur ekkert
32