AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.08.1997, Page 38

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.08.1997, Page 38
DENNIS OG HJÖRDÍS ARKITEKTAR LAUG í ÁRNESI, GNÚPVERJAHREPPI 1 VERKEFNIÐ fólst í því aö hanna litla I sundlaug fyrir sveitarfélag sem telur um | 300 manns og er takmörkuðu fé veitt til framkvæmda. Tilgangurinn með byggingu hennar er að bæta aðstöðu til íþrótta jafnframt því að örva ferðamannastrauminn í byggðarlaginu. Lóðin er á grónu svæði við Kálfá og tengir saman tjaldstæði, gistihús, félagsheimili og skóla. Stærð laugar er miðuð við löglega kennslulaug (12.5m) og mun aðeins einn starfsmaður vinna við hana. Gert er ráð fyrir því að síðar meir sé hægt að byg- gja hvolfþak úr gleri yfir laugina. ast form náttúrlegra hveralauga. Laugin er líkust stóru heitu keri. Lögun laugarinnar gefur gestum tækifæri til að mynda hring og spjalla saman í ná- lægð við hinn forna þingstað Árnesinga. Laugin sjálf er steypt og jarðbundin andstætt laugarbygg- ingunni sem er klædd léttum hátækniefnum; stáli og gleri. Steypt anddyrið er sem akkeri á léttbygg- inguna og gefur til kynna að án þess gæti hún tek- ist á loft og skilið laugina eftir eins og hverja aðra hveralaug í íslenskri náttúru. Áætlað er að taka laugin í notkun í byrjun sumars 1998. ■

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.