AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.08.1997, Side 55

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.08.1997, Side 55
SÍGRÚN GÍSLAD9TTIR FORM. SKIPULAGSNEFNDAR í GARÐABÆ SAMKEPPNI UM deiliskipulag á HRAUNSHOLTI, Garðabæ Með samþykkt bæjarstjórnar Garða- bæjar í apríl 1996 var bæjarverk- fræöingi Garöabæjar í samráði viö Arkitektafélag íslands faliö aö undir- búa samkeppni um deiliskipulag á Hraunsholti. Þetta svæöi er um 48 ha aö stærð. Þaö afmarkast af Hafnarfjarðarvegi til suðausturs, Álftanesvegi og hraunbrún Garðahrauns til suövesturs og fyrirhug- aöri framlegngingu Vífilsstaðavegar til noröurs og norðvesturs. Skipulagsnefnd Garöabæjar fjallaöi síðan um samkeppnina og samþykkti skilmála fyrir skipulag svæöisins og afgreiddi drög aö keppnislýsingu í maí 1996. í dómnefnd voru skipaðir: tilnefndir af Garöabæ, Árni Ólafur Lárusson, viöskiptafr., form. Fyrstu verölaun. Höf: Áslaug Katrín Aöalsteinsdóttir landslagsarkitekt, Gestur Ólafsson, arkitekt og skipu- lagsfr., Haukur Viktorsson, arkitekt. dómnefndar, Jón Guömundsson, fasteignasali og Sigurður Björgvinsson skólastjóri, en tilnefndir af Arkitektafélagi íslands þeir Pálmar Kristmundsson, arkitekt og Vilhjálmur Hjálmarson, arkitekt. Ritari dómnefndar var Agnar Ástráösson, byggingarfull- trúi og trúnaðarmaður Eiríkur Bjarnason, bæjar- verkfræöingur. Skilafrestur tillagna var ákveöinn 1. desember 1996 og áætlaöi dómnefnd aö Ijúka störfum í janú- ar 1997. Viö lok skilafrests höföu þrettán tillögur borist. Töldust þær allar uppfylla skilyröi keppninn- ar. Dómnefnd lauk störfum 27. janúar 1997 og var niöurstaöa hennar eftirfarandi: 1. verölaun hlaut tillaga þeirra Áslaugar Kartínar Aöalsteinsdóttur, landslagsarkitekts, Gests Ólafs- sonar, arkitekts og skipulagsfræðings og Hauks Viktorssonar, arkitekts. Tæknilega ráögjöf veitti Þorsteinn Þorsteinsson, verkfræöingur. í umsögn dómnefndar um þessa tillögu segir: „Þétt byggö, þar sem byggingar og götur falla vel að landinu. Tengibraut í jaöri hraunsins er felld burt þar, en færö ofar og nær miöju skipulagssvæöis- ins. Gatnakerfi er gott og tillögur aö frágangi gatna- móta eru athyglisverðar. Útfærsla tillögu aö gatna- mótum Hafnafjaröarvegar og Álftanesvegar er álit- leg. Nýting lands er góð, en í efri mörkum. Fjöl- breytni í fjöleignahúsum skortir. Staöarval dvalar- heimilis og leikskóla innan svæöisins er gott. Hug- mynd aö heilsuræktarmiðstöð er athyglisverð. Einnig hugmynd að samskiptamiöstöö, verslun 0. fl. innan svæöisins. Megin einkenni tillögunnar er vel útfært byggða- skipulag meö litlum sérbýlum, miölægri þjónustu og skýru gatnakerfi. Áfangaskipting í uppbyggingu svæöisins með hliðsjón af tengingum er auðveld. Framsetning tillögunnar er góö og greinargerð vel unnin, en um margt yfirdrifin." 2. verðlaun hlutu Ögmundur Skarphéöinsson, arkitekt og Ragnhildur Skarphéöinsdóttir, lands- lagsarkitekt. Samstarfsmaöur Alistair Macintyre. 52 3. verðlaun hlutu Valdís Bjarnadóttir, arkitekt. Samstarfsmenn: Alena Anderlova, arkitekt, Guö- rún Guðmundsdóttir, arkitekt, Gunnar Ingi Ragn- arsson, verkfr., Sigurður H. Kiernan, verkfr. Ákveðið var aö ganga til samninga viö höfunda 1. verðlauna um útfærslu skipulagsins og var samn- ingur viö þá undirritaður í apríl 1997. Með samn- ingnum var ákveöiö aö höfundar skyldu Ijúka skipulagsvinnunni fyrir 1. ágúst 1997 og skyldi þá liggja fyrir samþykkt deiliskipulag og skipulagsskil- málar tilbúnir til auglýsingar í samræmi viö skipu- lagsreglugerð. Ágætt samstarf tókst meö skipulagsnefnd Garöa- bæjar, höfundum skipulagsins og bæjarverkfræð- ingi og má þakka því hversu fljótt og vel tókst aö Ijúka þessari skipulagsvinnu. Skipulagsnefnd gaf sér samt góðan tíma til þess aö fjalla um skipulag- iö á reglubundnum fundum. Auk þess var farin skoöunarferð meö ráögjöfum um höfuðborgar- svæöiö, helstu nýbyggingarsvæöi skoöuö og reynt aö draga lærdóm af því hvernig tekist haföi til með deiliskipulag og skipulagsákvæöi hjá nærliggjandi sveitarfélögum. Meöan á verkinu stóð var óskaö eftir talsverðum breytingum á skipulaginu, þótt megin hugmynd höfunda, um þétta, lágreista byggö meö miölægri þjónustu, hafi verið haldiö í öllum aðal atriöum. Hiö nýja deiliskipulag á Hraunsholti gerir ráð fyrir samtals 410 íbúðum. Af þeim eru 131 íbúö í ein- býlishúsum, 34 í parhúsum, 117 í raðhúsum/keðju- húsum og 128 í fjölbýli. Á Hraunsholti eru talsvert stór göngu- og útivistar- svæöi innan byggöarinnar og mjög athyglisverö klapparsvæði, sem ákveðiö hefur verið aö vernda. Einnig er fyrirhugaö að nota þaö grjót sem nú ein- kennir svæöiö viö mótun landslags og gerö hljóö- mana. Helsta klapparsvæöiö veröur hluti af aðal göngustíg sem liggur um svæöiö frá norðri til suö- urs og tengist ráögerðri félagsmiðstöð í miðhverfi. Garöabær vill leggja áherslu á aö mótun og út- færsla þessara svæöa veröi sem vönduðust og hefur verið ákveöiö aö fela höfundum skipulagsins frekari útfærslu opnu svæöanna. Fyrsti áfangi þessa nýbyggingarsvæðis á Hrauns- 53 holti kemur til úthlutunar seinna á þessu ári, en svæöiö verður aö teljast meðal eftirsóknarverö- ustu nýbyggingarsvæöa á höfuðborgarsvæðinu. Þarna er um einstaklega gott byggingarland aö ræöa. Staðsetning, lega landsins og gerö skipu- lagsins býöur upp á fjölbreytilegt útsýni. Aðliggjandi svæöinu er strandlengjan og Gálga- hrauniö sem ásamt góöu göngustígakerfi gefa mikla möguleika til útivistar. Leitast var eftir aö hafa íbúðabyggðina sem fjöl- breyttasta til þess aö koma til móts viö þarfir sem flestra. Fjölbýlishúsin veröa aöeins tveggja hæöa. Rúmlega þriöjungur íbúðanna veröur í par- og rað- húsum, en þaö er sú gerö húsnæöis sem bæöi eldra og yngra fólk sækist eftir. Þarna er flest þjón- usta til staðar, vegatengingar góöar og stutt aö sækja atvinnu í nærliggjandi sveitarfélög. ■ Hndanlegt skipulag.

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.