AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.08.1997, Blaðsíða 44

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.08.1997, Blaðsíða 44
■ GATNAMÁIASTJORINN (REYKJAVIK ENDURBÆTUR AÐALHOLRÆSAKERFIS ÁÆTLAÐUR HEILDARKOSTNAÐUR Mýrargata. lagnir. hreinsistöð. útrás Laugarnes, lagnir. hreinsistöð, útrás Geldingarnes, lagnir, hreinsistöð, útrás Rannsóknir vegna útrása Samtals kostnaður Reykjavíkur Samtals kostnaður nágrannasveitarfélaga ( Mýrargötu Heildarkostnaður Áfallinn kostn. í árslok '94 mkr. 850 850 150 20 1.870 Viðbótar- kostnaður mkr. 850 1.430 1.450 130 3.860 Heildar- kostnaður mkr. 1.700 2.280 1.600 150 5.730 320 Endurbætt aðalholræsakerfi. sé hleypt framhjá þegar þannig viðrar. Lengst af öldinni var ekki hugsað út í þann möguleika að hreinsa þyrfti frárennslisvatn hér á landi og stuðst við orðtakið „lengi tekur sjórinn við". í allmörgum byggðarlögum voru þó stjórnendur framsýnir og byggðu upp tvöfalt frárennsliskerfi þó svo það væri dýrara. Þegar skólpið hætti beinlínis að vera fyrir vitum fólks í göturæsunum urðu margir býsna glaðir og héldu að lausn væri fundin á öllum vanda sem fylgdi skólpinu. En Adam var ekki lengi í Para- dís í þessum efnum fremur en fyrri daginn. Margs konar óþverri tók að safnast við útrásir í viðtaka, en viðtaki er það svæði í náttúrunni sem tekur við frá- veituvatni svo sem sjór, straumvötn, stöðuvötn eða jarðvegur. Sérstaklega varð þetta áberandi í höf- uðborginni og grannbyggðum. Það sem kom í veg fyrir að ástandið við útrásir skólps yrði óbærilegt var ef til vill tiltölulega strjál byggð, jafnvel á höfuð- borgarsvæðinu. Samt varð ekki komist hjá því að loka fyrir sjóböð í Nauthólsvík fyrir meira en þrjátíu árum. Á fyrri hluta áttunda áratugarins voru gerðar að til- hlutan Reykjavíkurborgar mælingar á mengun við fjörur höfuðborgarsvæðisins. Mælingarnar sýndu eins og marga hafði grunað að ráðast þyrfti í afar kostnaðarsamar framkvæmdir í holræsamálum á svæðinu og að það yrði að gerast í samvinnu sveit- arfélaganna. Árið 1974 hófu fjögur sveitarfélög samstarf á þessu sviði með skipun Samvinnu- nefndar um frárennslismál á höfuðborgarsvæðinu. Samvinnunefndin hélt marga fundi og lét rannsaka mengun sjávar á svæðinu á seinni hluta áttunda áratugarins, en ekki var ráðist í sameiginlega lausn á vandanum vegna mengunarinnar. Einstök sveitarfélög höfðu þó komið fram með ákveðnar hugmyndir er þau sjálf varðaði. Öllum mátti þó Ijóst vera að mengunin barst að einhverju leyti milli stranda sveitarfélaganna og að taka þyrfti á mál- unum sameiginlega, eða að fylgja að minnsta kosti sameiginlegri áætlun um framkvæmdir. Fyrstu heildartillögur um langtímaáætlun fyrir frá- rennslismál höfuðborgarsvæðisins voru unnar af skipulagsstofu höfuðborgarsvæðisins á árunum 1981-1982 og komu út í sérriti stofunnar. Tillögurn- ar voru unnar í samráði við áður nefnda samvinnu- nefnd um frárennslismál og sveitarfélögin hafa haft hana til viðmiðunar síðan. Reykjavíkurborg reið á vaðið árið 1986 með framkvæmdir samkvæmt langtímaáætlun um hreinsun stranda borgarinnar. Áætlunin gerði ráð fyrir byggingu 7 stórra dælu- stöðva, þriggja hreinsi- og dælustöðva. Hreinsi- stöðvarnar þrjár eru við Ánanaust, Laugarnes og á Geldinganesi og eru þar föst og gróf úrgangsefni síuð frá. Út frá þeim eru lögð nokkurra kílómetra löng ræsi út í sjóinn þar sem frárennslið blandast hafstraumum sem bera það síðan frá ströndinni. Enn er unnið samkvæmt þessum áætlunum enda er kostnaður við slíkar framkvæmdir gífurlegur þótt ekki sjáist mikið til mannvirkjanna, sumir mundu segja sem betur fer. ENN NÝRRI TÍMAR í febrúarmánuði árið 1992 skipaði umhverfisráð- herra nefnd til að gera úttekt á ástandi fráveitumála á landinu og gera tillögur um úrbætur í fráveitumál- um auk þess að móta stefnu í þeim málum. Átti nefndin m.a. að „...taka mið af sérstöðu íslands og þeim alþjóðlegu skuldbindingum sem íslendingar hafa tekið á sig eða líklegt er að við munum undir- gangast." Nefndin skilaði áfangaskýrslu í septem- ber sama ár og endanlegri greinargerð árið 1993 og gaf umhverfisráðuneytið skýrsluna svo út í nóv- ember það ár. Þar sem ísland var orðið aðili að Evrópska efnahagssvæðinu (EES) voru íslending- ar skuldbundnir ýmsum samþykktum og tilskipun- um Evrópubandalagsins (EB) um fjölmörg mál, hvort sem þeim líkaði það betur eða verr. Meðal þessara mála var tilskipun EB (þ.e. ráðsins) frá 21. maí 1991 um hreinsun skólps frá þéttbýli. Kröfur EB eru í stuttu máli þær að skólp frá þéttbýli skuli allt beitt fyrsta og annars stigs hreinsun áður en því er veitt í viðtaka. Þó eru gerðar undanþágur frá þeirri kröfu ef fjöldi persónueininga er 10 til 150 þúsund og viðtakinn er sjór, sem ekki telst við- kvæmur, eða fjöldi persónueininga er 2 til 10 þús- und og viðtakinn er árósar, að þá dugi fyrsta stigs hreinsun. Fyrsta stigs hreinsun telst vera: „Ýmsir 42
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Tengja á þetta tölublað: 2. tölublað (01.08.1997)
https://timarit.is/issue/429196

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

2. tölublað (01.08.1997)

Aðgerðir: