AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1997, Side 24

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1997, Side 24
STURLA BOÐVARSSON, ALÞINGISMAÐUR STEFNA OPINBERRA AÐILA I ÍSLENSKRI MANNVIRKJAGERÐ Sjónarmið þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Hlutverk stjórnmálaflokka í lýðræðis- ríkjum er mikilvægt. „Viðskipti" stjórnmálaflokka við þjóðina þurfa að vera líkt og viðskipti húsbyggjenda við trausta hönnuði og verktaka. Þjóðin þarf að geta treyst á „viðskipt- in“ og geta verið viss um að stefnan sem boðuð var í gær standi út verktímann, svo notað sé líkinga- mál. Sumar stjórnmálahreyfingar gera út á breyt- ingar, og fyrr var talað um byltingu. Sjálfstæðis- flokkurinn boðar hins vegar mikilvægi stöðugleik- ans sem forsendu framtaks og framfara. Hlutverk stjórnmálaflokkanna er að marka og framkvæma stefnu sem mótar þjóðfélagið og skapar bætt skil- yrði til búsetu í landinu. Það er mér Ijúft sem áhugamanni um mannvirkja- gerð og skylt sem þingmanni Sjálfstæðisflokksins að gera nokkra grein fyrir stefnu flokksins viðvíkj- andi íslenskri mannvirkjagerð. Afstaða mín sem þingmanns Sjálfstæðisflokksins gagnvart íslenskri mannvirkjagerð mótast annars vegar af grundvall- arsjónarmiðum í stefnu flokksins, svo sem frelsi til athafna, trúnni á einkaframtakið, takmörkuðum rík- isumsvifum og hins vegar uppbyggingu, framför- um og velmegun sem byggir á nýtingu auðlinda til lands og sjávar. Það kallar eftir öflugri mannvirkja- gerð á öllum sviðum hinnar opinberu þjónustu. Varðar það allt innra og ytra þjónustukerfi lands- ins, svo sem vegi, hafnir, flugvelli, skóla, félagslegt húsnæðiskerfi og stofnanir. Alla stefnumótun verður hins vegar að tengja hin- um efnahagslega raunveruleika hverju sinni. Og þar hefst vandi okkar stjórnmálamanna. Þar togast á miklir hagsmunir, er varða heilbrigðis-, félags-, mennta- og menningarmál. Og í dag er í tísku að hafna steinsteypu en velja útgjöld til hátækniþjón- ustu eða húsaleigubóta. Viljann til framkvæmda og uppbyggingar verður eftir sem áður að tengja og aðlaga aðstæðum svo ekki raskist markmið í efna- hagsmálum. Framhjá því verður ekki litið eitt and- artak. ALMENN MARKMIÐ Stefna opinberra aðila við mannvirkjagerð verður að taka mið af aðstæðum og vera einkum mótuð af langtíma markmiðum. Sem þingmaður Sjálfstæð- isflokksins legg ég ríka áherslu á aukna menntun á sviði byggingarlistar, verk- og tæknimenntunar. Vönduð hönnun er lykill að framförum og framþró- un við hvers konar mannvirkjagerð. Með aukinni menntun og almennri þekkingu á sviði iðnaðar ættu að geta skapast betri skilyrði fyrir íslensk fyr- irtæki til þess að takast á við þá samkeppni sem er óhjákvæmileg innan hins Evrópska efnahags- svæðis. Stefna Sjálfstæðisflokksins er og hefur verið sú að kosti hins frjálsa markaðar eigi að nýta á sviði mannvirkjagerðar. Með því verði hagsmun- ir allra aðila best tryggðir. Undirbúningur, fram- kvæmd og eftirlit við mannvirkjagerð á að vera í höndum félaga eða einstaklinga. ÚTBOÐSSTEFNA OG ÍSLENSKUR MARKAÐ- UR íslenskur byggingariðnaður nýtur verndar þeirrar fjarlægðar sem lega landsins skapar. Sjálfstæðis- flokkurinn hefur haft forystu um að móta útboðs- stefnu við mannvirkjagerð á vegum hins opinbera. Þar njóta kostir hins frjálsa markaðar sín og tryggj- a jafnræði milli þeirra sem bjóða í gerð mannvirkja J 22

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.